Var að setja upp 54L búr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Var að setja upp 54L búr

Post by strawberrytatoo »

Hæhæ,

Á fimmtudagskvöldið setti ég upp 54L búr með 2 plöntum í. Mér var ráðlagt að setja sérstaka gróðurmold í botninn og svo sandinn yfir það sem ég og gerði, en nokkrum klukkutímum eftir að ég setti vatnið í var það orðið gruggugt. Er þetta eðlilegt? Það virðist vera aðeins að jafna sig núna, en mjög lítið samt.

Önnur spurning, hvaða fiskar mælið þið með í svona litlu búri? Við viljum frekar litríka fiska þar sem við getum ekki haft marga, en líka harðgera.

Öll ráð vel þegin :)
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Vatnið verður gruggugt útaf gróður moldinni, mæli með flottum tetrum í þetta búr, Draugatetrum, blæðandi hjarta tetrum og rummy nose.
Minn fiskur étur þinn fisk!
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Takk fyrir þetta! Þannig þetta grugg fer af sjálfu sér? Eða á ég að skipta út smá vatni?

Ok, kíkji á þessar tetrur. Hvaða fiska má hafa með þeim?
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

t.d Cardinála og kribba.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

það getur tekið nokkra daga að losna við gruggið.... hvað ertuð þið að pæla með fiska? langar ykkur í gotfiska eins og gúbbí, þeir fjölga sér fljótt nema þið séuð bara með kalla eða kellingar. kannski dvergsíkliður, apistogramma eða fiðrildasíkliður, gætuð verið með par af þeim. dóttir mín er með par af dverggúrömum sem eru mjög flottir. í svona litlu búri fyndist mér sniðugt að vera með par af litlum fiskum með mikinn karakter frekar en marga pínulitla fiska eins og tetrur. það er jafnvel óhætt að fá sér litlar þörungaætur eins og ankistrur með.
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Mig langar held ég í par af fiðrildasíkliðum, fynnst þær rosalega fallegar.

Væri alveg til í að vera með nokkrar tetrur með, kannski neon eða bleeding heart, gengur það?

Er sniðugt að byrja með 2 fiðrildasíkliðum, þola þær alveg að fara í nýtt búr?

Hvar ætti þær að fást, hjá Dýragarðinum eða Tjörvari?
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

þú getur verið með flestar tetrur......ég ætla að spyrja....geta fiðrildasíkliður verið í svona litlu búri
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Til hamingju með búrið ...koma ekki myndir bráðum :mynd:
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Takk fyrir fljót og góð svör!

Er óhætt að setja fiska í búr sem er búið að ganga í tvo sólarhringa? Eða ætti ég að bíða lengur? (Setti að sjálfsögðu aqua safe)

Ég er fáránlega spennt fyrir fiðrildasíkliðum, rosa flottar! Þola þær að fara í nýtt búr?

Haha, afsakið þetta endalausa spurningaflóð ;) Það koma myndir alveg um leið og ég fæ mínu fyrstu fiska, þið eigið ábyggilega eftir að fá ógeð á mér, haha! :)
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

það þarf held ég ekkert aqua safe en það er gott að hafa fljótandi bakteríuflóru 8)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

fáðu safestart eða cycle.... aquasafe bindur bara málma og klór... (sem er ekki í íslensku vatni) þú þarft að koma bakteríuflórunni í gang. ekki láta sölumennina í búðunum taka þig í r*****tið!
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Ok vá, hef lesið margar leiðbeiningar á netinu um uppsetningu á nýju búri, (ma á dýraríkinu) og það tala allir um aqua safe? :S

Hvað er best að kaupa þá til að fá flóruna í gang?
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég keypti bara litla flösku í Fiskó (man ekki hvað þetta heitir , þú getur bara spurt um þetta :) ).......en eru allir á dýraríkisspjallinu að tala um aqua safe :?:
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Nei í leiðbeiningum á síðunni þeirra um uppsetningu á nýju búri. Segja líka að setja aqua safe þegar maður bætir við fiskum, til að minnka stressið fyrir þá.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

þessi grein var held ég þýdd af úklensku :-) en passa bara að fá sér ekki of marga fiska í búrið. lestu þetta ef þú ert ekki búinn að því viewtopic.php?t=7003[/code]
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Ok takk fyrir þetta, ég má ss ekki kaupa mér fiska strax samkvæmt þessu (dæs)

Ef ég fer á morgun og kaupi þetta safestart, hvað tekur búrið langan tíma að 'cyclast' ?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

nutrafin cycle er það sama og aquasafe (leiðrétting.. Safestart)... þú getur sett fiska strax en þú verður að fylgjast vel með. ef það verður sterk lykt af vatninu, ef fiskarnir eru eitthvað slappir, þú verður að hafa vit á að spyrja ef eitthvað kemur uppá :)
Last edited by gudrungd on 18 Apr 2009, 00:49, edited 1 time in total.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

gudrungd wrote:nutrafin cycle er það sama og aquasafe.....
ertu ekki eitthvað að ruglast ?
Last edited by Andri Pogo on 18 Apr 2009, 00:36, edited 3 times in total.
-Andri
695-4495

Image
oddi302
Posts: 74
Joined: 01 Dec 2008, 00:17

Post by oddi302 »

Svo er alltaf hægt ef þú þekki einhvern sem er með búr í góðu jafnvægi og er með góða flóru að fá lánaðan skítugan svamp úr dælunni hjá honum og kreista hann útí búrið hjá þér.
Dáldið messí aðferð enn hún virkar :wink:
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Ég er ekki svona þolinmóður og ég nennti ekki að bíða nema í nokkra daga..... Skipta bara oft um vatn og bæta svona bakteríu í vatnið
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Andri Pogo wrote:
gudrungd wrote:nutrafin cycle er það sama og aquasafe.....
ertu ekki eitthvað að ruglast ?
jú fyrirgefðu..... nutrafin cycle og safestart...... :P aquasafe er eiginlega tilgangslaust í íslensku vatni :)
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Það stendur reyndar á flöskunni af aqua safe að fyrir utan að hreinsa vatnið af málmum sem er sjálfsagt óþarfi þá verndar það slímhúðina á fiskum sem skemmast auðveldlega v stress eins og að fara í nýtt búr, og bætir í efnum útí vatnið til að bæta það, þannig þetta er nú kannski ekki svo vitlaust?

þó það þurfi augljóslega hitt líka, til að koma flórunni af stað...
SadboY
Posts: 94
Joined: 13 Mar 2009, 12:26

Post by SadboY »

Skolaðir þú mölina áður en þú settir hana í búrið?
Ef ekki þá áttu seint eftir að losna við þetta grugg!

Ég gerði þau mistök að nenna ekki að skola mölina vel og ég endaði á því að þurfa að skipta um allt vatn 2svar og ryksuga mölina með heimatilbúinni græju. :)

Alltaf gaman að vera óþolinmóður :P
xxx :D xxx
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Ja vel og ekki vel, ég setti allt sand in sikti, og lét vatn renna yfir það allt, passaði mig á að bleyta allt vel.

Á maður kannski að gera meira en það?
SadboY
Posts: 94
Joined: 13 Mar 2009, 12:26

Post by SadboY »

Skolaðirðu bara sandinn eða líka gróðurmölina?
Annars gæti þetta bara tekið smá tíma að jafna sig :)
xxx :D xxx
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Fiðrildasíklíður eru oft viðkvæmar fyrir vatnsskilyrðum þannig að ég myndi ekki þora að setja þær strax út í, láta búrið aðeins vinna upp bakteríur fyrst og þessháttar.
200L Green terror búr
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

SadboY wrote:
Ég gerði þau mistök að nenna ekki að skola mölina vel og ég endaði á því að þurfa að skipta um allt vatn 2svar og ryksuga mölina með heimatilbúinni græju. :)
ég gerði þetta líka, ég setti tvær slöngur í vatnnið, önnur slangan var til að fylla af vatni en hin til að tæma. ég var með svona hringrár í nokkra mínúturog þetta virkaði fínt :P
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Jæja komin með 2 fiska :D Byrjuðum á 2 gúbbý kerlingum, ein með gulan sporð, en hin með bláan, frekar flottar.

Fengum góða þjónustu í dýraríkinu, og sagði hann þar að ég ætti ekki að setja safestart eða þannig útí búrið, væri betra að byrja rólega og leyfa þessu að gerast nátturulega. Ætla prófa það, vonandi fer þetta vel. Ég ætla bara að taka þolinmæðina á þetta, og fara mjög rólega af stað.

Því miður var mér sagt að fiðrildasíklíður væru ekki hentugar í svona lítið búr, æti að vera í 80L. :(
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

það er ofar í þræðinum þar segja þeir að megir setja fiðrildasíkliðu í búrið hjá þér 8) en það er miklu fljótlegara að kaupa bakteríu í flösku :wink:
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Post Reply