
Ég fór í heimsókn til vargsins fyrir ca. 2 vikum og skelti mér á nokkrar síkliður af afrískum uppruna frá honum. Kom ég heim með 4 stk Yellow lab, 4 Stk Johanni og 1 stk Höfrunga síkliðu.
Kribba parið var tekið úr búrinu og eru þeir nú í sér 60L búri þar sem að þeir voru frekar stressaðir í 180L búrinu og er ég að vonast eftir hrygningu frá þeim

Skellti mér svo núna á föstudag í dýragarðinn og fékk þar aðra höfrungasíkliðu. virkilega fallegir fiskar að mínu mati

Íbúar í 180L búrinu eins og er:
4x Labidochromis caeruleus (yellow lab.) ca. 3-4cm
4x Melanocromis johanni ca. 3-4 cm
2x Höfrunga Síkliður ca. 8 cm og ca 10 cm.
1x Black ghost ca 13-14cm
1x Gibbi ca 5cm
1x Pleggi ca 14-15cm
1x Whiptail pleggi ca 13cm.
2x Anchistrur brúsk. 1 kk og 1 kvk. báðar ca. 8-9 cm
Þarf að taka mig til einhvern daginn og mæla kvikindin nákvæmlega

Hérna eru svo nokkrar myndir af herlegheitunum. Afsakið gæðin. þetta er tekið á 6 ára gamla vél sem er ekki góð og ég er nýbúinn að umbreyta búrinu þannig að það eru smá loftbólur á glerinu



Heildarmynd af búrinu. Afsakið loftbólurnar á glerinu.

Johanni og Yellow lab. Báðir hóparnir svo litlir að enginn er orðinn kynþroska enþá.
Johanni og Yellow lab. Þetta er svo innilega ekki í focus. vantar betri vél.
Johanni og Höfrunga síkliðurnar einhvað að skoða sig um eftir breytingarnar.
Höfrunga síkliðurnar.
Yellow Lab í skoðunarferð um nýju hellana og göngin.
Koma Fleiri og vonandi betri myndir þegar ég kem í bæjinn næst
