Er ekki að ná nítratinu niður

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Er ekki að ná nítratinu niður

Post by RosaH »

Á einni viku er ég búin að gera 2x 50% vatnsskipti og aldrei fer nitratið mikið niðurfyrir 12.5 litinn í test kitinu. Er eitthvað í búrinu sem er að orsaka þetta, eitthvað sem ég get lagað, eða er þetta test kit bara gallað? :evil:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

12.5 er svosem alveg innan marka. 2x 50% vatnsskipti eru í raun bara 75% vatnsskipti total. Segjum t.d. að nítrat hafi verið 40 þegar þú skiptir fyrst, þá fór nítrat í 20. Svo seig það upp í 25 á viku, og er núna 12.5. Auðvitað bara gisktölur, en það er venjulega erfitt að koma nítrati niður fyrir 10-15 með vatnsskiptum. Hvernig sand ertu með í búrinu og hvað þykkan? Ertu viss um að það sé ekki einhver drulla í dælunni sem viðheldur nítrati? ertu með einhvern nítrat étandi þörung/gróður?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

eithverjir svampar eða filt b+omull í búrinnu?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þú sagðir einusinni að þú værir með öll filter efni í tunnu dælunni þinni, svamparnir, bio-boltarnir og keramik hringirnir eru að framleiða þetta nitrat

Tunnudælur eru ekki hentugar í svona litlum kerfum nema þá eingöngu til þess að pússa vatnið eftir vatnskipti

Prófaðu að mæla nýja saltvatnið sem þú býrð til áður en þú setur það í búrið, þá sérðu hvort þetta sé mælingin eða nitrat í búrinu
Kv. Jökull
Dyralif.is
RosaH
Posts: 103
Joined: 29 Mar 2009, 21:15

Post by RosaH »

ulli wrote:eithverjir svampar eða filt b+omull í búrinnu?
Já, svampur í powerheadinum sem ég var að þrífa í gær, ógeðsleg drulla í honum en ég mældi tiltölulega eftir að ég skipti um vatn og þreif hann. Það eru líka svampar í tunnudælunni, og again, ég þríf þá við hver vatnsskipti.

Squinchy wrote:Þú sagðir einusinni að þú værir með öll filter efni í tunnu dælunni þinni, svamparnir, bio-boltarnir og keramik hringirnir eru að framleiða þetta nitrat

Tunnudælur eru ekki hentugar í svona litlum kerfum nema þá eingöngu til þess að pússa vatnið eftir vatnskipti

Prófaðu að mæla nýja saltvatnið sem þú býrð til áður en þú setur það í búrið, þá sérðu hvort þetta sé mælingin eða nitrat í búrinu
Já, ok. Hef verið að pæla í að fá mér sump, spurning um að fara að drífa í því. Á 60 lítra búr sem ég hef bara notað í að útbúa vatn í vatnaskipti, en gæti breytt í sump. Þarf bara að lesa mér til um hvað er best að nota í hann og finna mér góða samsetningu. Þyrfti þá að finna mér eitthvað annað ílát til að blanda vatnið. Þið sem eruð með svona síldartunnur, hvar hafið þið verið að fá þær?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Gott er að hafa 2 sett af filter efnum sem þú skiptir út vikulega, á meðan þrífur þú hitt settið og þurkar það, með því drepur þú allar bakteríurnar sem framleiða nítrat

Hvítu 10L föturnar finnur þú í málningar búðum, getur líka fengið 30 lítra tunnur í dýralíf
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy wrote:Gott er að hafa 2 sett af filter efnum sem þú skiptir út vikulega, á meðan þrífur þú hitt settið og þurkar það, með því drepur þú allar bakteríurnar sem framleiða nítrat

Hvítu 10L föturnar finnur þú í málningar búðum, getur líka fengið 30 lítra tunnur í dýralíf
Bakteríurnar sem framleiða nítrat eru góðar bakteríur! Þær breyta nítríti í nítrat - og nítrít er mörgum sinnum verra fyrir fiska en nítrat. Nítrat verður enganvegin öðruvísi til í fiskabúri.

Þessvegna er algjör óþarfi að drepa bakteríurnar í svampinum. Hinsvegar safnast lífræn drulla í svampana (dauðar lífverur, saur, osfrv), sem smám saman brotna niður í ammóníak svo nítrít og svo nítrat. *Það* er vandamálið við svampana, ekki bakteríurnar!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já það er alveg rétt, en þar sem LR og LS virkar sem aðal hýsillinn af bakteríum þarf maður ekkert að passa upp á bakteríurnar í svampinum þannig þá er hægt að setja svampinn sem er verið að hreinsa í klór sem brýtur niður allan lífrænan úrgang í svampinum, verður eins og nýr eftir það og þá þarf maður ekki að kaupa eins oft nýa svampa :)

Bara passa upp á það að skola vel klórinn burt og þurrka vel eftir á
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply