Veit ekki hvort e-rt ykkar hafi verið með skjaldbökur, vona það
Það byrjuðu s.s. að koma litlir hvítir blettir á skelina á annarri, og nokkrum dögum seinna á hinni líka.. Það eru nokkrir dagar síðan þessar myndir voru teknar og nú eru miklu fleiri blettir á þeim.. Veit einhver hvað þetta getur verið?
Ég held að skelin byrji að rotna svona því að hun nær ekki að þorna nógu hratt eftir að hún kemur úr vatninu ertu ekki með land og sértakt ljós handa þeim?
já, er búin að vera á google.. það sem ég fann þar voru allt stærri blettir og litu öðruvísi út..
En já, við erum núna komin með land.. en það var frekar lengi í smíðum, og á meðan það var ekki komið þá klifruðu þær alltaf bara uppá ræturnar (erum með rætur á bakgrunninum sem þær hífðu sig á e-rn hátt uppá). Þar var bara venjulegt fiskabúrsljós og þær hafa pottþétt náð að þorna.. En núna erum við bæði með uvb peru og hitaperu á landinu hjá þeim, en þetta er bara að versna.. landið er meira að segja fyrir ofan búrið, svo það er ekki rakt þar né neitt..