Matartími, ljós og utanlandsferðir ;)

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Matartími, ljós og utanlandsferðir ;)

Post by Andri Pogo »

ég var aðeins að velta fyrir mér nokkrum hlutum og þætti gaman að heyra skoðanir annara.

hvað gefiði fiskunum ykkar oft á dag?
ég gef þeim eftir að ég kveiki ljósin á morgnana og svo aftur þegar ég slekk á kvöldin.

hvernær kveikiði og slökkviði ljósin í búrinu?
ég kveiki yfirleitt um 8 og slekk um miðnætti

hvað geriði þegar þið farið í frí?
ég er að fara til útlanda í sumar í 2 vikur og er svolítið stressaður, ég ætla að fá foreldra mina eða einhverja til að stökkva heim til mín og gefa fiskunum og músunum en ég get ekki ætlast til að þau komi á morgnana og kveiki+mata og svo aftur á kvöldin til að slökkva+mata.
Hvernig er best að hátta þessu ef þau myndu t.d. koma einu sinni á dag?

er þetta kannski ekkert til að hafa áhyggjur af?
-Andri
695-4495

Image
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ef að þau nenna að koma einusinni á dag og fóðra þá er það fínt mál, það má alveg líða lengur á milli, það þarf ekkert að spá í ljósinu, bara hafa það slökkt

Sjálfur gef ég 2-3 á dag og hef kveikt frá 16:00-00:00
Last edited by Gudjon on 26 Apr 2007, 00:03, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég kveiki yfirleitt þegar ég kem heim um kl 19 og slekk þegar ég fer að sofa, hvenær sem það er. Gef 1-3 sinnum á kvöldi en seyði og uppeldisfiskar fá að borða á morgnana og svo 2-3 á kvöldin.

Þegar að utanlandsferðinni kemur skaltu redda tímarofa fyrir ljósin og ef gömlu nenna ekki að koma daglega að fóðra þá er fínt að vera með sjálfgefara og þá þurfa þau bara að mæta einu sinni max og fylla á hann, ég mæli þó með að þú látir sjálfgefarann ganga hjá þér áður til að vera viss um að hann skammti rétt osf.
Hafðu ekki miklar áhyggjur af því að fiskarnir fái of lítið að éta, frekar hitt.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Vargur wrote:Ég kveiki yfirleitt þegar ég kem heim um kl 19 og slekk þegar ég fer að sofa, hvenær sem það er. Gef 1-3 sinnum á kvöldi en seyði og uppeldisfiskar fá að borða á morgnana og svo 2-3 á kvöldin.

Þegar að utanlandsferðinni kemur skaltu redda tímarofa fyrir ljósin og ef gömlu nenna ekki að koma daglega að fóðra þá er fínt að vera með sjálfgefara og þá þurfa þau bara að mæta einu sinni max og fylla á hann, ég mæli þó með að þú látir sjálfgefarann ganga hjá þér áður til að vera viss um að hann skammti rétt osf.
Hafðu ekki miklar áhyggjur af því að fiskarnir fái of lítið að éta, frekar hitt.
já ég var einmitt að hugsa um hvað það væri sniðugt ef það væri til græja sem myndi kveikja og slökkva reglulega, hvar er hægt að nálgast svona tímarofa og matarskammtara?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

þú ættir að fá tímarofa í flestum ljósaverslunum og jafnvel í gæludýraverslunum, held þetta kosti ekki mikið.
Annars á ég tímarofa sem ég nota aldrei og get lánað þér ef þú vilt.

Venjulega kveiki ég ljósin þegar ég kem heim á daginn, ca. á bilinu 16:30-18:00 og gef 1x á dag. Slekk þegar ég fer að sofa.
Þegar ég fer í frí hef ég fengið einhvern til að gefa kannski á 3ja daga fresti og kveiki aldrei ljósin.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Tímarofann færðu í raftækjaverslunum eða td í Rúmfatalagernum þar sem þeir eru yfirleitt ódýrari.
Matargjafarann færðu í flestum gæludýraverslunum.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þakka góð svör, ég athuga þetta betur þegar nær dregur :D

ps. bíð spenntur eftir mánaðarmótunum Vargur :!:
-Andri
695-4495

Image
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég er með timahrofu , sem ég keypti i Byko þar eru 3 tegundur til frá 500 - 1200 kr. stykki.

Ljósinn er hjá mér altaff tengd á timahrofa , virkar mjög fint.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Spurning ?

Post by pípó »

Var að spá í með svona sjálfgefara,hvernig virkar þetta ? Er nefnilega að fara erlendis í 3 vikur og var að spá í hvort hægt er að vera bara með svona á meðan ? Hvað eru þeir fyrir marga fiska ? Eru kannski nokkrar stærðir eða er það bara stillanlegt matarmagnið per dag ? Væri frábært ef maður þyrfti ekki að bögga einhvern með því að koma hingað til að fóðra gullið. :wink:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sjálfgefarinn gengur fyrir rafhlöðum og er sniðugur í svona löguðu, það eru nokkrar týpur til og best að skoða og sjá hvað maður telur henta best.
Ég mæli með að menn láti hann ganga hjá sér áður en farið er í ferðalög til að víst sé að hann virki sem skyldi. Þegar reynsla er kominn er ekkert annað en að skella sér í fríið og fá einhvern til að líta við og fylla á gefarann eftir þörfum og líta eftir öðrum búnaði.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Takk fyri svarið,er þetta ekki til í fiskabúr .is annars ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Jú, jú.
Post Reply