Hvar er best að kaupa fiskana mína?
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
- margreterla
- Posts: 57
- Joined: 22 Jan 2009, 00:47
- Location: Grafarvogur !
- Contact:
Hvar er best að kaupa fiskana mína?
Ég er með 500 lítra búr með 3 Red Terror í..
ég var svona að hugsa hvar er best að kaupa fiska og hvar er mesta úrvalið?
og hvar er hægt að kaupa flotta bakgrunna í búrið sitt og flottar plöntur?
ég var svona að hugsa hvar er best að kaupa fiska og hvar er mesta úrvalið?
og hvar er hægt að kaupa flotta bakgrunna í búrið sitt og flottar plöntur?
60 Lítra Siklíðubúr
90 Lítra Siklíðubúr
------------------------------
500 Lítra Síklíðubúr! Sold
90 Lítra Siklíðubúr
------------------------------
500 Lítra Síklíðubúr! Sold
-
- Posts: 771
- Joined: 13 Feb 2008, 11:21
- Location: Rvk
- Contact:
sammála vargi með að fara rúntinn, það er misjafnt hvað búðir eiga í hvaða skipti. virk samkeppni er best ef fólk er ekki að binda sig við eitt fyrirtæki. mér fannst vera hálf tómlegt í Dýragarðinum áðan en ég er örugglega ekki að leita að því sama og þú! þú getur aftur sest þar niður og pumpað strákana um allt sem þér dettur í hug. ef þú verslar í Dýrastaríkinu í út í hrauni þá skaltu bara hafa upp á Róbert og þá færðu góða þjónustu. ég hef nánast bara keypt fiska í Dýragarðinum og Fiskó af því þeir eru með það sem ég er að leita að.
-
- Posts: 107
- Joined: 19 Jan 2007, 15:04
mínir fyrstu fiskar sem eru ennþá sprelllifandi eru slæðusporðar úr dýralandi. ég man samt eftir að hafa séð mjög skítug búr þar og dauða fiska. ég spurði einhverntíman hvort að "þessi væri til sölu" sem var lík á botninum, afgreiðsludömunni fannst þetta ekkert fyndið en lét sér ekki detta í hug að veiða hann upp. ég kom síðast þar inn fyrir síðustu jól og þá var allt mjög snyrtilegt og fínt en engir fiskar sem mig hefði langað í.
Ég hef keypt slatta af börbum hjá Dýralandi og allir verið í fínu lagi,GUðjónB. wrote:já svo kemur maðu og spyr hvort það sé í lagi með öll búrin, þau svara játandi svo kemur maður 2 dögum seinna og þá er sporðáta á háu stigi í nokkrum búrum. svo eru bara fáir sem hafa reynslu og allt eitthvað þannig
einnig held ég að ég hafi séð einhverja veiki í öllum helstu fiskabúðum...
En annars finnst mér þeir í dýragarðinum hafa verið góðir, topp þjónusta einsog ragz segir
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Allavega hef ég bara fengið góða fiska í Dýralandi og finnst skemmtilegt hvað þau eru oft með alveg ágætt úrval af litlum börbum og þessháttar sem sjást oft ekki í öðrum dýrabúðum sem oft eru bara með tetrur (eða svona mestmegnis) allavega hef ég keypt fiska þar og allir lifandi nema einn og þetta eru um 12 fiskar eða fleiri. Svo skemma verðin ekki fyrir en þau eru oft mun minni en í öðrum búðum á sömu fiskum og hef ég ekki lent í að þeir séu með sjúkdóma eða séu að bera þá með sér þaðan
En ég versla oftast við Dýragarðinn þar sem mér líkar þjónustan og oft fínt úrval af plöntum og fiskum þegar koma sendingar vinsæl búð og besta er fljótt að fara hehe
En ég versla oftast við Dýragarðinn þar sem mér líkar þjónustan og oft fínt úrval af plöntum og fiskum þegar koma sendingar vinsæl búð og besta er fljótt að fara hehe
200L Green terror búr
a) Fiskabúrin í Dýralandi hafa ekki sírennsli eins og búrin í Dýragarðinum, Dýraríkinu og Fiskó. Starfsfólkið þar þarf að gera allt handvirkt.
b) Það er erfitt að losna við brúskþörung og hefur nákvæmlega ekkert að gera með óþrifnað starfsfólks.
c) Það heyrir til undantekninga að seldir séu fiskar úr sýktum búrum. Fólk verður að athuga það að því fylgir ávallt áhætta að flytja fiska á milli staða og það þarf alls ekki að þíða að neitt hafi verið að búrum í búðinni þótt fiskar drepist þegar í heimabúrið er komið.
d) Það er ekki hægt að bera saman kunnáttu starfsfólks í Dýralandi og strákanna í Fiskó eða Dýragarðinum, þar sem Fiskó og Dýragarðurinn sérhæfa sig í fiskum og Dýraland er meira með vörur fyrir hin dýrin. Starfsfólk Dýralands er mjög duglegt að svara öllum spurningum, og ef það veit ekki svörin, þá er venjulega reynt að finna svör.
e) Það að búrin séu hálfundirlögð af dauðum fiskum er ekki rétt. Það er farinn " dauðagangur" á hverjum morgni. Alltaf getur komið fyrir að fólki yfirsést eitthvað.
f) Ástæðan fyrir því að Dýraland selur ekki margar sikliður og fleiri svoleiðis fiska er sú að það hefur verið reynt, en fólk fer í hinar búðirnar t.d Dýraríkið og Fiskó til að kaupa þær. Dýraland er meira með fiska fyrir hinn almenna fiskaáhugamann, ekki þá sem eru mjög sjóaðir í þessu.
b) Það er erfitt að losna við brúskþörung og hefur nákvæmlega ekkert að gera með óþrifnað starfsfólks.
c) Það heyrir til undantekninga að seldir séu fiskar úr sýktum búrum. Fólk verður að athuga það að því fylgir ávallt áhætta að flytja fiska á milli staða og það þarf alls ekki að þíða að neitt hafi verið að búrum í búðinni þótt fiskar drepist þegar í heimabúrið er komið.
d) Það er ekki hægt að bera saman kunnáttu starfsfólks í Dýralandi og strákanna í Fiskó eða Dýragarðinum, þar sem Fiskó og Dýragarðurinn sérhæfa sig í fiskum og Dýraland er meira með vörur fyrir hin dýrin. Starfsfólk Dýralands er mjög duglegt að svara öllum spurningum, og ef það veit ekki svörin, þá er venjulega reynt að finna svör.
e) Það að búrin séu hálfundirlögð af dauðum fiskum er ekki rétt. Það er farinn " dauðagangur" á hverjum morgni. Alltaf getur komið fyrir að fólki yfirsést eitthvað.
f) Ástæðan fyrir því að Dýraland selur ekki margar sikliður og fleiri svoleiðis fiska er sú að það hefur verið reynt, en fólk fer í hinar búðirnar t.d Dýraríkið og Fiskó til að kaupa þær. Dýraland er meira með fiska fyrir hinn almenna fiskaáhugamann, ekki þá sem eru mjög sjóaðir í þessu.
Ég er alveg sammála þessu og ég þekki fólk sem að vinnur í dýralandi og er tiltölulega ánægður með þá búð yfirhöfuð.tristan wrote:a) Fiskabúrin í Dýralandi hafa ekki sírennsli eins og búrin í Dýragarðinum, Dýraríkinu og Fiskó. Starfsfólkið þar þarf að gera allt handvirkt.
b) Það er erfitt að losna við brúskþörung og hefur nákvæmlega ekkert að gera með óþrifnað starfsfólks.
c) Það heyrir til undantekninga að seldir séu fiskar úr sýktum búrum. Fólk verður að athuga það að því fylgir ávallt áhætta að flytja fiska á milli staða og það þarf alls ekki að þíða að neitt hafi verið að búrum í búðinni þótt fiskar drepist þegar í heimabúrið er komið.
d) Það er ekki hægt að bera saman kunnáttu starfsfólks í Dýralandi og strákanna í Fiskó eða Dýragarðinum, þar sem Fiskó og Dýragarðurinn sérhæfa sig í fiskum og Dýraland er meira með vörur fyrir hin dýrin. Starfsfólk Dýralands er mjög duglegt að svara öllum spurningum, og ef það veit ekki svörin, þá er venjulega reynt að finna svör.
e) Það að búrin séu hálfundirlögð af dauðum fiskum er ekki rétt. Það er farinn " dauðagangur" á hverjum morgni. Alltaf getur komið fyrir að fólki yfirsést eitthvað.
f) Ástæðan fyrir því að Dýraland selur ekki margar sikliður og fleiri svoleiðis fiska er sú að það hefur verið reynt, en fólk fer í hinar búðirnar t.d Dýraríkið og Fiskó til að kaupa þær. Dýraland er meira með fiska fyrir hinn almenna fiskaáhugamann, ekki þá sem eru mjög sjóaðir í þessu.
En það er nú bara staðreynd að fiskabúrin í dýralandi eru því miður ekki of traustvekjandi, eins og með brúskþörunginn, þó að hann sé ekki hættulegur.
En eins og þú segir og hefur verið sagt hér áður þá er þetta ekki staðurinn til að kaupa síkliður.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
ekki að ég hafi neitt á móti Dýralandi, verslaði síðast þar fyrir nokkrum dögum en þessi staðfesting fannst mér samt full ákveðintristan wrote:e) Það að búrin séu hálfundirlögð af dauðum fiskum er ekki rétt. Það er farinn " dauðagangur" á hverjum morgni. Alltaf getur komið fyrir að fólki yfirsést eitthvað.
ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar komið inn í Dýraland til að skoða og séð búr hálfundirlögð af dauðum fiskum. Taldi að gamni fjöldann í einu búri og hætti að telja eftir 20... ástæðan er líklega það starfsfólk Dýralands sem sýnir fiskum engan áhuga og sleppa/gleyma þessum "dauðagangi".
Annars finnst mer líka leiðinlegt þegar það er búið að stafla vörum fyrir framan fiskabúrin, eins ómerkileg og þau eru í augum þeirra starfsmanna sem gera það.
Bara svona smá (uppbyggileg) gagnrýni fyrst að starfsmenn verslananna eru hér að ræða málin.
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Líta á fiskana einhvern tima seinna? t.d þegar að eru engir kúnnar í búðinni, að tjékka á fiskunum, tekur eina mínutu.
Annars er Dýraland mjög skemmtileg búð, mikið úrval af fóðri og dóti fyrir hunda, ketti og fugla. Það er kannski ekki lögð eins mikil áhersla á fiskana en það er ekki allt starfsfólk sérhæft í fiskum, þó að það vinnur í gældýrabúð
Annars er Dýraland mjög skemmtileg búð, mikið úrval af fóðri og dóti fyrir hunda, ketti og fugla. Það er kannski ekki lögð eins mikil áhersla á fiskana en það er ekki allt starfsfólk sérhæft í fiskum, þó að það vinnur í gældýrabúð
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Ég kem ótrúlega sjaldan í þessar verslanir því mér finnst þær ekki sjarmerandi en þó er góð þjónusta og almennilegar stelpur (ég meina kurteisar) bæði í Mjódd og Kringlunni.
Mér fannst frekar óhuggulegt þegar ég fór í Kringluna í haust til að skoða fiska og það voru dauðir fiskar í nánast hverju búri, 1-3. Dóttir mín fór og kallaði í stúlkuna sem kom til að sjá og hún sagði að þeir væru ekki dauðir, bara að hvíla sig.
Mér fannst frekar óhuggulegt þegar ég fór í Kringluna í haust til að skoða fiska og það voru dauðir fiskar í nánast hverju búri, 1-3. Dóttir mín fór og kallaði í stúlkuna sem kom til að sjá og hún sagði að þeir væru ekki dauðir, bara að hvíla sig.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.