Bótían mín

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Bótían mín

Post by strawberrytatoo »

Keypti litla bótíu um seinustu helgi, greyjið var ekki sérlega sáttur við flutninginn og hélt sér útí horni í 2-3, og hvarf svo. Ég gat mér til að hann hafi farið oní mölina...en málið er að nú er hann búin að vera þar í næstum því viku, er það alveg eðlilegt?

Ég veit að þeim líður best í hóp, og ætla ég að fara sem fyrst að kaupa aðra, en ég vissi ekki að þetta væri svo svakalegt að fiskurinn bara neitaði að láta sjá sig?

Ég fékk mér svona fisk að því það kom upp sniglavandamál, og hann er greinilega ekki búin að vera að gera neitt í því, þeir eru orðnir vel stórir og ógeðslegir nokkrir af þessum sniglum :(

Hann er bara er í búri með tveimur gúppý kerlingum, þetta er nýtt búr sem ég er að fara hægt að stað með, er það eitthvað óheppileg samblanda?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Bótíur 5 eða fleiri geta verið með gúbbý, éta þó seiðin undan þeim

Bótían mun mjög ólíklega láta sjá sig fyr en aðrar koma, myndi annaðhvort drífa þig í því að fá þér fleiri eða fá að skipta þessari í eitthvað annað því 1 mun ekki fara á snigla veiðar
Kv. Jökull
Dyralif.is
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Ok, ég ætla að drífa mig í að kaupa aðra, helst á morgun bara.

Er það ekki nóg, að hafa 2 saman?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

strawberrytatoo wrote:Er það ekki nóg, að hafa 2 saman?
Nii, þær eru venjulega bestar amk 4-5 saman.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Úff! Var sko bara að byrja með 54L búr, og var ráðlagt að fá mér 2 bótíur við þessu sniglavandamáli.

Er ekki með búr fyrir svona margar bótíur :S
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Image

hefur enginn prófað svona kopareitur?
það eru svo rosalega margir að kvarta undan sniglum undanfarið og bara talað um bótíur
-Andri
695-4495

Image
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

það er ekkert að þessum sniglum svo sem, blue acara parið eru að fíla að fá svoleiðis í matinn þegar er nóg til :P
Rena Biocube 50: tómt eins og er
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Hefði viljað eitur, en mér var sagt bara bótíur bótíur bótíur, og eitur myndi drepa allt í búrinu.

Er að verða vitlaus, þessir sniglar eru að fjölga sér á milljón og þetta er algjör viðbjóður!
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

það er náttúrulega rugl að vera að tönglast aftur og aftur á því að það sé allt í lagi að hafa snigla ef að viðkomandi VILL LOSNA VIÐ SNIGLANA. nýjasta hjá mér er að prófa sniglaætusnigla... fékk mér 4 svona og ég er ekki frá því að það sé farið að minnka eitthvað í búrinu, kostuðu helling og ég veit ekki hvort þeir fjölga sér af viti. ég reyndar fann einn kost við ramshorn sniglana og það er að éta rusl af botninum í seiðabúri sem ég er með.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég var að salta í búrinu hjá mér um daginn og það voru nokkrir sniglar í því en svo eftir saltið þá virðast allir vera dauðir. ryksugaði allavega slatta af hvítum (dauðum) sniglum upp. hef ekki séð einn einast eftir þessa saltmeðferð mína :)
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Hvernig fórstu að því? Er salt ekki hættulegt fyrir annað líf í búrinu?

En allavegana, bótían fannst þegar við vorum að setja nýju bótíuna í búrið, greyjið var komin í dæluna, og sennilega verið þar seinustu daga :( Hún var samt nokkuð hress, og vonandi ekki hlótið illt af. Note to self: kíkja í dæluna oftar.

Nýji virðist vera mun hressari en sá fyrsti var, og hefur hann sést synda aðeins um, þannig ég vona að þeir geti lyndað sér saman :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

flestir fiskar höndla salt mjög vel, þessvegna er það notað þegar einhver veiki kemur upp í búrum. Plöntur eru ekki hrifnar af því í miklum mæli og það er betra að taka þær upp úr og setja t.d í annað búr á meðan meðferð stendur en sniglar drepast í flestum tilfellum, þeir þola ekki saltið.

til gamans má geta að mollyar finnast þar sem vatn er ferskt, brakkis (sjór og ferskvatn mætast) og jafnvel í sjónum. Hef séð þá stundum í sjáfarbúrum í gæludýrabúðum og þeir eru aldir upp oft í saltvatni (brakkis) .
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

þegar að það er verið að tala um snigla vandamál afhverju saltar fólk þá ekki bara slatta og þá er þetta búið. þ.e.a.s. að fjarlægja allt úr búrinu ef að það þolir ekki salt.

las það á eitthveri síðu sem eitthver póstaði hérna að corydoras þoli ekki salt, en þeir virðast vera fínir ennþá hjá mér.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

salt drepur snigla, það er vitað eins og í garðyrkjubransanum. salt fer illa í flestar plöntur svo að maður saltar varlega í gróðurbúr. það að salta fiskabúr er oft gert sem bakteríudrepandi við sýkingum áður en maður fer í að dæla lyfjum í búr svo að það er ekkert mál að salta fyrir fiska.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

EiríkurArnar wrote:þegar að það er verið að tala um snigla vandamál afhverju saltar fólk þá ekki bara slatta og þá er þetta búið. þ.e.a.s. að fjarlægja allt úr búrinu ef að það þolir ekki salt.
Já en sniglar fylgja oftast plöntunum, sem sé verpa á þær og erfitt oft að sjá eggin og ef maður tekur plönturnar uppúr (þar sem þær þola ekki salt) saltar svo búrið og drepur alla snigla þar en setur svo plönturnar aftur út í með plöntueggjunum , þá er maður aftur komin með snigla. Þá þarf að gera eitthvað við plönturnar líka til að drepa eggin eða hreinsa þau öll af.
200L Green terror búr
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Ég hugsa að ég reyni að salta þá, og taki sjénsinn á gróðrinum. (hann hefur ekki verið neitt nema vesen í þann stutta tíma sem ég hef haft hann)

Hvernig fer maður að þessu?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ætli það sé ekki að salta 1-2 g á hvern lítra :)
200L Green terror búr
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

100gr þá, í 54L búr? Er þetta þá bara þetta salt sem er selt í dýrabúðunum?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Notaðu bara gróft kötlu salt.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Saltið fer ekki vel í bótíurnar
Kv. Jökull
Dyralif.is
strawberrytatoo
Posts: 40
Joined: 17 Apr 2009, 22:41

Post by strawberrytatoo »

Jæja fyrst að ég er nú komin með bótíurnar, þá hugsa ég að sleppi því að salta, vonandi ná þær bara að stúta sniglunum, þeir voru nú ekki það margir.

Ég verð líklega að selja bótíurnar þegar þær eru orðnar fullvaxta, en ef sniglar koma upp aftur þegar þær eru farnar, þá prófa ég þetta salt trikk :)

Bótían sem ég keypti í gær er nokkuð hress, en þessi fyrsti sem fannst í dælunni sést eiginlega ekki, hann er mjög feimin og var um sig greinilega. Vonandi er hann ekki veikur, greyjið.
Post Reply