Langaði að athuga hvort þið getið sagt mér hvað veldur þessum einkennum,
Er búinn að eiga þennan SAE í rétt yfir ár og hann orðinn stór og fínn, en sá
svo núna áðan að hann er útbelgdari en venjulega, syndir hálf kjánalega og
er mikið á hvolfi
Tek fram að regluleg vatnsskipti eru gerð vikulega um 40-50%
Jæja hann gaf upp öndina áðan og ég vippaði honum uppúr og smellti af einni lélegri mynd.
Ef þið vitið af hverju þetta gæti stafað þá væri gott að vita það.
Hann virtist vera í góðum gír í gær, en þá var hann að elta barbana hjá mér einsog allla aðra daga..
Jæja nú tveim mánuðum seinna er annar farinn með sömu einkennum! Það er að vísu önnur tegund, nú var það fimm banda barbi sem er útbelgdur einsog korktappi.
Frá því að síðasti fór hef ég minnkað fóðurgjöf til öryggis, en kanski er þetta eitthvað annað, hvað haldið þið?
3 x Skalar, tveir risar og einn meðal stór
6 x Gúramar (3-spot)
5 x Harlequin rasbora
5 x Gull barbar
6 x Banda barbar (-1)
1 x Gibbi (18cm)
1 x Eldhali
4 x Ancistrur
3 x Yoyo bótíur
er með Tetra Ex 700 dælu (700 l/klst)
Hef verið að þrífa dæluna á 2 mánaða fresti.
Vikuleg vaskskipti á búrinu sjálfu 40-50%
Á að vísu ekki NO3 test, reyni að redda því á morgun, ekki óvitlaust að eiga það.
SAE ætti svonsem að vera harðgerðari en t.d. rasborurnar, hafa þeir ekkert vertið að tína tölunni?
Svo er náttúrulega möguleiki að þetta sé innvortis bakteríusýking, en ég veit ekki hvort að fiskurinn ætti að belgjast svona mikið út við það. En jú, það væri góð byrjun að tékka á no3