Byrjenda-búrið mitt!
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Byrjenda-búrið mitt!
Jæja, þar sem ég er nýr kemur smá tala um tilurð búrsins
Þetta byrjaði á því að ég lofaði stráknum mínum gæludýri þegar við færum í íbúðina okkar og hann valdi hamstur!
Ég byrja að kíkja á dýrasíður á netinu og eftir svona hálfan dag er ég kominn með fiska-bakteríuna (þessa sem lyfjakúrinn virkar ekki á). Hamsturinn saltaður og er reyndar orðinn páfagaukur núna! Ég átti samt mjög erfitt með að ákveða hvort ég ætti að fá mér 120L eða 180L og til að gera ákvörðunina auðveldari þá fór ég í 240lítrana
Þannig að í miðjum flutningnum fór ég og keypti 240L Juwel búr frá Tjörva og til að nýta litla plássið sem ég hef þá keypti ég skenk í IKEA undir búrið (tók MJÖG langann tíma að finna skenk sem passaði undir búrið) og núna næstum mánuði eftir "flutning" þá er enþá drasl út um allt, en búrið er orðið flott (forgangsraða)
Ein heildamynd með skenknum:
Það ætlaði ekki að ganga þrautalaust að koma búrinu í gang, minn var nefnilega ekki alveg að nenna að skola gróðurmölina og búrið varð alveg mökk-moldar-litað, sáust ekki 2cm inní búrið, þannig að ég tæmdi búrið og fyllti aftur og búrið varð ekkert skárra
Talaði við strákana í Dýragarðinum og ryksugan varð til á mínu heimili, keypi líka nógu langa slöngu til að láta renna beint í sturtuna og aðra til að fylla búrið úr þvottaherberginu (hafði gert þetta með 10L fötum, ekki lítið vont fyrir bakið á manni)
Síðan fór auðvitað bakteríuflóran á óverdós og búrið varð hvítt, en það lagaðist fljótt með nokkrum smáum skömmtum af vatnsskiptum!
Síðan fór ég og keypti plönturnar:
Anubias barteri
Hygrophila difformis (sem er hálf tættingsleg að neðanverðunni, veit ekki afhverju)
Piluiaria globulifera
Echinodorus "red flame" (2 blöð orðin vel rauð)
Og síðan er það plantan lengst til hægri á neðri myndinni, var ekki nafn á henni en hún vex eins og hún fái borgað fyrir það! Hvað heitir hún?
Búrið vinstri 1/2:
Og síðan búrið hægri 1/2:
Ég er ekki nógu ánægður með alla steinanna, en ég nenni ekki að raða þeim upp eftir byrjunarvandræðin með vatnið. Þegar ég tek búrið í gegn, geri stór vatnsskipti þá raða ég þeim aftur upp.
Fiskarnir sem eru komnir í búrið koma allir frá Dýragarðinum og plönturnar einnig (ekki auglýsing, þeir eru bara í leiðinni heim úr vinnunni)
5stk svartar tetrur:
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... _grein.htm
5stk kardinála tetrur:
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... _grein.htm
4stk keilublettabarbi:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3198
2stk SAE:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3098
1stk Balahákarl (sem ætti að endast í búrinu í ár áður en hann verður full stór fyrir minn smekk)
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... _grein.htm
Myndir frá http://fiskabur.is/ og http://verslun.tjorvar.is/
Síðan er ég að bíða eftir 2ryksugum frá vínkonu minni (seiði) sem fara vonandi að koma bráðum þar sem ég er öruglega að offóðra
Þetta á semsagt að vera byrjenda-colony-búr. Á eftir að bæta við nokkrum plöntum og fiskum þegar buddan fer að leyfa það aftur, og kannski sniglum og rækjum
Þetta byrjaði á því að ég lofaði stráknum mínum gæludýri þegar við færum í íbúðina okkar og hann valdi hamstur!
Ég byrja að kíkja á dýrasíður á netinu og eftir svona hálfan dag er ég kominn með fiska-bakteríuna (þessa sem lyfjakúrinn virkar ekki á). Hamsturinn saltaður og er reyndar orðinn páfagaukur núna! Ég átti samt mjög erfitt með að ákveða hvort ég ætti að fá mér 120L eða 180L og til að gera ákvörðunina auðveldari þá fór ég í 240lítrana
Þannig að í miðjum flutningnum fór ég og keypti 240L Juwel búr frá Tjörva og til að nýta litla plássið sem ég hef þá keypti ég skenk í IKEA undir búrið (tók MJÖG langann tíma að finna skenk sem passaði undir búrið) og núna næstum mánuði eftir "flutning" þá er enþá drasl út um allt, en búrið er orðið flott (forgangsraða)
Ein heildamynd með skenknum:
Það ætlaði ekki að ganga þrautalaust að koma búrinu í gang, minn var nefnilega ekki alveg að nenna að skola gróðurmölina og búrið varð alveg mökk-moldar-litað, sáust ekki 2cm inní búrið, þannig að ég tæmdi búrið og fyllti aftur og búrið varð ekkert skárra
Talaði við strákana í Dýragarðinum og ryksugan varð til á mínu heimili, keypi líka nógu langa slöngu til að láta renna beint í sturtuna og aðra til að fylla búrið úr þvottaherberginu (hafði gert þetta með 10L fötum, ekki lítið vont fyrir bakið á manni)
Síðan fór auðvitað bakteríuflóran á óverdós og búrið varð hvítt, en það lagaðist fljótt með nokkrum smáum skömmtum af vatnsskiptum!
Síðan fór ég og keypti plönturnar:
Anubias barteri
Hygrophila difformis (sem er hálf tættingsleg að neðanverðunni, veit ekki afhverju)
Piluiaria globulifera
Echinodorus "red flame" (2 blöð orðin vel rauð)
Og síðan er það plantan lengst til hægri á neðri myndinni, var ekki nafn á henni en hún vex eins og hún fái borgað fyrir það! Hvað heitir hún?
Búrið vinstri 1/2:
Og síðan búrið hægri 1/2:
Ég er ekki nógu ánægður með alla steinanna, en ég nenni ekki að raða þeim upp eftir byrjunarvandræðin með vatnið. Þegar ég tek búrið í gegn, geri stór vatnsskipti þá raða ég þeim aftur upp.
Fiskarnir sem eru komnir í búrið koma allir frá Dýragarðinum og plönturnar einnig (ekki auglýsing, þeir eru bara í leiðinni heim úr vinnunni)
5stk svartar tetrur:
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... _grein.htm
5stk kardinála tetrur:
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... _grein.htm
4stk keilublettabarbi:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3198
2stk SAE:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3098
1stk Balahákarl (sem ætti að endast í búrinu í ár áður en hann verður full stór fyrir minn smekk)
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... _grein.htm
Myndir frá http://fiskabur.is/ og http://verslun.tjorvar.is/
Síðan er ég að bíða eftir 2ryksugum frá vínkonu minni (seiði) sem fara vonandi að koma bráðum þar sem ég er öruglega að offóðra
Þetta á semsagt að vera byrjenda-colony-búr. Á eftir að bæta við nokkrum plöntum og fiskum þegar buddan fer að leyfa það aftur, og kannski sniglum og rækjum
xxx xxx
Þetta lofar góðu hjá þér. Plantan hægra megin heitir egeria densa.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Takk fyrir
Ekki keypti ég SAE því mér fannst þeir svo voðalega fallegir, þeir voru keyptir sem vinnudýr en eftir að hafa fylgst með þeim í búrinu verð ég að seigja að ég er ánægður með þá!
Fyrir það fyrsta þá synda þeir ekki, þeir spríkla um búrið og í öðru lagi þá eru þeir oft alveg hlið við hlið með alveg spegilmynda-hreyfingar sem kemur ótrúlega töff út!
Semsagt, ekki lítið gaman að fylgjast með þeim
Ekki keypti ég SAE því mér fannst þeir svo voðalega fallegir, þeir voru keyptir sem vinnudýr en eftir að hafa fylgst með þeim í búrinu verð ég að seigja að ég er ánægður með þá!
Fyrir það fyrsta þá synda þeir ekki, þeir spríkla um búrið og í öðru lagi þá eru þeir oft alveg hlið við hlið með alveg spegilmynda-hreyfingar sem kemur ótrúlega töff út!
Semsagt, ekki lítið gaman að fylgjast með þeim
xxx xxx
Hér gengur allt sinn byrjenda-gang, allt á lífi og í fullu fjöri að mér sýnist.
Var rétt í þessu að sjá snigil í búrinu sem ég tek bara fagnandi, er með svona bletta-mynstri á sér. Vonandi eru fleirri sem svo fjölga sér því mig langar dálítið í svona fiska:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3371
Einn sprotinn af Egeria Densa er í hraðvaxtarkeppni, er núna kominn rétt tæpa hálfa leið í gegnum búrið! Við feðgarnir ákváðum að klippa þennan sprota ekki fyrr en við sæjum hvort hann myndi ná yfir í hinn endann á búrinu
Hygrophila Difformis sem ég hélt að væri að drepast hjá mér þar sem hún missti öll neðstu blöðin sín er að taka við sér núna, komin vöxtur í hana (og snigillinn)
En svo eru nokkur blöð af Anubias barteri orðin vel brún (sjá mynd), er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af eða?
Ein mynd af báðum plöntunum og Sae og svört tetra fá að vera með:
Og síðan skásta myndin sem ég náði af Svörtu tetrunum mínum:
Planið er að láta pabba kaupa tvo svona um helgina og gefa í fiska-innflutningsgjöf:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=4077
Og síðan myndi ég fjárfesta í 3-4 svona og þá er búrið orðið vel þétt af fiskum:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3634
Annað, mér finnst fiskarnir vera svangir allann daginn, gef á kvöldin.
Ætti ég að gefa tvisvar á dag og minna í einu?
Var rétt í þessu að sjá snigil í búrinu sem ég tek bara fagnandi, er með svona bletta-mynstri á sér. Vonandi eru fleirri sem svo fjölga sér því mig langar dálítið í svona fiska:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3371
Einn sprotinn af Egeria Densa er í hraðvaxtarkeppni, er núna kominn rétt tæpa hálfa leið í gegnum búrið! Við feðgarnir ákváðum að klippa þennan sprota ekki fyrr en við sæjum hvort hann myndi ná yfir í hinn endann á búrinu
Hygrophila Difformis sem ég hélt að væri að drepast hjá mér þar sem hún missti öll neðstu blöðin sín er að taka við sér núna, komin vöxtur í hana (og snigillinn)
En svo eru nokkur blöð af Anubias barteri orðin vel brún (sjá mynd), er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af eða?
Ein mynd af báðum plöntunum og Sae og svört tetra fá að vera með:
Og síðan skásta myndin sem ég náði af Svörtu tetrunum mínum:
Planið er að láta pabba kaupa tvo svona um helgina og gefa í fiska-innflutningsgjöf:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=4077
Og síðan myndi ég fjárfesta í 3-4 svona og þá er búrið orðið vel þétt af fiskum:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3634
Annað, mér finnst fiskarnir vera svangir allann daginn, gef á kvöldin.
Ætti ég að gefa tvisvar á dag og minna í einu?
xxx xxx
Það er reyndar mjög mikilvægt að skipta mikið og reglulega í nýjum búrum þar sem að það er ekki komið jafnvægi á alla bakteríuflóruna í búrinu. Held að það væri gott fyrir þig að gera ca. 50% vatnsskipti (120 lítrar) og búa svo til einhverja rútínu. Ef þú vilt skipta um vatn annan hvorn dag, þá mundir ég skipta um svona 40-50 lítra í hvert skipti á meðan búrið er svona nýtt, minnka það svo mögulega eitthvað.
Annars eru vatnsskipti á 2gja daga fresti nokkuð ör og gætu stressað fiskana, mæli með vatnsskiptum 1x á viku...... Þú finnur náttúrulega hvað þér finnst best.
Annars eru vatnsskipti á 2gja daga fresti nokkuð ör og gætu stressað fiskana, mæli með vatnsskiptum 1x á viku...... Þú finnur náttúrulega hvað þér finnst best.
-
- Posts: 771
- Joined: 13 Feb 2008, 11:21
- Location: Rvk
- Contact:
Upp-deit
Þessi vatnsskipti mín virðast ekki stressa fiskana mikið, þeir allaveganna koma allir þangað sem ég hef flösku-slönguna og finnast þetta greinilega mjög áhugavert Ég breytti einnig dælu-stútnum þannig að nú gárast meira og vonandi meira súrefni í búrinu.
But eníhú, ég fór á föstudaginn (kominn nýr mánuður, ching ching) í Dýragarðinn og keypti 3d bakgrunn sem gerir mikið fyrir búrið í staðinn fyrir kvítann vegginn.
Og fyrst ég var þarna keypti ég:
1.stk Echinodorus schluteri
2.stk ryksugur (fyrir brúnþörunginn), á eftir að finna rétta tegundanafn á þær.
2.stk Skala (man ekki tegundaheiti, kemur seinna)
2.stk "Amino" rækjur, þessar rauðu og hvítu
Síðan plataði ég gamla kallinn til að gefa mér:
3.stk Pöndur http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3634
Einnig frá Dýragarðinum.
Núna fer búrið að verða fullt
Ég skipti um 40% af vatninu á föstudag. Síðan þorði ég ekki annað en að hlýða Lindared og tók Anubias og setti hann inní helli sem ég bjó til vinstra meginn í búrinu, hann er semsagt skorðaður af á milli steina en samt liggur ekkert á honum þannig að ræturnar eru inní hellinum, kemur bara vel út. Síðan setti ég Echinodorus schluteri þar sem Anubiasinn var.
Daginn eftir þetta voru ryksugurnar búnar að hreinsa Anubiasinn alveg af brúnþörung og leit allt mjög vel út.
Rækjurnar er skemmtilegar ef þú vilt fara í leikinn "hvar er ég", önnur þeirra er reyndar komin með æði fyrir dælunni minni, situr á vatnsinntaksrifflunum efst á henni og chillar þar.
Næst á dagskrá er að fá sér kolsýru-unit til að gera vel við gróðurinn og fá sér nokkra plöntur í viðbót og kannski nokkra fiska í viðbót sem geta verið stakir
But eníhú, ég fór á föstudaginn (kominn nýr mánuður, ching ching) í Dýragarðinn og keypti 3d bakgrunn sem gerir mikið fyrir búrið í staðinn fyrir kvítann vegginn.
Og fyrst ég var þarna keypti ég:
1.stk Echinodorus schluteri
2.stk ryksugur (fyrir brúnþörunginn), á eftir að finna rétta tegundanafn á þær.
2.stk Skala (man ekki tegundaheiti, kemur seinna)
2.stk "Amino" rækjur, þessar rauðu og hvítu
Síðan plataði ég gamla kallinn til að gefa mér:
3.stk Pöndur http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3634
Einnig frá Dýragarðinum.
Núna fer búrið að verða fullt
Ég skipti um 40% af vatninu á föstudag. Síðan þorði ég ekki annað en að hlýða Lindared og tók Anubias og setti hann inní helli sem ég bjó til vinstra meginn í búrinu, hann er semsagt skorðaður af á milli steina en samt liggur ekkert á honum þannig að ræturnar eru inní hellinum, kemur bara vel út. Síðan setti ég Echinodorus schluteri þar sem Anubiasinn var.
Daginn eftir þetta voru ryksugurnar búnar að hreinsa Anubiasinn alveg af brúnþörung og leit allt mjög vel út.
Rækjurnar er skemmtilegar ef þú vilt fara í leikinn "hvar er ég", önnur þeirra er reyndar komin með æði fyrir dælunni minni, situr á vatnsinntaksrifflunum efst á henni og chillar þar.
Næst á dagskrá er að fá sér kolsýru-unit til að gera vel við gróðurinn og fá sér nokkra plöntur í viðbót og kannski nokkra fiska í viðbót sem geta verið stakir
xxx xxx
Plöntur
Hérna koma nokkrar myndir af grænum íbúum búrsins
Hérna eru: Echinodorus schluteri bakvið Anubias barteri.
Mjög flottar saman að mér finnst.
Síðan er það: Echinodorus "Red Flame"
Myndin ekki alveg í fókus, aftari blöðin sjást vel og litirnir flottir
Hérna er síðan: Egeria Densa
Vex og vex, maður þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af henni
Mynd af hellinum sem Anubiasinn var settur í:
Og svo ein heildarmynd, allt að koma til
Hérna eru: Echinodorus schluteri bakvið Anubias barteri.
Mjög flottar saman að mér finnst.
Síðan er það: Echinodorus "Red Flame"
Myndin ekki alveg í fókus, aftari blöðin sjást vel og litirnir flottir
Hérna er síðan: Egeria Densa
Vex og vex, maður þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af henni
Mynd af hellinum sem Anubiasinn var settur í:
Og svo ein heildarmynd, allt að koma til
xxx xxx
Núna er þörungurinn að taka við sér enda ég með ljósin kveikt í 11tíma
Minnkaði það niður í 9og1/2 tíma.
Hef ekki séð rækjurnar í 2 daga núna, vonandi finnast þær aftur, annars var ég að spá hvort þær fjölguðu sér auðveldlega í búrum?
Dreymir síðan um að fá mér eitt stykki "pictus" í búrið, fá sér einn mjög lítinn þannig að hann geti verið sem lengst í búrinu
Minnkaði það niður í 9og1/2 tíma.
Hef ekki séð rækjurnar í 2 daga núna, vonandi finnast þær aftur, annars var ég að spá hvort þær fjölguðu sér auðveldlega í búrum?
Dreymir síðan um að fá mér eitt stykki "pictus" í búrið, fá sér einn mjög lítinn þannig að hann geti verið sem lengst í búrinu
xxx xxx
Jæja, hafði tíma aflögu í gær eftir vinnu áður en ég átti að sækja strákinn úr frjálsum og auðvitað varð ég að kíkja í "fiskabúð". Las hér á öðrum link um dýrabúð á móti kringlunni, búð sem ég vissi ekki að væri enþá til (gæti verið önnur búð en var þarna fyrir 10árum)
Auðvitað sagði ég við sjálfan mig að ég ætlaði mér ekki að kaupa neitt fiskadót, bara nammi fyrir hundlinginn hans dengsa míns en ég gat ekki setið á mér þannig að ég keypti 2 fiska í leiðinni
Held einn af þeim sé þessi (var sá eini svona í búrinu):
http://www.tjorvar.is/html/three-spot_gourami.html
-þarf að kaupa kellingu handa honum(held honum)
Síðan var það einn svona:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... d134cbd817
-hræddi svertuna af honum þegar ég setti hann í búrið, hann var alveg hvítur af hræðslu greyjið en er orðinn flottur núna.
Síðan nokkrar lélegar myndir, ekki að ná þessu myndavéladæmi.
Besta myndin sem ég náði og auðvitað er hann að horfa á mig
Skásta af eldsporðinum.
Balinn er að stækka.
Önnur af gúrúnum.
Næst á dagskrá er samt að kaupa nokkrar plöntur í viðbót.
Auðvitað sagði ég við sjálfan mig að ég ætlaði mér ekki að kaupa neitt fiskadót, bara nammi fyrir hundlinginn hans dengsa míns en ég gat ekki setið á mér þannig að ég keypti 2 fiska í leiðinni
Held einn af þeim sé þessi (var sá eini svona í búrinu):
http://www.tjorvar.is/html/three-spot_gourami.html
-þarf að kaupa kellingu handa honum(held honum)
Síðan var það einn svona:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... d134cbd817
-hræddi svertuna af honum þegar ég setti hann í búrið, hann var alveg hvítur af hræðslu greyjið en er orðinn flottur núna.
Síðan nokkrar lélegar myndir, ekki að ná þessu myndavéladæmi.
Besta myndin sem ég náði og auðvitað er hann að horfa á mig
Skásta af eldsporðinum.
Balinn er að stækka.
Önnur af gúrúnum.
Næst á dagskrá er samt að kaupa nokkrar plöntur í viðbót.
xxx xxx
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Shit hvað ég verð að fara að hætta þessu! Fór í Dýragarðinn áðan og eyddi alltof miklum pening eins og alltaf
En það bættust 5 plöntur við búrið, blái gúrúinn fékk kerlu og svo fékk ég mér tvær rækjur í viðbót, rækjurnar voru mjög litlar þannig að ég á ekki eftir að finna þær í búrinu
Næst á dagskrá er síðan að fá sér kolsýru apparat.
Mynd af búrinu fyrir breytingu.
Og mynd eftir breytingu.
Tók hvítu steinana úr búrinu því það var nóg yfirlýsing fyrir og bjó til annan helli á sama stað.
En það bættust 5 plöntur við búrið, blái gúrúinn fékk kerlu og svo fékk ég mér tvær rækjur í viðbót, rækjurnar voru mjög litlar þannig að ég á ekki eftir að finna þær í búrinu
Næst á dagskrá er síðan að fá sér kolsýru apparat.
Mynd af búrinu fyrir breytingu.
Og mynd eftir breytingu.
Tók hvítu steinana úr búrinu því það var nóg yfirlýsing fyrir og bjó til annan helli á sama stað.
xxx xxx