Plöntur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Plöntur

Post by barri »

Ég er með nokkrar plöntur í seiða búri hjá mér og þær eru nú frekar líflausasr og ljótar. Ég var að spá með CO2 er það ekki gott fyrir þær? Er hægt að setja sódavatn í búrið? hvaða áhrif hefur það á fiska?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sódavatn er basicly co2 en fer reyndar hratt úr búrinu, ég las mér eitthvað til um sódavatns sull í fiskabúrum og það er almennt ekki talið æskilegt en þó framkvæmanlegt.
Hvaða lýsing er í búrinu, er ekki bara málið að bæta hana eða fá sér gróðurperu ?
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Post by barri »

Jú eflaust er það málið mér datt þetta nú bara í hug . Það er einhver saltvatnspera í búrinu þetta var saltvatnsbúr hjá fyrri eiganda eða hálfsalt minnir mig er það ekki til? Ætla að prófa að lengja ljósatímann og sjá hvort þær braggast.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skipta út perunni hiklaust, ef þetta er gömul pera þá er hún sennilega búin að missa eiginleika sína.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Barri ég er með ráðið fyrir þig

http://fish.cecolts.com/pics/co2.html

Útbúa bara eitt svona og þá byrjar þetta að vaxa eins og það sé að launum við það

Svona voru mínar fyrir Co2 (Mynd tekin 4.3.07 22:26)
Image

Og svona eftir Co2 (sérð flöskuna þarna á myndinni, þarf ekkert að vera hliðina á búrinu, má vera hvar sem er t.d. í skáp undir búrinu) og eru búnar að stækka smá meira eftir að ég setti þær í 170L búrið mitt, myndir af því koma bráðlega (mynd tekin 16.4.07 16:59)
Image

Svo væri líka sniðugt að skipta út perinnu eins og Vargur minntist á, með nýa peru og svona Co2 á þetta eftir að vaxa hratt! hjá þér :)

Hvað ertu með stórt búr ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Post by barri »

Verð að prófa þetta, er þetta einstreymisloki á slöngunni? *Hvað er þetta sem er kallað baking yeast?
Er engin hætta á að fiskunum verði meint af þessu þ.e. að það verði of mikið CO2?
Squinchy,
þetta er 90.l búr .
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já þetta er einstreymisloki :)
baking yeast er bara bökunar ger hægt er að nota brugg ger líka en ég nota bara venjulegt bökunar ger
baking soda er matar sóti

þarft að fylgjast með fiskunum fyrsta daginn svona af og til, ef þeir eru alltaf upp við yfirborðið að gleipa loft þá er ekki næginlegt af súrefni í vatninu og ættir þá að minka magnið af Co2, en ég var með 2 flöskur (2L + 1L) í 54L búrinu mínu á fullu og það var góðu lagi með lífið í því búri :)

Ertu með lok á búrinu ?

Endilega setja inn mynd af búrinu ef þú getur :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Post by barri »

Já það er lok á því og ein pera .Smelli mynd af því við tækifæri hér inn
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ég er með nokkrar plöntur í seiða búri hjá mér og þær eru nú frekar líflausasr og ljótar. Ég var að spá með CO2 er það ekki gott fyrir þær? Er hægt að setja sódavatn í búrið? hvaða áhrif hefur það á fiska?
Menn hafa minnst á CO2 gjöf hér og plöntur hafa gott af því. Ég myndi nú samt fyrst spá í annað. Gefurðu einhvern áburð? Hefurðu sett áburð eða bætiefni í sandinn/mölina í botninum. Plöntur þurfa m.a. járn og fosfat og það er ólíklegt að það sé í nægilegu magni nema það sé gefið.

Fáðu þér áburð. Flestir virðast mæla með langtímaáburði í formi taflna sem eru settar í mölina. Flestar plöntur taka nefninlega þessi snefilefni upp í gegnum ræturnar en ekki úr vatninu. Farðu í dýrabúð og findu þér eitthvað gott. Ég hef séð Tetra InitialSticks m.a. sem eru til að gera lífvana möl hæfa fyrir gróður svo og Tetra Crypto sem er hugsað sem bætiefni til að gefa reglulega. Plöntuframleiðandinn Tropica er með áhugaverða línu af bætiefnum og áburði (http://www.tropica.com/article_fullscre ... ews&id=679) en það virðist enginn flytja þetta inn hér á landi þótt plöntur frá þeim sjáist á einstaka stað t.d. Dýraríkinu. Ég skora á einhverja verslun að kíkja á þetta.

Aðrir hafa minnst á lýsingu og ég tek undir það. Plöntur þurfa ljós annarsvegar úr rauða enda litrófsins og hins vegar bláa enda. Þær endurkasta grænu ljósi (eins skrítið og það nú er því það er mest af því í sólarljósi).

Ég er með nokkrar plöntur í mínu búri sem spretta vel án CO2 gjafar. Hygrophilia polysperma, valinsneria americana, Limnophilia sessilflora og eitthvað meira. Sumar plöntur eru mjög frekar á aðstæður, ljósmagn CO2 osfr en aðrar eins og þessar sem ég taldi upp auðveldar.
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Post by barri »

Ég fór einmitt í dýrabúð á Selfossi í gær og ætlaði kaupa áburð eða gróðurnæringu en það var ekki til í annari búðinni og í hinni vissi sú sem var að afgreiða ekki neitt um málið þannig að þetta verður að bíða fram yfir helgi reikna með að fá mér gróðurperu í leiðinni og kannski maður skoði hvað er í plöntusendingunni hjá fiskabúr.is. Er annars búinn að útbúa mér svona brugg en finnst þetta bubbla frekar lítið á kannski ekki að vera mjög mikið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bruggið byrjar yfirleitt ekki að bubbla strax, hiti hjálpar, 25° ættu að koma þessu í gang.
barri
Posts: 91
Joined: 07 Jan 2007, 15:10
Location: Þorlákshöfn

Post by barri »

Ég útbjó þetta í gærkveldi , eftir svona 2 tíma þá fannst mér þetta vera að lifna við en svo minnkaði þetta aftur og nú svona rétt sér maður að það komi loftbólur úr steininum
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég er með svona Co2 , frá Nutrafin, sem er með gerjandi efnum i.
Það þarf bara rétt að koma ein og ein bola, þá dugar það alveg.
Það er otrulegt hvað litill magn gerur munnurinn.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

reikna með að fá mér gróðurperu í leiðinni
Athugaðu ef það er eina peran sem þú verður með að gróðurpera er líklega mjög rauðleit. Litir fiskanna verða ekki sérlega fallegir með gróðurperu eina og sér. En ef plöntur í búrinu eru það sem þú sækist sérstaklega eftir er það kannski bara allt í lagi.

Ný "almenn" pera ætti að vera í fínu lagi. Hvað ertu með mörg wött í lýsingunni og hvað er það að dreifast á marga lítra?

Athugaðu líka að það margborgar sig að hafa speglandi flöt fyrir ofan peruna. Það allt að tvöfaldar ljósmagnið sem nær ofan í vatnið. Annars myndi helmingur ljóssins bara fara "upp í loftið". Þú getur notað spegilgler eða keypt sérstaka spegilkúpla sem smellast á flúrperur. Slíkt fæst amk frá Juwel.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það tekur alveg minnstalagi 2 tíma fyrir gerlana að taka við sér og fara að framleiða Co2 þannig að þetta ætti að vera góðri leið hjá þér núna :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply