Sæhestar

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
Panda
Posts: 3
Joined: 20 Apr 2009, 15:16

Sæhestar

Post by Panda »

Sæl veriði

Ég er algjörlega græn hvað varðar fiska og aðrar sjávarverur en hef mikin áhuga á að vita meira Sæhesta.
Ég hef lesið að þeir lifi sem gæludýr en er hægt að fá þá hérna heima?

Allar ábendingar vel þegnar. takk takk
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

best að gúgla það bara. En það er aðeins fyrir mjög vant fólk sem hefur átt sjávarbúr í nokkurn tíma að eiga sæhesta, þeir eru mjög viðkvæmir og búnaðurinn sem þarf fyrir saltið er nokkuð dýr eins og þú kanski veist.
Panda
Posts: 3
Joined: 20 Apr 2009, 15:16

Post by Panda »

Takk fyrir þetta Sven,
ég vissi að þeir lifa í saltvatni en vissi ekki um þennan búnað, þarf að kynna mér þetta betur.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Það er talsvert meiri og dýrari búnaður fyrir fyrir saltvatnsbúrin.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Færi þetta í saltvatnsumræður.


Sæhestar eru eins og sven sagði mjög viðkvæmir, þurfa sérhæfðan mat og sérstaklega stabílt búr með góðum búnaði. Þeir þola heldur ekki marga búrfélaga, nema þá kannski helst einbúakrabba, snigla og rækjur.

Þetta er þó alveg gerlegt fyrir venjulegt fólk, maður þarf bara að vera ennþá duglegri en með marga aðra fiska.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ÞEir eru líka í útrýmingarhættu svo það þarf að fá ýmis leyfi til að fá það innflutta.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Ég hef winusinni séð þá í Fiskó
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Verður að vera í rólyndis reefbúri en ekki í búri með sæfíflum og stingandi kóröllum. Það má fóðra hana á artemíu, gúbbíseiðum, og öðru dýrasvifi. Þetta dýr étur hægt og er því best að fóðra það þrisvar á dag.
Mjög viðkvæmt dýr sem að má ekki verða fyrir neinu áreiti.
"Alvöru" sæhestar eru að kosta um 10þ hérlendis en svo eru líka pipefish sem að eru yfirleitt ódýrari.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Panda
Posts: 3
Joined: 20 Apr 2009, 15:16

Post by Panda »

Takk fyrir þetta öll sömul.
Mjög athyglisvert.

Ég kannski byrja á einhverju einfaldara hehe.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Er þetta fyrsta búrið þitt??
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Post Reply