Hæ.
Ég og börnin mín 2 erum búin að vera með fiska í nokkra mánuði. Ég á 2 pör af Zebra Danio fiskum sem mér er sagt að séu mjög góð eintök og ég ætti endilega að láta þá hrygna.
Nú ég fór auðvitað af stað og Googlaði "breeding Zebra Danio", fékk fínar leiðbeiningar og fór eftir þeim. Ég er með 20L búr með svampfilter og loftdælu, hitara og hitastigið er ca 27°C.
Í gær voru svo komin seyði og sem "ábyrgt foreldri" sem langar að koma afkvæmum "sínum" vel á legg langar mig að fá ráðleggingar frá þeim sem kunna að ala upp Zebra Danio seyði.
100 glæný Zebra Danio seyði.....hvað á ég nú að gera??????
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 4
- Joined: 23 Jul 2008, 00:38
Infosoria er fín fyrstu dagana og svo fínmulið fóður eða artemía.
Það tekur reyndar nokkra daga að græa infusoriu.
Hér er skemmtilegur þráður um svipað mál http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php ... barbapabbi
Það tekur reyndar nokkra daga að græa infusoriu.
Hér er skemmtilegur þráður um svipað mál http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php ... barbapabbi
-
- Posts: 4
- Joined: 23 Jul 2008, 00:38
Það eru nokkrar aðferðir til að koma infusoriu af stað.
Ég skelli td bara fiskabúravatni í loklausa glerkrukku eða lítið fiskabúr, set gúrkubita í vatnið og jafnvel smá gróðurleifar úr fiskabúrinu og set svo krukkuna út í glugga sólarmegin. Eftir nokkra daga ætti vatnið að verða grænt og þá gefur maður hluta af því í seiðabúrið.
Sumir sjóða gúrkubitan (annað grænmeti gengur líka), sía í gegnum fínt sigti og skella svo soðinu ásamt fiskabúravatni í glerkrukkuna.
Ég skelli td bara fiskabúravatni í loklausa glerkrukku eða lítið fiskabúr, set gúrkubita í vatnið og jafnvel smá gróðurleifar úr fiskabúrinu og set svo krukkuna út í glugga sólarmegin. Eftir nokkra daga ætti vatnið að verða grænt og þá gefur maður hluta af því í seiðabúrið.
Sumir sjóða gúrkubitan (annað grænmeti gengur líka), sía í gegnum fínt sigti og skella svo soðinu ásamt fiskabúravatni í glerkrukkuna.
-
- Posts: 4
- Joined: 23 Jul 2008, 00:38
Megnið af þeim lifir ef rétt er að farið (80-90%).. En það krefst rétts matar og góðra vatnsgæða. Og smá heppni.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net