Ráð til að 'festa' plöntur almennilega

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Ráð til að 'festa' plöntur almennilega

Post by strawberrytatoo »

Jæja, ég vona að þið getið hjálpað mér sem smá kjánaspurningar varðandi gróður ;)

Ég keypti tvær plöntur sem ég veit nú ekki hvað heita, en ég læt fylgja mynd af búrinu. (Það er alveg nýbúið að setja vatn í, og er enn gruggugt.)

http://picasaweb.google.com/strawberryt ... 7374507634

Málið er að ég er ekki að fýla þessar plöntur, þær eru voðalega mikið að fara til hliðar, og svo um leið og ég fer eitthvað að gera í búrinu, þó það sé ekki nema setja könnu í búrið til að taka vatn út þegar ég geri vatnaskipti, og þá losnar þetta, ég hef samt reynt að festa þetta eins og ég get, set sand vel við þetta og svona.

Er orðin mjög pirruð, fékk ógeðslega snigla með þessu, svo fynnst þér þetta orðið ljótt, og vill helst henda þessu, haha.

En ætla samt að reyna að laga þetta eitthvað, reyna að festa þær betur, þó ég hélt ég hafi gert það eins og hægt er, og kannski klippa ofan af þeim?

Hvað fynnst ykkur? Einhver ráð fyrir svona kjána eins og mig? :P
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Þetta er Egeria Densa og Cabomba, þær eru seldar Rótar lausar í dýragarðinum og með sökvu á endanum, það lýða alltaf um 2 vikur þanga til það koma rætur á plönturnar, ef þú hefur tekið sökvurnar af þá skil ég afhverju þær eru alltaf að losna þar sem það eru eingar rætur til að halda þeim föstum.
Minn fiskur étur þinn fisk!
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Ok takk fyrir þetta! :)

Mér var sagt í búðinni að taka sökkvurnar af, þetta var bara smá plasthringur utan um botninn. Get ég gert eitthvað núna, sett eitthvað sjálf til að sökkva þeim?

En nær hún að skjóta rótum ef þetta er alltaf að losna?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

þetta nær að skjóta rótum á endanum, getur prófað að setja þær á stað í búrinu sem er ekki mikill straumur og extra mikinn sand í kringum þær. eina sem mér dettur í hug.
Minn fiskur étur þinn fisk!
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Og annað sem ég hef verið að spá í, ég hef heyrt að það er ekki gott að láta ljósið skína of mikið á svona ný búr eins og ég er með, útaf þörungi og öðru, en hvað þurfa þessar plöntur mikið ljós? Einhver viss klukkutímafjöldi á dag sem er gott að miðast við?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

6-10 klukkutímar er fínt.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

svo líka passa að það sólin skíni ekki á búrið, þá færðu þörungasprengju.
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Jájá það veit ég :)

Ég er að spá í hvort ég geti notað eitthvað til að halda plöntunum á sinn stað? Er einhver með góða hugmynd með það?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

taktu þær saman í knippi, svona einsog þær voru þegar þú fékkst þær fyrst og festu þær varlega saman með teygju, saman ættu þær að haldast betur niðri í mölinni en lausar.
svo er alveg hægt að föndra eitthvað, t.d. binda þær niður við lítinn gaffal eða skeið sem þú felur undir mölinni.
-Andri
695-4495

Image
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Takk fyrir þetta, ég prófa þetta. :)
Reyr
Posts: 1
Joined: 22 Mar 2009, 19:09

lausar plöntur

Post by Reyr »

Það getur verið gott að setja smá blý á endan, það var gert hérna í gamla daga. Þá haldast þær niðri á meðan þær eru að skjóta rótum.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

mig minnir að ég hafi séð svona blýlóð fyrir plöntur í fiskó.
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Takk fyrir hjálpina öll, við náðum að binda plönturnar með teyju, og þær eru að haldast betur.

Því miður þá fór nú önnur plantan illa úr þessu, var orðin tætt og svona þannig það er ekki mikið eftir af henni. Vonandi nær hún að stækka og breiða úr sér þegar hún getur verið í friði að festa rætur :)
Post Reply