Hjálp! sýking í búrinu.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
FrikkiM
Posts: 21
Joined: 07 Apr 2009, 02:55

Hjálp! sýking í búrinu.

Post by FrikkiM »

Sæl sæl.

Ég var að kaupa mér 4platy og 4gubby fiska um daginn og tók eftir því nokkrum dögum eftir að ég keypti þá að einn platy karlinn var heldur slappur. Þá tók ég á það ráð að einangra hann frá hinum og setti hann í nýtt búr. Engu að síður virtist það ekki hafa komið til neins.

Fyrir hafði ég 5 svarttetrur, neon og ancistru. Núna í fyrradag kom það svo fyrir að allar svarttetrurnar voru allsettar hvítu blettum (ekki bara á maganum heldur alls staðar) en engir aðrir fiskar. Allar svarttetrurnar eru ekki eins hressar og þær hafa alltaf verið (þær hafa verið hressastar hjá mér og aldrei neitt vesen á þeim). Núna í morgun var svo ein þeirra dáin.

Svo ég spyr ykkur, hvað er þetta sem er að hrjá fiskana mína og hvað get ég gert í því? Eru til einhver lyf við þessu út í búð eða hvað skal til bragðs taka?

kær kveðja, FrikkiM
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Þær eru með hvítbletta veiki meira hérna saltið er æabyggilega best.

viewtopic.php?t=5736

Líta þær svona svipað og þetta

Image

Image
User avatar
FrikkiM
Posts: 21
Joined: 07 Apr 2009, 02:55

Post by FrikkiM »

já mjög svipað. Bara ekki eins þétt setið af blettum. Vorum að taka eftir því að neoninn er líka með bletti, bara mun mun færri. Virðist ekkert hafa áhrif á platy eða gubbyana sem eru í sama búri amk ekki ennþá. er að finna til salt.
Þakka þér kærlega fyrir.
;)
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

það var ekkert Saltaðu og hækkaðu hitann um 2
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

einhverstaðar frétti ég að hvítblettaveikin gæti ekki komið upp í búrum sem eru 28°c heit. er eitthvað til í því?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hærra hitastig minnkar líkurnar, besta leyðin til að losna við hvítblettaveiki er að salta og hækka hitann upp í 27-28 gráður.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Ich drepst yfir 28 gráðum. Auðvelt að ná þessu niður ef fiskarnir þola 29°c. Salt hjálpar svo með, athugaðu bara ef þú ert með plöntur að saltið fer illa í þær. Ég hef verið með plöntubúr og losnað við ich með því að hækka bara hitann upp í 30°c
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

hvað á maður að salta mikið (er það ekki 2-3 tsk. á hvern líter(og svo stór vatnaskipti eftir 2-3 daga))
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Sérð það hérna

viewtopic.php?t=5736

:)
Setjið 1-2 matskeiðar af joðlausu salti á hverja 5-10 lítra af vatni
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Svo eru líka til lyf við hvítblettaveiki í næstu gæludýrabúð, leiðbeiningar fylgja með.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Á maður ekki að reyna að salta fyrst
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ekkert frekar
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Þessi lyf eru svo f***g dír
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

GUðjónB. wrote:Þessi lyf eru svo f***g dír
Það má nú hafa skoðun á því.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Blessaður slepptu lyfjunum, ég reyni fram í lengstu lög að nota ekki lyf, hef reyndar ekki gert það í mörg ár. Ef þú nærð Ich frekar fljótt þá er ekkert mál að losna við það með hita og salti. Þarft kanski að hugleiða lyfin ef þú ert með fiska sem þola ekki hitann.
Post Reply