Tilfærsla á búri

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Tilfærsla á búri

Post by sindris »

Ég þarf að færa búrið mitt úr einu herbergi í næsta við hliðina. Hvernig er best að gera þetta?

Ég hafði hugsað mér að taka 50-60% vatnsins úr og halda á því fjórir saman. Búrið er 370ltr.
Fiskar og grænmeti.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ef þú villt að sílíkonið haldi mundi ég taka allt vatnið úr því.
Getur geymt vatn úr gamla búrinu í einhverjum bala/fötu ef þér líður betur með það
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Taktu allt vatnið, annað er rugl. Nýtt vatn í búrið, tengdu sumpinn, fiskar í.
Málið dautt !
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

taka 50-60% úr - það þýðir að það séu samt eftir ca. 200kg að halda á :)

Ég myndi reyna að taka sem mest úr því, skilja kannski 10% eftir í mestalagi. Þetta er nógu djö. þungt fyrir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Já, var að spá í hvort búrið myndi meika þetta... Hendi ég ekki bara fiskunum með vatninu ofan í bala? eða tvo.. eða þrjá.

Ég er bara svo hræddur um að fiskarnir þurfi að vera of lengi ofan í einhverjum bala, þeir fara ekkert ofan í nýtt kalt vatn í búrinu eftir að ég færi það?
Fiskar og grænmeti.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Jú, ég hendi alltaf lítilli dælu í balann til þeirra til þess að mér líði betur

Þeir geta verið heillengi í stórum bala, settu volgt vatn út í búrið, þá geta þeir farið beint ofaní
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Volgt vatn :O má það? Hitaveitu þeas...
Fiskar og grænmeti.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hitaveituvatn er í góðu lagi :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Já, hitaveituvatn, það er í fínu lagi, gott að búa á Íslandi
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Okei :) eitt í viðbót...

hvernig er best að ná fiskunum í bala, óskararnir þá sérstaklega (16-20cm)
Fiskar og grænmeti.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Með háfi !!
Getur líka verið extreme og notað hendurnar en ég held að flestir notist við háf
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Málið er bara að ég er ekki með svona stórann háf við höndina eins og er :roll:
Fiskar og grænmeti.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þú ert ekki með háf þá getur þú tæmt nánast allt vatn úr búrinu og náð svo fiskunum í stóra skál eða...tertuhjálm.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

En stóra skál úr plasti? Jafnvel tertuhjálm!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Great mindes... 8)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

WOW, þetta er scary...
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Hahaha, frábært. Aðeins of náið spjall. Sem er fínt.
Fiskar og grænmeti.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Tertuhjálm??
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Jæja, þetta ævintýri er að enda núna. Óskararnir eru frekar skaddaðir, því miður. Vonandi að þeir nái sér. Hvor um sig er með 1-2 stór sár og nokkrar rispur. Vitið þið hvort þeir grói almennilega?

Brotinn hitari =/ ef einhver er að selja hitara þá vantar mig endilega á næstu dögum.
Fiskar og grænmeti.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ha, hvað gekk eiginlega á ?
Salt í vatnið, þá grær þetta betur og ekki kemur fungus í sárið.
Ég á ónotaðann hitara 300w hitara handa þér, 2000.- kr. Var ekki hitarinn í sumpnum ?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

óskarinn grær ótrúlega vel . . salt í búrið , góð vatnsgæði og þá ætti þetta að lagast segi ég án ábyrgðar þar sem ég hef ekki séð sárin. .

en hvað gekk eiginlega á ? erfitt að ná þeim ? slagsmál ?
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

já óskarar geta lamið nokkuð vel frá sér... ég mæli með að næst þegar þú gerir þetta, lemdu þá þéttingsfast á milli augnana og þá verður þetta ekkert mál..;)
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Okei, ég ætla að salta vel. Þeir litu strax aðeins betur út í morgun en í gærkvöldi. Þeir voru rosalega duglegir að sprikla í brúnirnar á skálinni sem ég notaði til að ná þeim.

Ég væri endilega til í að kaupa þennan hitara af þér, ég sendi þér pm.
Fiskar og grænmeti.
Post Reply