Vorhreingerningar - Stórslys!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Vorhreingerningar - Stórslys!

Post by Melur »

Jæja ég ætla aðeins að gefa yfirlit yfir hver staðan er í mínum búrum og planið fyrir hreingerningarnar núna yfir páskana.


Staðan

Ég er með eitt 100L búr með rauðum gúbbífiskum, u.þ.b. 25 kerlur, 5 karla og 20 seiði. Þar eru líka þrjár tegundir af sniglum og nokkrar plöntutegundir.

Svo er eitt 40L búr sem hýsir salamöndruna mína. Það eru engir sniglar í því og því er það brúnt og grænt af þörungum. Nokkrar plöntur.

Svo er ég með kannski 4L dall til að nota við flutninga og svoleiðis.

Vandamálin

Aðalvandamálið eru sniglarnir. Þeir éta elsku plönturnar mínar. Þeir eru sem betur fer bara í öðru búrinu (100L)
Vandamál tvö er að 40L búrið er yfirfullt af þörungum og þarf að hreinsa. Það búr er ekki glerbúr og er mjög rispað þannig ekki er auðvelt að þrífa þá í burtu.

Svo eru nokkur aukavandamál við flutningana:
Gúbbífiskarnir geta ekki verið með gúbbíseiðunum saman í búri, því annars éta þeir seiðin.
Eðlan getur ekki verið með neinum fiskum í litlu búri.

Planið

1. Losa sig við flotgróðurinn í 100L búrinu. Með honum fylgja nær alltaf sniglar.
2. Setja eðluna í pott eða eitthvað ílát þar sem hún getur dúsað yfir hreingerningarnar.
3. Veiða gúbbífiskana úr 100L búrinu og setja þá í 40L búrið.
4. Taka plönturnar úr 100L búrinu og láta þær í einangrun í dallinum. Ef sniglar fylgja þá eru þeir teknir í burtu samstundis.
5. Veiða seiðin úr 100L búrinu og geyma þau í dallinum með plöntunum.
6. Taka alla steina og tækjabúnað úr 100L búrinu til hreinsunar og jafnvel einangrunar.
7. Sjóða sandinn úr 100L búrinu.
8. Kaupa mér nokkrar anchistur hjá Vargi og láta í 40L búrið til að hreinsa það með gúbbífiskunum.
9. Raða öllu aftur í 100L búrið ásamt fleiri steinum og umhverfisdóti, svo plöntum þegar þær eru búnar að vera í einangrun nógu lengi.
10. Þegar allt er komið í gott stand, þá fara kerlurnar, eðlan og helmingur anchistranna í 100L búrið. Fiskarnir eru svo stórir að eðlan borðar þær vonandi ekki.

Yfirlit / Framtíðarsýn

Þegar vorhreingerningunum er lokið ætti staðan að vera svona:

Í 100L búrinu eru engir sniglar en í sátt og samlyndi lifa gúbbíkerlur, salamandra og nokkrar anchistrur. Þar sem engir sniglar verða vex gróðurinn loksins eitthvað af viti. Seinna meir bætast kannski við skallar eða einhverjir aðrir fallegir fiskar.

40L búrið verður hreint af öllum þörungum og þar lifa gúbbíkarlar, plöntur og nokkrar anchistur.

Í dalli úti í horni verða gúbbíseiði og kannski fleiri græjur til að stjórna gúbbíræktuninni.



Jæja hvernig lýst ykkur á planið?
Last edited by Melur on 16 Apr 2009, 19:55, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér líst vel á þetta, skemmtilegt að sjá uppsett svona ítarlegt plan.
..ég er sérstaklega hrifinn af lið nr. 8 :D
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég held að sniglarnir verði ekki úr sögunni, þeir munu minnka tímabundið en þar er ergilegt hvað eggin tolla við gróðurinn og aðra hluti þó það sé skolað vel.
Þeir munu drepast í sandinum við suðuna en ég er ekki bjartsýn.

Þú getur prófað uppþvottabursta í búrið með rispunum eða grófan plastsvamp.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

ég fekk 1 rúmlega 30l búr gefins ekki firir svo löngu það var alveg morandi af sniglum og anchistrum ég tók það og þerif það frá A-Ö og það hefur ekki sést snigil síðan :)
:)
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Dagur 1

Post by Melur »

Dagur 1 Búinn

Jæja nú er fyrsti dagurinn búinn. Það sem ég kláraði var eftirfarandi:
Liðir 1, 4, 5 og 6.

Ég sleppti mörgum liðum vegna þess að mig vantar enn ílát fyrir salamöndruna. Ég þarf að nota pottinn sem ég fæ í að sjóða sand, og svo er ég með flest ílát heimilisins í notkun :D

En nú er 100L búrið bara með sandi og gúbbífiskum, sem ég veiði úr á morgun eða hinn og læt í 40L búrið þegar salamandran er komin þaðan. Þá hefst sandsuðan.
Þegar ég var að fara yfir plönturnar þá fann ég og fjarlægði yfirleitt a.m.k. einn sniglaeggjaklasa. Til að koma í veg fyrir að þeir nái sér á strik er ég með plönturnar í einangrun, kannski í viku, til að geta auðveldlega fjarlægt alla plágu.

Heyrðu ég prófa þetta með uppþvottaburstann Ásta, en svo er reyndar grófa hvíta mölin (1-1,5cm steinar) sem er aðalvandamálið. Hún er engan vegin hvít lengur af þörungum.

Og já Vargur ég hringi í þig kannski núna á sunnudaginn eða mánudaginn og fæ að kíkja á anchistrur hjá þér. :) Ertu ekki örugglega með þrjár til fjórar 3-5cm anchistrur á 750 kall stykkið?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Það er hægt að drepa sniglaegg á plöntum með því að skola plönturnar upp úr einhverju, man ekki alveg hvað það var, hvort það hafi jafnvel verið dauf klórblanda og skola svo vel á eftir. Mæli samt með að þú googlir það áður en þú ferð að nota klór, ég er kanski á einhverju trippi (var að reka hausinn nokkuð illa í fyrir svona hálftíma) :?
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

bara að vera forvitin en hvernig salamöndru ert þú með ?
:)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Úff hvað ég myndi ekki nenna í sandsuðu :P ég ákvað að fara auðveldu leiðina og keypti mér 2 bótíur (þriðja búin að bætast síðan við) og sniglarnir bara hurfu, hef meiri segja einu sinni bætt í sniglum (veit hljómar mjög heimskulega) , sem sé þessum leiðindasniglum og þeir hafa ekki heldur náð að fjölga sér þar sem þetta er bara smá snakk fyrir bótíurnar og þrátt fyrir gróður þá hafa engir sniglar sést og er ég reglulega að kaupa nýjar plöntur þar sem sniglar fylgja örugglega með :P

Allavega mæli ég hiklaust með bótíum við sniglum, er sjálf með yoyo bótíur, eru litlar og sætar hehe :P. Allavega ef ég mun sjá snigla í litla gróðurbúrinu mínu þá fara bótíurnar pottþétt yfir í smá tíma og fá að hreinsa til :P

En vonandi lagast þörungurinn í 40L búrinu þegar ancistrurnar koma :)
200L Green terror búr
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Post by Melur »

Já það var góð hugmynd að fá sér bótíur. Ég geri það líklegast ef allar þessar ráðstafanir eru ekki nægar.
Annars þá hef ég gaman að taka búrin svona í gegn þar sem ég er kominn í frí. Hreingerningar eru nauðsynlegar fyrir sálina :D

Já kannski er best að taka plönturnar alvarlega í gegn... Google hefur örugglega einhver svör.

Já það væri svo sannarlega gaman að vita hvaða tegund salamandran er! Það er mikil saga á bakvið hana, sem væri efni í heilan þráð. :)
Ég fékk hana gefins frá vini mínum fyrir kannski fimm árum, hún hafði þá étið frosk í heilu lagi því vinur minn hafði þá verið að svelta þau. :|
Hún hefur stækkað ekkert smá síðan þá. Núna er hún hátt í 25cm löng með halanum.
Hún er líka besta módel sem ég veit um, er oft standandi á halanum beint upp í loftið svo skipti tugum mínútna. Einn daginn bý ég líklegast til ljósmyndasýningu af henni :D Haha.
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

ég skal allveg votta fyrir það að hún er hreinnt út sagt fábær, og ekki skemmir útlitið. varðandi ílát fyrir fiskanna þá væri allveg sterkur leikur að kaupa bara svona flutningsbúr sem þú getur þá farið með til vargs þegar þú kaupir anchistrurnar.
-Andri
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Dagur 2

Post by Melur »

Dagur 2 Búinn

Í dag kláraði ég eftirfarandi atriði:
Nr. 2,3 og 8

Þ.e. ég tók salamöndruna úr 40L búrinu og setti hana í box, svo ég gæti þrifið 40L búrið hátt og lágt. Þegar það var orðið hreint og fínt, tók ég gúbbífiskana úr 100L búrinu og færði þá yfir.
Einnig keypti ég í dag þrjár anchistrur, fiskamat og gróðurnæringu hjá Vargi. Þær eru með gúbbífiskunum í hreina og fína 40L búrinu.

Þá er eftir að sjóða sandinn í 100L búrinu og setja það upp á nýtt.

Það er rosa gaman að sjá hreint og fínt búr með fullt af rauðum og gulum gúbbífiskum og nokkrum anchistrum að sjúga glerið hérna á skrifborðinu hliðiná mér. :)
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Skellirðu fiskunum beint útí nýþrifið búr með nýju krana vatni ?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

EiríkurArnar wrote:Skellirðu fiskunum beint útí nýþrifið búr með nýju krana vatni ?
Ég hef þurft að setja fiska í nýuppsett búr með nýju kranavatni og hreinum sandi og ekki einn einasti fiskur dó og allir voru hamingjusamir í stærra búri :) þarf ekki að vera slæmt endilega :) þó að mælt sé með að láta það standa í sólarhring með dælu í gangi.
200L Green terror búr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég tel aðalástæðuna á að mælt er með að láta búrið standa vera til að sjá hvort allur búnaður virki eðlilega. Sjálfur set ég jafnvel fiskana í búrið meðan ég læt renna í það. :)
Ég mæli þó alls ekki með því fyrir viðkvæma fiska eða fiska sem koma beint úr búðinni.
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Post by Melur »

Nei ég er ekki svo djarfur að fylla 40L búr af kranavantni og setja svo 30 gúbbífiska og 3 anchistrur út í. :)
Ég fyllti nefnilega 40L búrið af ágætis vatni úr 100L búrinu mínu (vatnið sem gúbbíarnir eru búnir að lifa í seinustu mánuði).

Þetta er líka tímabundið sem svo margir fiskar verða í þessu litla búri. Um leið og 100L búrið er tilbúið eftir sandsuðuna fer meirihlutinn aftur yfir, þ.e. gúbbíkerlingarnar.

Hey já! Ég vil þakka Vargi aftur fyrir anchistrurnar og annað fiskadót. Þær eru frábærar (og ódýrar). :)
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Dagur 3

Post by Melur »

Dagur 3 Búinn

Kláraði:
Nr. 7 og (11)

Það tók mig nær allan daginn að sjóða sandinn. Fyrst þurfti ég að koma sem mestu vatninu úr búrinu, svo voru þrjár ferðir af sandsuðu.
Ein ferð er: Ná sandi í pott, spúla sandinn úti með heitu vatni úr slöngunni, fara með sandinn inn og sjóða á eldúshellunni ( engir sénsar teknir :) ). Sandurinn fyllti þrjá potta.

Svo ákvað ég að mála líka ramman á búrinu (nr. 11 þá). Kantarnir voru allir flagnaðir og búrið var ekki sérstaklega fallegt ásýndar. Nú er það mun betra.

Svo seinustu nótt dóu fjórir gúbbíar :( einn úr veikindum og svo stukku þrír úr búrinu ( gleymdi að setja lokið :P ). Þeir eru þær fórnir sem eru færðar í þágu hreingerninganna.

Jæja svo á morgun hefst gamanið, þ.e. að raða öllu í búrið upp á nýtt og að fylla það aftur. :D
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ertu þá kominn með allt af listaum
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Post by Melur »

Næstum því. Ég á nr. 9 og 10 eftir. :)
Það er líka spurning hvort ég klári það alveg strax. Ég er að meta það hvort ég eigi að hafa plönturnar lengur í einangrun og sjá hvort nokkur sniglaplága kemur af þeim
Svo er ég heldur ekki viss um hvort að ég geti haft salamöndruna með gúbbíkerlunum í 100L búrinu, hún er svo stór að hún gæti mögulega étið kerlingarnar. :P
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

já já ekkert stress :) don'y worry, be happy :D
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mundi alls ekki setja salamöndruna og guppy saman í búr. Mandran á eftir að éta guppana á nokkrum dögum.
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Post by Melur »

Já eru yfirleitt einhverjir fiskar sem stór salamandra getur lifað með ?

Hún lifði í sátt og samlyndi með gúbbífiskum í 100L búrinu áður fyrr vegna þess að hún át gúbbíana en þeir fjölguðu sér svo hratt og átu eðlumatinn í staðinn. :P Skrítið jafnvægi sem varði í meira en hálft ár.

Annars þá í gær raðaði ég upp í búrið og fyllti 2/3 af vatni. Plönturnar eru samt ekki ennþá komnar í ef það skyldi leynast sniglaegg á þeim.
Ég er líka með skalla í pössun frá Junior hérna á spjallinu svo hann er kominn í búrið ásamt þeim gúbbíkörlum sem eru hálfrauðir.
Ég er því eiginlega búinn með listann fyrir utan smádútl :P Gott að ég dreif í þessu öllu.
Því:

Dagar 4 og 5 Búnir

Kláraði atriði 9 og 10 eins og hægt er.

Því er listinn Búinn! :D

Ég skelli inn myndum fyrir og eftir einhvertíma bráðum. :)
Ég læt líka vita ef allt fyrir ekki vakna sniglarnir upp frá dauðum. Mín versta martröð.
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Stórslys!

Post by Melur »

Já ég vaknaði við það hræðilega í gærmorgun.
Ég var nýkominn úr sumarbústað kvöldið áður og grunaði engan veginn að...
Allir fiskarnir í 40L búrinu voru annaðhvort dauðir eða dauðvona! :(
Seinna um daginn voru þeir allir dauðir. Gúbbíkarlarnir mínir fjórir og anchisturnar sem ég var að fá hjá Vargi fyrir stuttu.
Fyrirgefðu þetta Vargur, ég skammast mín fyrir að hafa farið svona illa með fiska frá þér... :(

Ástæðan er án efa Nitur hringrásin. Ég lenti í NTS (New Tank Syndrome).
Svona var þetta:
Ég set svo marga fiska í 40L búrið á meðan ég er að hreinsa 100L búrið að það safnast upp fullt af úrgangsefnum. Bakteríuflóran sem brýtur þau niður var aldrei komin af stað. Svo gleymi ég þessari staðreynd því ég tek nær alla fiskana aftur til baka yfir í 100L búrið og er með hugann við það. Það hjálpar heldur ekki að fara í sumarbústað í sólarhring.
Ég hef aldrei veitt Nitur hringrásinni næga athygli, kannski út af því að ég hef venjulega alltaf notað vatn úr gömlum búrum þegar ég byrja ný og haldið að það væri nóg.

Já þetta er allt sorglegt og leiðinlegt að lenda í, en ég á enn fullt af seiðum og seiðafullum gúbbíkerlingum, svo stofninn ætti að lifa þó karlarnir séu farnir.
Anchisturnar verða greinlega að koma eftir á, þegar allt er komið í jafnvægi.

Nú er ég bara hræddur um að þetta gerist líka í 100L búrinu mínu, það væri hrikalegt! :(
Það búr fékk að standa í sólarhring án fiska og ég lét líka Sera Nitrivec og Sera Aquatan í það frá góðum vini mínum, Junior.
En hinsvegar þá er það kannski ekki nóg, því daginn eftir fóru 20 stórar gúbbíkerlingar og lítill skalli í búrið. Það gæti verið of mikið álag á þá litlu bakteríuflóru sem að kannski var komin.

Er ekki málið að fara í 10-15% vatnsskipti á dag og fóðra þá minna en vanalega?
Þ.e. eins og mælt er með í þessari grein: http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=7003
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Allavega hef ég aldrei lent í svona niturtoppi í mínum búrum og alltaf bara sett hreint vatn þegar ég er að setja upp ný búr með nýrri möl og svoleiðis. Lykilatriðið er að skipta um 30-50% af vatni einu sinni í viku. Það ætti að halda nitrinu í burtu og þessháttar :) Held að það sé betra að skipta bara einu sinni í viku og þá um alveg 40-50% ef mjög margir fiskar eru í búrinu :) Einnig er mikilvægt að sjúga upp kúk af botninum þegar verið er að skipta um vatn :)
200L Green terror búr
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Post by Melur »

Já ég hef aldrei staðið mig í vatnsskiptunum heldur.
Okei 30-50% vatnsskipti á viku. En tekur það ekki flóruna með sér úr búrinu?
Öll önnur búr sem ég hef haldið úti og líka búrin hans pabba hafa lifað í fleiri fleiri ár án þess að skipta um vatn og án þess að nokkuð slæmt gerist.
Ég á heldur ekki neinar sérstakar græjur til að hreinsa af botninum :P auk þess er ég ekki með neina snigla til að hreinsa botnfalls mat... Skyndilega líður mér eins og algjörum byrjanda. :D

Viðbót: Ég hefði átt að taka til mín efasemdarkommentið frá EiríkiArnari hérna fyrr í þræðinum. :)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

30-50% vatnskipti á viku eru mjög mikilvæg :shock: þetta tekur ekki flóruna úr búrinu þar sem flóran er í dælunni og sandinum. Ættir að fara strax á morgun og kaupa þér svona botnhreinsigræju (þetta er svona hólkur með slöngu í) og byrja á að skipta um vatn reglulega, ekkert skrítið að lenda í svona ef þú ert ekki að skipta um vatn í búrinu :S allavega er það lykilatriði til að fiskarnir þínir lifi.

Ancistur eru bestar í að hreinsa mat sem fellur á motninn sem og aðrir botnfiskar :) alveg möst í öll búr :)
200L Green terror búr
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Post by Melur »

Ég viðurkenni sinnuleysi mitt hvað varðar vatnsskiptin :P
Núna í kringum þessar hreingerningar byrjaði ég í fyrsta skipti að skipta um vatn og gerði það náttúrulega kolvitlaust. Skipti kannski um tvo bolla af vatni á dag.

En já, svo er líka seiðadallurinn minn (kannski 4L). Ég hugsaði hann upprunalega sem tímabundna geymslu fyrir seiðin og á því engar græjur í hann. Ég er samt með slatta af Egeria Densa plöntum í honum, javamosa og stein sem kemur úr síkluðu búri.
Ætti ég þá ekki að skipta um 50% vatn í honum líka í hverri viku?
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

ég hefði haldið að 50 % í viku væri allt of mikið.
stressar það ekki fiskana?

ég skipti um 20% í viku og svo 40 - 50% mánaðarlega og allt í fínu hér.
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

ég geri 50% vatnaskifti á viku og riksuga og botnin 1 ímánuði og þríf dæluna svona á 2 mánaða fresti
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það er aldrei of mikið að skipta oft og mikið um vatn, sérstaklega í nýuppsettum búrum og ef menn eru að gefa voða mikið, þá eru mikil vatnsskipti nauðsynleg.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

og hérna efþú ert ekki búin að kaupa þér sogtækið þá geturu líka skorið bara undan kók flösku og látið slöngu á stútinn það virkar líka fínt.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Post Reply