pH mælingar.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

pH mælingar.

Post by Vargur »

Ég fékk lánaðan ph mæli hjá félaga mínum í dag og mældi vatn úr öllum búrum.
Niðurstöðurnar er forvitnilegar.

Kranavatn Kalt pH 8.4
kranavatn heitt pH 8.2

Niðurstaða var allstaðar sú sam í svipuðum búrum hjá mér, þe. búr með gróðri og venjulegum Íslenskum sandi í botninum.
Í þeim mældist pH 7.3
Þegar ég hrærði tveim teskeiðum af skeljasandi í vatnssglas úr búrinu mældist pH talsvert hærra eða 8.3

Í búri með sama sandi og trjárót mældist pH einnig nánast það sama eða 7.2

Í búri með skeljablönduðum sandi og talverðu af gróðri mældist pH 7.7

Í búri með engum gróðri og engum sandi mældist pH 7.5

Í búri með engum sandi en gróðri (java mosa) mældist pH 7.0
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Smá viðbót.

Ég mældi kranavatnið síðan í gær og kom þá í ljós að pH hafði lækkað um 0.5 bara við að vatnið stæði í glasi í um sólarhring.

Einnig mældi ég ph 7.5 í einu búri hjá mér en eftir að ég pætti nokkrum brotnum leir blómapottum lækkaði pH niður í 7.0 á innan við hálftíma.
Semsagt leirpottar lækka pH.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er nokkuð merkilegt.

Er þetta stafrænn mælir sem þú ert með?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já, þetta er stafrænn mælir.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Það er forvitnalegt að heyra ég for i gamlar garðyrkjubækur og þar kemur akurat fram það; leir er súrt .

Enn mér langar að vitað hvað gerir þíð til að lækka PH i fiskibúrum ykkar, þegar þíð þurfa að þeim að halda , án að nota leirpottar?

Ég notaði á timabil frekar mikið PH-minus frá Sera, vegna þess hvað PH i fiskibúrinu for stanslaust upp yfir 8 PH . Til ég fekk svar frá www.sera.de.
Þar kom fram að PH væri ovenjulega há meðan hvað KH ( karbonathardness) væri lá, og skyringu var sú
að ég væri öruglega með frekar mikið plöntum ,meðan við ekki nóg mikið af CO2 áburðagjöf.
Og sidan ég gefa CO 2 er það betra.

Enn nú langar mér að vitað með hvað háan KH eru þíð ?

Uplysingar ég fekk með kaup CO2- áburðablandara eru sú: (eftir M.Mörker)

Gefa frá CO 2 hjá mikið plöntum lækkar PH , og verður um það bil 7,0 PH
KH sem er i milli 3-5 gerir PH stabill
KH undir 3 með samtimis CO2 áburðargjöf veldur sýrafall – i skaðlega hætti- jafnvel dauða fiskana !

Nú mælði ég KH; kranavatn kald er það rétt 1 KH/ kranavatn heitt 2 KH
I fiskibúr sjalfur er ég með KH 4 – helt það er skeljasandur.
Væri gaman að heyra i einhverjum sem veit ráð til að hækka KH – fyrir langtima til að lenda ekki
i neinu vesen vegna PH-fall.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég þarf ekki að lækka pH í mínum búrum, frekar að hækka það þannig ég veit ekki hvaða aðferðir eru bestar til þess.

Stephan, hvernig mælir þú KH ? Ég prófaði að mæla í tveim búrum hjá mér með strokutesti (teststreifen) og samkvæmt því var KH í búri með skeljablönduðum sandi og nokkrum plöntum ca 7-10 en ca 5 í búri með engum sandi og smá javamosa.

Ég setti in í Greinar og fræðsla ágætis grein sem svarar flestum spurningum um pH, GH osfr. Greinin er á ensku.
Last edited by Vargur on 16 Mar 2007, 02:51, edited 1 time in total.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég nota tvær aðferður
1. með strokutesti bara til að sjá "rumlega" hverning staðan er

2. með mælingarvöka frá Sera, mér synast þetta er aðeins nákvæmari

ég mæli með vökva PH, GH, KH, CO2,No3

það væri nu ósk að á svona KH 5 :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef einhver vill vita fyrir víst hvernig aðstðæðurnar eru í Malawi vatni þá er hér mynd sem sýnir mælingu í vatninu í byrjun nóvember. Þarna sést að pH mælist 8.1 og hitastigið 26.7°

Image
Post Reply