Var að lesa mér aðeins til um Gull barbara.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Molly
Posts: 53
Joined: 18 Apr 2009, 23:06

Var að lesa mér aðeins til um Gull barbara.

Post by Molly »

Nú er ég með 2, það er talað um að það sé best að hafa þá 5 saman þar sem ég er að lesa, gúglaði bara, er það nauðsynlegt?

Annað, svo er verið að tala um mat fyrir þá, sem sagt að það þurfi að gefa þeim eitthvað annað en þurrfóður, rækjur eða frosin mat?

Erum við bara að tala um rækjur úr bónus eða?

Hvað þá mikið í einu?

Ef málið er að þeir þurfa að vera fleiri saman en 2, má ég þá fá mér eitthvað af þessum http://www.elmersaquarium.com/10barbs.htm ?

Var svo að lesa þessa síðu þar sem ég sá hvað væri best að þeir væru margir saman og um matinn.
http://www.aquaticcommunity.com/barbs/goldbarb.php
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég er með 5 saman og myndi ekki hafa þá færri. Færði tvo af þeim í annað búr og þeir urðu þunglyndir :S vildu ekki sýna sína réttu liti og vildu ekki borða. Ég var fljót að færa þá aftur yfir til vina sinna og þeir fengu strax fulla liti og fóru að borða.

Það er ekkert hægt að hafa bara hvaða barba sem er með þeim :S Tegundirnar halda sér saman og vilja bara helst vera með fiskum af sinni tegund. Ég er t.d með tvær barbategundir og þær eru aldrei saman, enda svolítill stærðarmunur á þeim. Gullbarba kellingarnar eru svolítið stórar.

Allavega myndi ég fá mér nokkra gullbarba í viðbót, en ekki einhverja aðra barba.
Hjá mér fá þeir mest flögur og svo stela kellingarnar oft botntöflum sem eru ætlaðar fyrir botnfiska :P svo hef ég gefið þeim rækjur og þeir borða þær með bestu lyst og já þetta eru bara svona venjulegar frosnar rækjur úr Bónus :) Þeir hafa svo fengið hjá mér blóðorma og þessháttar en það er ekki oft. Mest fá þeir bara flögur eins og hinir fiskarnir og svo einstaka sinnum rækjurnar :)
200L Green terror búr
Molly
Posts: 53
Joined: 18 Apr 2009, 23:06

Post by Molly »

Sirius Black wrote:Ég er með 5 saman og myndi ekki hafa þá færri. Færði tvo af þeim í annað búr og þeir urðu þunglyndir :S vildu ekki sýna sína réttu liti og vildu ekki borða. Ég var fljót að færa þá aftur yfir til vina sinna og þeir fengu strax fulla liti og fóru að borða.

Það er ekkert hægt að hafa bara hvaða barba sem er með þeim :S Tegundirnar halda sér saman og vilja bara helst vera með fiskum af sinni tegund. Ég er t.d með tvær barbategundir og þær eru aldrei saman, enda svolítill stærðarmunur á þeim. Gullbarba kellingarnar eru svolítið stórar.

Allavega myndi ég fá mér nokkra gullbarba í viðbót, en ekki einhverja aðra barba.
Hjá mér fá þeir mest flögur og svo stela kellingarnar oft botntöflum sem eru ætlaðar fyrir botnfiska :P svo hef ég gefið þeim rækjur og þeir borða þær með bestu lyst og já þetta eru bara svona venjulegar frosnar rækjur úr Bónus :) Þeir hafa svo fengið hjá mér blóðorma og þessháttar en það er ekki oft. Mest fá þeir bara flögur eins og hinir fiskarnir og svo einstaka sinnum rækjurnar :)
Ok takk fyrir svarið. :)

Ég þarf að kanna með að fá fleiri gull barbara, en ég upplifi þá ekkert sem þunglynda, en þekki heldur ekki að hafa þá fleiri saman og þessir 2 eru alltaf saman. :)
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.
SadboY
Posts: 94
Joined: 13 Mar 2009, 12:26

Post by SadboY »

Það er líka talað um að þeir séu árásagjarnir fiskar og með því að hafa þá fimm þá hafa þeir nóg að gera að atast í hvor öðrum og láta hina fiskana í friði á meðan.
xxx :D xxx
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

SadboY wrote:Það er líka talað um að þeir séu árásagjarnir fiskar og með því að hafa þá fimm þá hafa þeir nóg að gera að atast í hvor öðrum og láta hina fiskana í friði á meðan.
Gullbarbar eru engan vegin árásargjarnir, ég veit ekki hvar þú hefur heyrt um það.
SadboY
Posts: 94
Joined: 13 Mar 2009, 12:26

Post by SadboY »

http://www.tjorvar.is/html/golden_barb.html
Honum semur vel við aðra fiska ef hann fær nóg að éta, og líður best í hóp.
Ég tók því bara þannig að hann yrði annars aggresívur, þar sem maður hefur heyrt að barbar geti verið það. Alveg hægt að túlka þetta öðruvísi líka og biðst ég þá bara forláts :P
xxx :D xxx
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

stendur hvergi þarna að hann sé aggresívur ég mindi frekar halda að hann væri meiri svona böggari að narta í sporða og Þannig
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Sammála sir árna. Ekki treysta öllum upplýsingum frá tjorva. Sumar þeirra eru bara rangar.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er alveg rétt að þeim líður best nokkrum saman í hóp en þeir eru mjög friðsamir hvort sem er í hóp eða ekki og gullbarbar eru sennilega með þægilegri búrfiskum.
Molly
Posts: 53
Joined: 18 Apr 2009, 23:06

Post by Molly »

Vargur wrote:Það er alveg rétt að þeim líður best nokkrum saman í hóp en þeir eru mjög friðsamir hvort sem er í hóp eða ekki og gullbarbar eru sennilega með þægilegri búrfiskum.
Já ok, spurning um að fá sér 3 í viðbót bráðlega.

Hvar er best að finna Gull barbar, þá svona ef að þú ætlar ekki að selja þína?
Var Gulli Gullfiskur en er að spá í að halda þessu nikki bara.
Post Reply