Nanó-tjörn?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
jokkna
Posts: 130
Joined: 07 Nov 2008, 14:56
Location: Akureyri

Nanó-tjörn?

Post by jokkna »

Planið er að gera svona smá holu með vatni fyrir ýmsar vatna plöntur.
Tjörnin verður sennilega ekki meira en 200 lítrar. :D

Ég var að velta því fyrir mér hvort að það væri hægt að setja venjulega fiskabúrs dælu í tjörnina svo að hægt sé að hafa þar einn eða tvo gullfiska?

Þá yrði bara venjuleg dæla og enginn hitari ( fiskarnir yrðu bara þarna yfir sumarið) og svo fullt af plöntum!
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já þetta gæti alveg virkað yfir sumarið en til að halda þessu flottu þarf dælan að vera frekar öflug
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

hitasveiflurnar yrðu líka mjög miklar. Líklega of miklar fyrir flesta fiska, jafnvel gullfiska.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
jokkna
Posts: 130
Joined: 07 Nov 2008, 14:56
Location: Akureyri

Post by jokkna »

Hmm... hvernig dælu væri best að nota?

Spurning með hitann ef maður er með tvöfalt lag af einangrunardúk undir þessu öllu????
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Tjarnardælur..., koma svona tjarnar filter kit með næstu sendingu í dýralíf

hef meiri áhyggjur af sólinni frekar en jörðinni, jarð hiti er frekar stöðugur en þegar sólin fer að skína mun svarti dúkurinn byrja að kinda vel upp í tjörninni

Nano tjarnir eru ekki skynsamar nema þá kannski bara inni í húsi en tjörn undir 5000 lítrum er bara tíma sóun og erfiði, alveg eins gott að gera þetta almennilega strax í staðinn fyrir að enda með drullupoll sem maður verður ósátt/ur með
Last edited by Squinchy on 15 May 2009, 17:26, edited 1 time in total.
Kv. Jökull
Dyralif.is
jokkna
Posts: 130
Joined: 07 Nov 2008, 14:56
Location: Akureyri

Post by jokkna »

Meinar...... Ætli maður verði ekki bara að sannfæra gamla pakkið um að fá að stækka tjörnina :D
Post Reply