Gúbbý að láta sig hverfa?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Gúbbý að láta sig hverfa?

Post by strawberrytatoo »

Jæja setti upp búr fyrir rúmlega viku síðan, og síðustu helgi byrjaði ég á að fá mér tvær gúbbý kerlingar. Þær voru byrjaðar að fýla sig vel í búrinu, og svo í dag fór ég og keypti mér bótíu, þar sem ég fékk snigla úr gróðrinum sem ég keypti.

Bótían fór strax útí horn greyjið, og svo tók ég eftir því að annan gúbbý fiskinn vantaði, og hefur hún ekki sést núna í nokkra tíma. Hin er ekkert mikið að kippa sér upp við nýja búrfélagann.

Hef ég núna leitað í búrinu, og þessi gúbbý er bara horfin með húði og hár. Er nokkur hætta á því að gúbbý kerlingin hafi verið étin? Ég sé nú engar leifar neinsstaðar...eru þeir nokkuð í því að gúbbý séu að grafa sig niðrí mölina?

Eina sem mér dettur í hug er að kötturinn hafi með ótrúlegri færni smeygt löppinni inní í þetta pínulitla bil sem er á lokinu, og náð að veiða sér í matinn?
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

hvað ertu með í búirnu??

það getur vel verið að hún hafi bara drepist og verið étin á stuttum tíma.
er að fikta mig áfram;)
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Ég er með tvær plöntur, sem þeir hafa verið að fela sig í, og svo eitt lítið skraut dót.

Hef bara verið með þetta búr í viku, þannig ég hef verið með þessar 2 gúbbý kerlingar, og svo fékk ég eina bótíu í dag.

Getur gúbbý borðað heilan fisk sem var jafn stór og hún?
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

er búrið vel lokað? gæti hafa hoppað uppúr
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Þetta er 54L Jewel búr, með lokinu sem fylgjir er vel á. Við gáðum nú reyndar fyrir aftan búrið, en enginn fiskur þar.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

kannski fastur undir dæluni :?
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Eins og ég sagði, þá leitaði ég hátt og lagt, og þám undir dælunni, enginn fiskur þar.


Fynnst hálf grunsamlegt að hann hafi dáið, hann var alveg sprækur í morgunn, rétt eins og hinn sem syndir útúm allt.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Ef að hann er ekki í búrinu þá er hann dáin en kannski inní dæluni veit sammt ekki hvernig hann ætti að komast þangað :P
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Fiskar geta spriklað ótrúlega langt. Bótían hefur étið hræið, veit hinsvegar ekki hvort að hún drepi fiskinn, fer eftir tegund, ef að þetta er skunk loach/Yasuhikotakia morleti þá eru ansi miklar líkur á því að hún hafi böggað hana til dauða..
400L Ameríkusíkliður o.fl.
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Þetta er Botia Histrionica, frekar lítil. Hún kom nú bara í búrið í dag, þegar ég var að samlega henni við búrvatnið mitt sá ég nú ekki þessa gúbbý, en hélt að hún hefði bara falið sig á meðan að þetta var allt í gangi, en svo hefur hún ekki látið sjá sig. Mér fynnst svo skrýtið að hún hafi verið étin, þegar það var bara ein önnur gúbbý í búrinu, og svo þessi bótía sem hefur verið sem lengst útí horni síðan ég fékk hana.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

hefuru athugað ofaní dæluboxinu? fann gubby fisk frá mér 2 sinnum þar ofaní syndandi um hjá filterunum :þ
Ekkert - retired
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Heyrðu ég fann útúr þessu! Það fundust smá leifar af greyjinu útá gólfi, kattófétið hefur með einhverjum undraverðum hætti náð að smeygja loppunni í litla opið að aftan og veitt sér í matinn :S

Búin að tape-a fyrir það núna, þannig nú á hann ekki að geta komist neitt af þessu.
Post Reply