En eru þetta ekki það afbrigðilega flottir skalar að þeir séu þess virði?
Hafa hinar búðirnar verið með þessa týpu?
Annars brá mér nú um daginn í Dýraríkinu/blómaval/húsó. Þar voru kardinála tetrur á 200 og eitthvað krónur stykkið, hef ekki séð þá ódýrari annarstaðar enþá!
ég sá nú ekkert að því að borga um 4000kr fyrir stk af svona fallegum og sjaldséðum fisk þegar "venjulegir" skalar sem fást allstaðar í tugavís kosta 1000-2000kr.
mér myndi finnast það algjör vitleysa að selja þessa á sama verði.
en gaman þó að sjá svona komment frá þér miðað við sögur sem maður hefur heyrt af skrautlegum fiskakaupum (og skilum) þínum.
breytti aðeins til í 300L búrinu í gær, það er ekki lengur geymslustaður fyrir gróður og fer að verða sæmilegt, vantar bara fleiri fiska og kannski smá mix með gróðri.
Frekar dökk mynd en í búrinu eru 3 skalar, 4 polypterus, rafael kattfiskur, 10 sítrónutetrur, nokkrar rætur og gróður: Anubias, 2 gerðir af Java burkna, sessiliflora, cabomba, bacoba, Cryptocoryne crispatula, venjuleg vallisneria, water sprite og gras sem ég man ekki nafnið á í augnablikinu:
Nú er ég orðinn sæmilega ánægður með búrið, var að bæta við kardinálatetrum í dag.
Nú er staðan í búrinu.
3x Skalar
10x Sítrónutetrur
50x Kardinálatetrur
1x Rafael kattfiskur
4xPolypterusar (sem ég háfa upp á morgun svo þeir fari ekki að kjammsa á tetrunum)
eitthvað af kardinálunum eru bakvið gróðurinn en það er mjög flott að sjá þá svona marga saman í torfu.
Uss, hún kemur varla inní herbergið mitt nema ég dragi hana þangað
Henni líst annars mjög vel á þetta og vil fara í einhverjar allsherjar breytingu á 720L búrinu.
Andri Pogo wrote:ég sá nú ekkert að því að borga um 4000kr fyrir stk af svona fallegum og sjaldséðum fisk þegar "venjulegir" skalar sem fást allstaðar í tugavís kosta 1000-2000kr.
mér myndi finnast það algjör vitleysa að selja þessa á sama verði. en gaman þó að sjá svona komment frá þér miðað við sögur sem maður hefur heyrt af skrautlegum fiskakaupum (og skilum) þínum.
Nákvæmlega, máttir nú búast við þessu! Eins og sagt er, kemur úr hörðustu átt!
On topic: Snilldar fallegt búr hjá þér, get ég fengið að copy/paste-a þetta hjá þér?