Sniglar!!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Sniglar!!

Post by strawberrytatoo »

Í morgun var ég að laga aðeins til þessar 2 plöntur sem ég er með í búrinu, og var að sjá núna að það er komnir tveir snglar í búrið!! Annar stærri, en hinn pínulítill. Ojj.

Er þetta ekki algjör plága? Þarf ég að losa mig við plönturnar?
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Já og annað, ég er með 2 gúbbý kerlingar (nýtt búr sem ég er með) getur þetta verið hættulegt fyrir þær?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Sniglarnir gera fiskunum ekki neitt og það skiptir engu máli hvort þú myndir losa þig við plönturnar, sniglarnir eru komnir í búrið og fara ekkert :P, en þeir gætu skemmt plönturnar samt eitthvað. Hægt að setja gúrkubita og hafa yfir nótt og fjarlæga hana svo um morguninn ásamt öllum sniglunum sem eru á bitanum (gera þetta mörgum sinnum þangað til að allir eru farnir, fjölga sér hratt samt). Hægt að fá sér bótíur í búrið og láta þær stúta þeim :), svo er hægt að gera eins og sumir hafa gert eða sjóða allt í búrinu og svoleiðis vesen :P allavega myndi ég prófa allt áður en ég færi í svoleiðis aðgerðir.
200L Green terror búr
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ef þeir eru bara tveir þá er lang best að kremja þá bara áður en þeir verða að plágu, gæti verið heppin að þeir séu bara einu sem komu með.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

éta pleggar snigla?
60l guppy
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

En snigla eitur? Gætir það drepið fiskana?

Annars er ég nú frekar til í að losna við sniglana í eitt skipti fyrir öll og kaupa mér nýja fiska, fyrst ég á bara 2.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

strawberrytatoo wrote:En snigla eitur? Gætir það drepið fiskana?

Annars er ég nú frekar til í að losna við sniglana í eitt skipti fyrir öll og kaupa mér nýja fiska, fyrst ég á bara 2.
held nú að allt "eitur" geti nú bara drepið allt í búrinu hjá þér :? Kremdu bara sniglana, þetta eru ekkert ógeðsleg dýr, bara sniglar. Eða færð þér litla bótíu ef þú vilt ekki koma við sniglana.
Það koma í flest öllum tilvikum sniglar með gróðri.

Og Lucas: Nei pleggar éta ekki snigla.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hvað er búrið stórt, margir gera þau mistök að kaupa sér stóra bótíu eins og trúðbótíu. Ég gerði þennan fail þegar ég var að byrja í fiskum og endaði með 10cm bótíu í 96L búri eftir 5 ár.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ef þú sérð 2 snigla þá eru örugglega 10 sem þú sérð ekki. þú getur geymt þessa fiska í fötu og hreinsað búrið, þ.e. soðið sandinn og skolað allt vel með sjóðandi heitu vatni eða klórvatni. plönturnar þola ekki svona meðferð og egginn frá sniglunum geta verið á þeim. þú getur reynt að skola plönturnar og ræturnar vel, getur jafnvel skolað þær úr saltvatni eða klórvatni, það fer illa með plönturnar annað hvort jafna þær sig eða drepast. ef þú getur ekki hugsað þér að fá snigla í búrið þá er vonlaust að kaupa lifandi plöntur, sniglarnir fylgja alltaf með.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

gudrungd wrote:ef þú getur ekki hugsað þér að fá snigla í búrið þá er vonlaust að kaupa lifandi plöntur, sniglarnir fylgja alltaf með.
tja, það hefur ekki komið einn einasti snigill í stóra búrið hjá mér síðan ég fékk það fyrir 2 árum og hef bara einu sinni fengið snigla í búr hjá mér en þá fékk ég að vita það fyrirfram að það væru sniglar í gróðrinum sem ég henti þangað. Annars hef ég alltaf sloppið við þá.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þú ert greinilega mjög heppinn! :D ég var reyndar sniglalaus lengi, það er soldið misjaft hversu undirlögð búrin eru í búðunum, svo þegar þetta kemst í búrið hjá manni þá er það bara þannig!
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

sniglar.. hvað fynst fólki svona ógeðslegt við þá?

hvaða rugl er þetta með að sjóða allt og læti til að losan við þá?

bara kremja þá sem þú serð og fiskarnir borða þá þegar þú ert búin/nn að kremja þá. eða já fá þér sniglaætu eins og botiu. þetta er ekkert vandamál :) getur meirasegja fengið þér sniglaætusnigil :)
Ekkert - retired
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

það éta ekki allir fiskar kramda snigla en sumir gera það, ramshorn sniglarnir skemma gróðurinn, gera göt í blöðin sem síðan visna upp. þegar allt er síðan orðið löðrandi þá dugir ekkert þó þú kremjir 20-30 snigla á dag! (trúðu mér, búin að prófa!) ég prófaði pakistanabótíu, hún var orðin vel pattaraleg af diskusafóðrinu, nú er ég að prófa sniglaætusniglana, það gerist ekkert hratt en ég bíð róleg.
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Verð að viðurkenna það að mér fynnst þetta bara algjör viðbjóður, sérstaklega ef þetta fjölgar sér svona. *hrollur*

Og étur bótía þetta allt? Allavegana allt sem sést?
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ég geri mér fulla grein fyrir því að sniglar geta skemt gróður. en ég myndi samt aldrei nenna að standa í því að sjóða allt dreslið til þess að losna við snigla hehe.
Ekkert - retired
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ef að strawberrytattoo vill losna við sniglana og biður um aðstoð við það þá er það alveg sjálfsagt.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

strawberrytatoo wrote:Verð að viðurkenna það að mér fynnst þetta bara algjör viðbjóður, sérstaklega ef þetta fjölgar sér svona. *hrollur*

Og étur bótía þetta allt? Allavegana allt sem sést?
Jább losnaði við snigla í 180L búrinu mínu með því að kaupa mér yoyo bótíur :) keypti mér 2 og sniglarnir voru farnir eftir svona mánuð, sem sé þannig að þeir koma ekki aftur.
Hérna er mynd af svoleiðis
http://www.aquariumlife.net/profile-ima ... -loach.jpg

Verða ekki stórar og bestar saman í hóp, synda um voða kátar þá :) líka betra að hafa fleiri en færri til að losna við svona fyrr.
Alveg ótrúlegt hvað svona getur leynst, hélt ég væri laus við snigla í 60L búrinu en þegar óskararnir og convictarnir (Sem voru þar í smá tíma) voru farnir úr búrinu og bara komnar nokkrar rækjur þá urðu sniglarnir aftur sýnilegir :S sem sé fiskarnir héldu þessu aðeins niðri (voru svo stórir fiskar :P).
200L Green terror búr
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Ok, takk fyrir þetta Sirius Black :)

Fæst þessir fiskar í fiskó?

Ætla drífa mig á morgun eða laugardaginn og kaupa mér allavegana 2, vonandi ná þær að taka þetta allt, fyrst þetta er svona nýtt búr.

Er búin að vera með gróðurinn í búrinu í viku, og sá þá fyrst í dag. Þannig vonandi er þetta eitthvað sem þessir fiskar kippa í liðinn fljótt :)
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Kannski fást þeir í fiskó bara að gá annars sá ég fullt af þeim í dýraríkinu seinast sem að ég var það fyrir um 3 vikum
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

ég las hérna í einhverjum þræði að einhver setti gúrkubita í skál og setti svo ofan í búrið á kvöldin og tók svo skálina uppúr á morgnanna.
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Get ég haft svpna bótíu í 54L búri?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, þú kaupir þér bara litla og selur hana svo þegar hún verður of stór.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply