Sæl veriði.
Stutt er síðan ég varð alveg húkt á fiskum. Í dag er dagur nr. 2 hjá bardagafiskinum mínum í nýju búri en þar áður hefur hann verið í næstum eitt ár í litlu kúlubúri.
Uppsetning búrsins gekk vel og passaði ég mig vel uppá að gera allt rétt svo að allt væri sem best fyrir fiskinn.
Varðandi dæluna, ég veit ekki alveg 100% hvernig hún virkar. Ég fékk hana gefins frá einum sem var með hana ónotaða en kassinn var samt opinn og engar leiðbeiningar með. Þetta er Rena filstar iv2 dæla.
Hvernig á ég að hafa kraftinn stilltan? Hvað gerir svo stillingin á litla dótinu sem er uppúr vatninu?
Ég hef reynt að googla þetta en fæ bara einhverjar sölusíður.
Svo með skiptingu á vatni. Ég vildi bara vita smá tips frá ykkur reyndari fiskieigindum hvernig þið farið að því. Þarf ég alltaf að taka fiskinn uppúr eða höndlar hann/þeir það alveg að vera ofaní búrinu meðan maður skiptir um helming vatnsins. Er það ekki annars æskileg prósenta vatns sem maður skiptir um?
Svo eitt enn. Ég verið að skoða mikið fiska sem ég ætla að bæta í búrið, þetta er 54L og hann er alveg einn eins og er. Búinn að skrifa niður lista með öllum þeim fiskum sem mér fannst flottir og áhugaverðir á öllum íslenskum fiskasíðum sem ég fann. Vil hins vegar vera 100% um að þeim lyndi alveg vel við bardagafiskinn minn
Hér er listinn:
Cherry barb (puntius titteya)
Golden barb (Barbus schuberti)
Black Molly (Poecilia sphenops)
Red platy (Xiphophorus maculatus)
Blotched Upsidedown Catfish (Synodontis nigriventris)
Peppered Corydoras (Corydoras paleatus)
Pygmy Corydoras (Corydoras pygmaeus)
Redbreast Acara (Laetacara dorsigera)
Serpae Tetra (Hyphessobrycon eques)
Spotted Bristle-nosed Catfish (Ancistrus hoplogenys)
Ancistrus
paradísarfiskur (Macropodus opercularis)
Labeo bicolor
Endilega komið með fleiri fiskahugmyndir eða ráðleggingar varðandi búrið ef þið hafið einhverjar
Nýtt fiskabúr hjá nýjum áhugamanni.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 771
- Joined: 13 Feb 2008, 11:21
- Location: Rvk
- Contact:
Þetta eru ansi margir fiskar.. Hvað er búrið stórt?
Vatnsskipti fara eftir fjölda fiska og stærð búrs, en það þarf ekki (á ekki) að taka fiskana uppúr. Passa að vatnið sé jafn heitt og vatnið í búrinu.
Dæluna hefurðu bara með það miklu krafti að það sé hreyfing á vatninu en ekki allt á fleygiferð Hinn stúturinn á henni er ef maður vill að hún blási súrefni í vatnið. Þá setur maður slöngu uppá hann sem sýgur svo loft fyrir ofan yfirborðið.
edit: ok sá að búrið er 54l. Þetta eru ansi margir fiskar, margir passa ekki endilega saman og/eða vilja helst vera fleiri en einn saman. Þú verður eitthvað að reyna að skera niður
Vatnsskipti fara eftir fjölda fiska og stærð búrs, en það þarf ekki (á ekki) að taka fiskana uppúr. Passa að vatnið sé jafn heitt og vatnið í búrinu.
Dæluna hefurðu bara með það miklu krafti að það sé hreyfing á vatninu en ekki allt á fleygiferð Hinn stúturinn á henni er ef maður vill að hún blási súrefni í vatnið. Þá setur maður slöngu uppá hann sem sýgur svo loft fyrir ofan yfirborðið.
edit: ok sá að búrið er 54l. Þetta eru ansi margir fiskar, margir passa ekki endilega saman og/eða vilja helst vera fleiri en einn saman. Þú verður eitthvað að reyna að skera niður
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ég átti að gera mig greinilegri þarnakeli wrote: edit: ok sá að búrið er 54l. Þetta eru ansi margir fiskar, margir passa ekki endilega saman og/eða vilja helst vera fleiri en einn saman. Þú verður eitthvað að reyna að skera niður
Sko, listinn er listi yfir fiskana sem koma til greina að ég kaupi. Ég ætla mér ekki að fylla búrið með öllum þessum fiskum:)
Ætla mér að hafa þetta hóflegt. Ég er meira fyrir karakterinn heldur en fjödann enda er fiskurinn minn, Shenanigan, mjög mikill karakter
Er þetta ekki nokkuð solid listi yfir fiska sem búa vel saman? Sjálfur er ég búinn að strika út þá fiska sem teljast aggresívir eða þurfta reyndan eiganda eins og Apistogramma fiskarnir.
Síkliður, myndu þær ekki valda usla eða fiskurinn minn valda þeim usla?
Bardagafiskar geta verið misjafnir og sumir ráðast á alla fiska meðan aðrir eru alveg til friðs.
Ég ráðlegg þér að sleppa paradísarfisknum þar sem ólíklegt er að bardagakarlinum lyndi við hann.
Sumar fiskar eiga til að narta í slörið á bardaga fiskum og serpa tetrurnar og cherry barbarnir gætu verið í þeim hópi en ég man það þó ekki hvort svo er.
Ég ráðlegg þér að sleppa paradísarfisknum þar sem ólíklegt er að bardagakarlinum lyndi við hann.
Sumar fiskar eiga til að narta í slörið á bardaga fiskum og serpa tetrurnar og cherry barbarnir gætu verið í þeim hópi en ég man það þó ekki hvort svo er.
Plássleysið hérna gerir það að verkum að ég get ekki haft hann í öðru búri nálægt mér. Ég vil ekki gera það honum að færa hann í annað búr eftir að hafa séð hann í þessu.Lindared wrote:Ef ég væri þú þá myndi ég hafa bardagafiskinn bara í sérbúri og setja nokkra skemmtilega hópfiska í búrið, corydoras og 1-2 ancistur. Þá gætiru líka haft paradísarfiskinn.
Mér sýnist hann búinn að finna sitt svæði. Hann hengur mest ofarlega hægra megin hjá dælunni. Með ákveðnum fiskategundum í búrinu ætti þetta ekki að vera vandamál.