Platy sem ætti að vera búin að gjóta.

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
Molly
Posts: 53
Joined: 18 Apr 2009, 23:06

Platy sem ætti að vera búin að gjóta.

Post by Molly »

Nú er platy kerlingin sem ég fékk 9. apríl ca, enn ekki farin að gjóta.

Hún er búin að vera í svolítin tíma ein í 25 lítra brúri en ekkert gerist.

Þannig að annað hvort er hún bara feit eða ætlar ekki að gjóta þarna, þar sem það áttu nú að vera ca 4 dagar þar til hún myndi gjóta þegar ég fékk hana. ( En auðvita kannski ekki hægt að segja 100% um tímann)

Nú fékk ég mér plast gotgróður, setti helminginn ofan í 25 lítra búrið og hitt í 54 lítra búrið.

Það sem ég er að gæla við, er hvort að ég eigi bara að flytja hana yfir til hinna aftur, er hún kanski bara að halda í sér af því að hún vil vera með hinum?

Eða er eitthvað ráð að skella einni Platty kerlingu til hennar eða karlinum?


Gulli Gullfiskur dó og ég var að gefa lyf í stórabúrið, þannig að eftir ca 1-2 daga núna á ég að gera góð vatnskipti og það sér ekkert á hinum fiskunum, þannig að ég vil allavega ekki flytja hana fyrr en ég er búin að gera þessi vatnskipti.

Hvað segið þið?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hún er bara stressuð og heldur í sér.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Molly
Posts: 53
Joined: 18 Apr 2009, 23:06

Post by Molly »

Síkliðan wrote:Hún er bara stressuð og heldur í sér.
Já ok bjóst svo sem við því, vildi bara fá svona pró svör. :)

Er að gera tilraun núna og skellti bara svörtum poka á hliðarnar á búrinu og slökkti ljósið og ætla að sjá hvernig verður eftir að hafa haft þetta svona í 2-3 daga, þó ég muni að sjálfsögðu gefa henni að borða hehe. :)
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

2-3 dagar er allt í lagi án matar
Molly
Posts: 53
Joined: 18 Apr 2009, 23:06

Post by Molly »

EiríkurArnar wrote:2-3 dagar er allt í lagi án matar
Nú ok, vissi það ekki.

En mig munar nú ekkert um að gefa henni líka, þannig að er það ekki betra?
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég er enginn pro en þetta var sagt við mig hérna áður.
ég hef mínar kerlingar alltaf í gotbúrum og þær eru duglegar að gjóta þar. hún er náttúrulega ein þannig að aðrir fiskar eru ekkert að trufla hana eins og hjá mér.

En það er allt í góðu að gefa þeim ekki að borða. Stækka bara hægar.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Efast um að þær stækki eitthvað á þessum 2-3 dögum sem þær eru í gotbúrinu. :)

En það er góð regla að ef þær eru eitthvað stressaðar, að láta þær alveg vera og leyfa þeim að vera í friði þangað til þær eru búnar að gjóta og svo gefa þeim (og seiðunum) orkumikinn mat, eftir got. T.d Artemíu og annað fínmulið fóður.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Molly
Posts: 53
Joined: 18 Apr 2009, 23:06

Post by Molly »

Lindared wrote:Efast um að þær stækki eitthvað á þessum 2-3 dögum sem þær eru í gotbúrinu. :)

En það er góð regla að ef þær eru eitthvað stressaðar, að láta þær alveg vera og leyfa þeim að vera í friði þangað til þær eru búnar að gjóta og svo gefa þeim (og seiðunum) orkumikinn mat, eftir got. T.d Artemíu og annað fínmulið fóður.
Já ok, ég keypti eitthvað gott fóður að mér skilst fyrir seiðinn og hún fær þá þannig með þeim, ef hún gýtur eitthvað. Mér finnst þetta bara vera orðin svo langur tími og get ekki alveg fest á það hendur af hverju hún ætti að vera stressuð og halda í sér.
En ef ekkert gerist núna á þessum dögum, er þá ekki bara ráðlegt að setja hana aftur til hinna?
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.
Post Reply