Stutt er síðan ég varð alveg húkt á fiskum. Í dag er dagur nr. 2 hjá bardagafiskinum mínum í nýju búri en þar áður hefur hann verið í næstum eitt ár í litlu kúlubúri.
Uppsetning búrsins gekk vel og passaði ég mig vel uppá að gera allt rétt svo að allt væri sem best fyrir fiskinn.
Varðandi dæluna, ég veit ekki alveg 100% hvernig hún virkar. Ég fékk hana gefins frá einum sem var með hana ónotaða en kassinn var samt opinn og engar leiðbeiningar með. Þetta er Rena filstar iv2 dæla.
Hvernig á ég að hafa kraftinn stilltan? Hvað gerir svo stillingin á litla dótinu sem er uppúr vatninu?
Ég hef reynt að googla þetta en fæ bara einhverjar sölusíður.
Svo með skiptingu á vatni. Ég vildi bara vita smá tips frá ykkur reyndari fiskieigindum hvernig þið farið að því. Þarf ég alltaf að taka fiskinn uppúr eða höndlar hann/þeir það alveg að vera ofaní búrinu meðan maður skiptir um helming vatnsins. Er það ekki annars æskileg prósenta vatns sem maður skiptir um?
Svo eitt enn. Ég verið að skoða mikið fiska sem ég ætla að bæta í búrið, þetta er 54L og hann er alveg einn eins og er. Búinn að skrifa niður lista með öllum þeim fiskum sem mér fannst flottir og áhugaverðir á öllum íslenskum fiskasíðum sem ég fann. Vil hins vegar vera 100% um að þeim lyndi alveg vel við bardagafiskinn minn

Hér er listinn:
Cherry barb (puntius titteya)
Golden barb (Barbus schuberti)
Black Molly (Poecilia sphenops)
Red platy (Xiphophorus maculatus)
Blotched Upsidedown Catfish (Synodontis nigriventris)
Peppered Corydoras (Corydoras paleatus)
Pygmy Corydoras (Corydoras pygmaeus)
Redbreast Acara (Laetacara dorsigera)
Serpae Tetra (Hyphessobrycon eques)
Spotted Bristle-nosed Catfish (Ancistrus hoplogenys)
Ancistrus
paradísarfiskur (Macropodus opercularis)
Labeo bicolor
Endilega komið með fleiri fiskahugmyndir eða ráðleggingar varðandi búrið ef þið hafið einhverjar
