Fiskbúr verður að fiskabúri

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Fiskbúr verður að fiskabúri

Post by Snædal »

Eftir verslunarleiðangur dagsins að þá er fiskabúrið mitt gott og græjað. Eins og hálfsviku gamalt og eina sem vantar er hitari :)

Dagurinn hófst á ferð til Andra Pogo. Hann seldi mér nokkrar myndarlegar plöntur.
Nokkra vallisnerur, það er því miður eina nafnið sem ég man :p
Á aðeins erfiðara að muna latínuna en fiskanöfnin. Þrjár týpur sem festa sig við steina and such. Svo tvær aðrar sem ég man ekki heldur hvað heita :p

Vonandi getur hann bara frætt ykkur um það eða þið sjáið það bara sjálf og þá get ég lært það :)

Fór sæll og glaður í Dýragarðinn. Var ekki alveg viss um hvað ég ætlaði að fá mér fyrir utan einhverj Gullbarba og tvær ryksugur, blettótar eru þær og heita á enskunni. Eftir gott spjall við einn starfsmanninn sem hjálpaði mér ákvað ég að fá mér seinustu tvær pöndurnar sem eftir voru og 5 black molly.

Sem sagt:
5x Black Molly (Poecilia sphenops)
5x Golden barb (Barbus schuberti)
2x Spotted Bristle-nosed Catfish (Ancistrus hoplogenys)
2x Panda Corydoras

Fyrir var bara Shenanigan, bardagafiskurinn. Hann hefur hingað til ekkert verið að otast í hinum og ég hef ekki áhyggjur að hinir otast í honum því hann er mun stærri.
Mollyarnir virðast vera mest sprækir og bögga öðru hvoru en ekkert alvarlegt.

Það er óhætt að segja að fyrsta búrið mitt sé nú loks komið í gang af alvöru og er ég bara mjög sáttur :D

Myndirnar verða að bíða aðeins þar sem það er ekki myndavél við hliðina á mér.
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Var að reyna að taka einhverjar myndir en þær koma ekki eins vel út hjá mér á einhverri stafrænni Sony myndavél eins og maður er að sjá þær hérna í póstunum :(
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hmm vallisneria natans var það, anubias nana, Cryptocoryne 'petchii', Limnophila sessiliflora, java burkni (Microsorum pteropus) og Microsorum pteropus 'Windeløv'. Held það sé allt upptalið :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Jú mikið rétt. 6 tegundir.

Myndirnar verða að bíða aðeins lengur. Myndavélin dó :)
Eigum við ekki að segja á morgun bara...
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Myndir!! Verðið að afsaka hæfileika mína sem myndatökumann. Snerti þessar vélar lítið :?

Heildarmynd af búrinu
Image

Elsti og stærsti meðlimurinn.
Image

Tvær frábærar myndir af nokkrum black molly
Image
Image

Ein úr fókus af nokkrum gullbörbum. Þeir hanga mikið í smá holu bakvið plöntur og því erfitt að ná í almenninlega mynd af þeim
Image

Ancistrurnar tvær. Sú litla hengur gjarnan hjá hellisdótinu en sú stærri er aðallega hjá dælunni.
Image
Image
Image

Pöndurnar tvær. Flottir fiskar finnst mér. Gaman af þeim.
Image

Megið endilega nafngreinið þessa fyrir mig :)
Image
Egglaga steinn og erfitt að festa við hana. Sérstaklega fyrir svona óreyndan mann eins og mig. Allar hinar samt miklu betur festar. Lofa:)
Image


Er þetta að gera sig eitthvað?
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

meira vatn í búrið og færa dæluna ofar :wink:
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

diddi wrote:meira vatn í búrið og færa dæluna ofar :wink:
Roger that!
Post Reply