Platy og Molly?
Platy og Molly?
Nú er ég með 2 svarta molly karl og kerlingu, platy, ásamt fiskum sem þrífa botninn og svo 2 Gull Barbar.
Nú eru 2 af 4 platy dauðir, 1 platy kerlingin var í sér búri þar sem hún á að vera búin að gjóta, en jæja gerir það ekki einhverra hluta vegna.
En segið mér, getur molly verið ágengur við platy og hreinlega valdið dauða þeirra, sá samt ekkert á platy, en ég tók ekki sénsinn með þann síðasta í stóra búrinu og færði hann bara til óléttu platy, þar sem dóttir mín var alveg viss um að molly væri að vera leiðinlegir við platy sem var eftir.
Er eitthvað til í því?
Nú eru 2 af 4 platy dauðir, 1 platy kerlingin var í sér búri þar sem hún á að vera búin að gjóta, en jæja gerir það ekki einhverra hluta vegna.
En segið mér, getur molly verið ágengur við platy og hreinlega valdið dauða þeirra, sá samt ekkert á platy, en ég tók ekki sénsinn með þann síðasta í stóra búrinu og færði hann bara til óléttu platy, þar sem dóttir mín var alveg viss um að molly væri að vera leiðinlegir við platy sem var eftir.
Er eitthvað til í því?
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.
Ég verð ekki vör við að Gull barbarinn geri neitt, bara voða ljúfir og góðir.Síkliðan wrote:Ég hef enga reynslu af Mollý en þeir gera þetta víst ekki.
Ef að það er einhver fiskur að bögga, þá eru það barbarnir.
Það er eins og búrið sé hæðaskipt, botnfiskarnir neðst, gull barbar næst og svo voru molly og platy ofarlega í búrinu.
ég var nefnilega búin að heyra að þetta ætti allt að geta gengið vel á milli þessara teg og vildi bara fullvissa mig um að það væri málið.
Það hefur þá kannski bara eitthvað verið að hjá þessum 2 sem dóu.
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.
- EiríkurArnar
- Posts: 475
- Joined: 30 Nov 2008, 21:18
- Location: Garður
Ég er ekki alveg viss, hélt að ég væri með 3 kerlur og 1 karl og svo tók ég 1 kerlinguna í burtu því hún á að vera búin að gjóta.EiríkurArnar wrote:ég hef heyrt það að barbar séu soldið aggressívir...
þeir geta farið á stjá þegar að þú slekkur ljósin og ferð að sofa.
varstu með 2 platy karla og eina kerlu saman í búri ?
Svo dó karlinn og þá voru 2 eftir og svo dó ein kerlinginn, en málið er að ég held að sá sem er lifandi + ófrísku kerluna, sé karl, en samt ekki alveg viss ( en ég hélt að það væri kerling fyrst).
Svo veit ég ekki með barbarana hvort að það séu 2 kerlur eða 2 karlar eða sitthvort.
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.
Já ok, þannig að Molly gæti hafa böggað hina 2 til dauða eða?Vargur wrote:Molly geta verið hundleiðinlegir við aðra fiska, sérstaklega í litlum búrum.
En annað, er ekki skrítið að Platy kerlingin sem var ófrísk þegar ég fékk hana 9. apríl og þú hélst að það væri kannski 4 dagar í að hún myndi gjóta sé ekki enn búin?
Svo í fyrradag sá ég 1 seiði skjótast þarna um og það hefur örugglega lent í fiska munni, en hún heldur ekkert áfram að gjóta, er enn bara svaka bolla.
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.
Molly gæti hafa böggað platana og stress og annað gert útaf við þá. Í litlum búrum þá eru fiskar sem verða fyrir áreiti oft fljótir að gefast upp og virðast stundum bara missa lífsviljan og drepast. Enhver veikindi, sveiflur í vatnsgæðum í nýuppsettu búri eða aðrar ástæður gæti þó verið um að ræða í þessu tilfelli eða samspil af áreiti og öðrum ástæðum.
Platy kerlan virtist að mínu mati eiga nokkra daga í got en svoleiðis ágiskanir eru þó ekki nákvæm vísindi en ég tel ólíklegt annað en að hún hafi gotið á þessum tíma sem liðið hefur. Sumar kerlur og aðrir fiskar eru snöggar að éta seiðin og ekki vist að það sjái mikin mun á belgnum þó þær gjóti.
Ef nóg er af felustöðum í búrinu þá ættu einhver seiði að komast upp.
Platy kerlan virtist að mínu mati eiga nokkra daga í got en svoleiðis ágiskanir eru þó ekki nákvæm vísindi en ég tel ólíklegt annað en að hún hafi gotið á þessum tíma sem liðið hefur. Sumar kerlur og aðrir fiskar eru snöggar að éta seiðin og ekki vist að það sjái mikin mun á belgnum þó þær gjóti.
Ef nóg er af felustöðum í búrinu þá ættu einhver seiði að komast upp.
Já ok, hún hefur kannski gotið 1 seiði, en það var étið, hún var búin að vera ein í búri í nokkuð langan tíma, einmitt svo að hinir fiskarnir myndu ekki éta seiðin, en þetta gengur þá bara betur næst.Vargur wrote:Molly gæti hafa böggað platana og stress og annað gert útaf við þá. Í litlum búrum þá eru fiskar sem verða fyrir áreiti oft fljótir að gefast upp og virðast stundum bara missa lífsviljan og drepast. Enhver veikindi, sveiflur í vatnsgæðum í nýuppsettu búri eða aðrar ástæður gæti þó verið um að ræða í þessu tilfelli eða samspil af áreiti og öðrum ástæðum.
Platy kerlan virtist að mínu mati eiga nokkra daga í got en svoleiðis ágiskanir eru þó ekki nákvæm vísindi en ég tel ólíklegt annað en að hún hafi gotið á þessum tíma sem liðið hefur. Sumar kerlur og aðrir fiskar eru snöggar að éta seiðin og ekki vist að það sjái mikin mun á belgnum þó þær gjóti.
Ef nóg er af felustöðum í búrinu þá ættu einhver seiði að komast upp.
Mér finnst bumban á henni ekkert hafa minnkað og ég sé svona svartan blett við gotraufina eða hvað þið kallið það.
En þetta kemur bara í ljós, ég finn eitthvað út úr þessu með hana.
Ég er í vandræðum í litlu tölvunni minni að skrá mig inn hérna, þannig að það er ekkert að marka þó ég sé svona sein að svara ykkur, en ég reyni að svara um leið og ég kemst í stóru tölvuna.
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.