Dagur á fæðingarvaktinni

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
FrikkiM
Posts: 21
Joined: 07 Apr 2009, 02:55

Dagur á fæðingarvaktinni

Post by FrikkiM »

Sæl og blessuð.

:D Okkur hjúunum langaði að deila með ykkur fyrstu fæðingunni hjá okkur en við erum með tvö 60L búr, annað sem fullorðnu fiskarnir eru í (4 platy, 9 gúbbý og 3 brúsknefja + 2 snigla) en hitt notum við undir seiðin og pörun.
Við höfum aldrei staðið í þessu og erum nýliðar á þessu sviði en höfum reynt að kynna okkur þetta eftir fremsta megni. Við höfum reyndar einu sinni fengið got án þess að vita af því (silly us :? ). Fundum eitt seiði í búrinu sem þá var orðið tæplega viku gamalt og okkur tókst að bjarga því og er seiðið núna orðið stórglæsilegur kvengúbbý 8)

En þá að gotinu...
Tvær af gúbbýkerlingunum (sem eru reyndar 5 í heildina) voru komnar á tíma svo við ákváðum að fjárfesta í öðru gotbúri sem reyndist góð ákvörðun þar sem raufanar á hinu voru of grannar fyrir seiðin þegar öllu var á botninn hvolft.

Svo við ákváðum að skella kerlingunum í gotbúr en eitthvað virtust þær vilja láta bíða á eftir sér svo við brugðum á það ráð að setja þær upp í skáp í könnunni góðu. Tveir dagar liðu og ekkert bólaði á neinum seiðum. Ákváðum við að setja þær aftur í búrið og hækka hitann örlítið í því.

Við vorum ekki fyrr búin að taka lokið af könnunni en að fyrstu seiðin létu kræla á sér. Við vippuðum kerlunum yfir í gotbúrið og hófum að veiða hvert seiði uppúr fyrir sig (Þar sem ristin er ónothæf er búrið bara eitt stórt rými og enginn "save-spot" fyrir seiðin þar af leiðandi).

Það gekk alveg brillijant eins og Vala Matt hefði sjálf komist að orði. Veiddum 32 stk úr annarri kerlingunni, eitt slapp út í búrið en veiddist svo á endanum. Í dag (daginn eftir) tókum við svo eftir 2 í viðbót í búrinu sem hafa greinilega ekki verið alveg tilbúnir í gærkvöldi. Merkilegt nokk virðist sem öll seiðin sem kerlingin fæddi vera stálhress og í fínu formi. Borða vel og eru öll á iði og leika sér.

Núna hins vegar var fyrsta seiðið að koma undan hinni kerlingunni. Vonandi gengur það jafnvel og með vinkonu hennar sem skilaði okkur í það heila 35 stykkjum. Hún er búin að unga út 3 stykkjum en hún er jafnvel stærri en hin var fyrir got. Verður fróðlegt að sjá hvernig til gengur með þetta got og hvernig gengur að halda þeim á lífi en eins og er er tala látinna 0 og það lítur út fyrir það að kerlingarnar séu of góðu vanar til að éta seiðin, þau vilja bara hágæðamat frá Tetra. :)

Við ætlum að reyna að skella inn nokkrum myndum í kvöld, bæði af búrunum og svo framleiðslunni :D

Við skruppum svo eftir þessa vakt okkar yfir gotbúrunum í gær til Andra pogo og keyptum svoldið af flotgróðri o.fl. fyrir seiðin sem virðast hæst ánægð. Eins og er vitum við ekki hvernig seiðin koma til með að líta út þar sem við keyptum kerlurnar þungaðar, af Varginum.

*Við erum svo búin að ákveða hvaða karl fær næst að "leika" sér með þessum tveimur kerlingum, þar sem við erum með 4 mjög mismunandi gúbbýkarla. Einn er dimmblár með stórglæsilegan sporð og liturinn nær nánast yfir allan líkamann. Annar er silfursleginn á maganum með einskonar tígrissporð og efri ugga en hann er næstur í framleiðsluröðinni á undan þessum bláa. (En báðir þessir fengust úr Dýragarðinum þar sem við erum orðnir fastagestir :D )
Svo er þriðji blóðappelsínu rauður og hvítur á maganum en sá síðasti er silfraður með gulum sporð.
Hreint útsagt stórglæsilegir fiskar þó ég segi sjálfur frá. :D

Hérna eru svo myndir

uppeldis búrið :)
Image
Gamlingja búrið
Image
tígrissporður
Image
litlu krílin okkar :)
Image

Friðrik og Helga :) :D
Last edited by FrikkiM on 23 Apr 2009, 00:25, edited 1 time in total.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Ég myndi ekki búast við því að þó að þið mynduð para saman annan gubby karl, þá kæmu ekki seiði undan honum. Gubby kerlingar geyma í sér sæði í alltað 6 mánuði og geta eignast seiði alltað 4-6 sinnum eftir einn karl. :) En þær voru vafalaust paraðar saman við góðan gubby karl hjá Varginum, þannig að þið fáið örugglega flott seiði :)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
FrikkiM
Posts: 21
Joined: 07 Apr 2009, 02:55

Post by FrikkiM »

Já við reyndar vitum það en þau verða bara pöruð saman þar til við fáum undan honum :D erum líka með kerlu sem aldrei hefur verið við karlmann kennd ;) ætlum að setja þau saman líka :) og jú aðvita vitum við að ef það kemur frá Varginum þá er "gott í'essu" :D

btw seinni kerlingin er búin að unga út 48 stykkjum :)

Já svo erum við mikið að velta því fyrir okkur hvaða glæru kúlur þetta eru sem fylgja gotinu? Kom ein með fyrri en tvær komnar með þessari? Litlar, gul-glærar kúlur á stærð við títuprjónshaus. Vitiði hvað það er?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

mér skilst að grænu kúlurnar séu óþroskuð seiði.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ég fékk þær upplýsingar þegar ein af mínum gaut 3 seiðum og u.þ.b. 30-40 sona glærum kúlum að kúlurnar væru "óþroskuð seiði"

alltaf gaman að fá seiði og fygljast með þeim stækka og hvaða litaafbrigði maður fær :)
Ekkert - retired
User avatar
FrikkiM
Posts: 21
Joined: 07 Apr 2009, 02:55

Post by FrikkiM »

kerlingin er nú loksins búin (held ég) en við sitjum uppi með ein 82 seiði. Hefðum verið með 83 en slysin gera ekki boð á undan sér og :cry: geta hent hvern sem er :/

Við erum þó ánægð þeð það enda vorum við ekki að búast við nema 20-30 stykkjum en nú er bara að bíða og sjá hversu vel tekst að halda þeim öllum syndandi :)
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ágætt :) gaman að þessu :) er sjálfur með u.þ.b. 30 gubby fiska flestir hverjir fullvaxta og eru þeir allir gotnir hjá mér ("foreldrar dánir)
svo erum við með kribba par með 30 seiði og ca 30 sverðdragara seiði :) veit ekki hvað það er en það er einhvað við það að fá seiði og sjá þau vaxa sem er að mínu mati svo skemtilegt :) sama hvort það sé gubby, síkliður eða sugur eða whatever :)
Ekkert - retired
User avatar
FrikkiM
Posts: 21
Joined: 07 Apr 2009, 02:55

Post by FrikkiM »

Við erum núna búin að snúa þessu örlítið við. Seiðin eru öll komin með ancistrunum í búr og allir fullorðnu fiskarnir eru komnir á Öldungadeildina með flotbúrunum :D Við lentum reyndar í því að missa bæði tígris gúbbýinn og eina kerlinguna en fengum reyndar fleiri seiði nokkrum dögum seinna.

Núna eru seiðin fyrst byrjuð að sýna eitthvern lit af ráði og virðist sem karlarnir séu bláir, amk er sterkur ljósblár litur sem við hjúin höfum tekið eftir. Bíðum enn spennt eftir framhaldinu :D

En eins og ég sagði þá bættist enn við og eru seiðin yfir 90 talsins núna... eiginlega misstum töluna á þeim núna eftir fluttningana. Seiðin virðast una sér mjög vel í nýja búrinu og eiga það nú til að stríða stóra brúsknum örlítið :D


Var líka að "smíða" helli fyrir botnsugurnar mínar, kem með myndir af honum sem fyrst. Hellinn gerði ég úr flísum, 3 þríhyrningslagaðar flísar, kantskornar í 45° með smá opi á einni hlið.
Verður spennandi að sjá hvort stóri brúsknefurinn okkar, hann Rambo, vilji nú flytja úr trjábolnum í píramídann :D Ég á reyndar enn eftir að festa hann við botnplötuna en ég stefni á að gera það á morgun eftir ferð í Húsasmiðjuna.
54L Juwel (4 gubby, 2 neon 5 keilu rasborur og 3 ancistrur)
60L ( 3 endlerar og 2 ancistrur )
Post Reply