Gullfiskur

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

popeye
Posts: 9
Joined: 15 May 2009, 21:58

Gullfiskur

Post by popeye »

já ég ætla að spurja herna i sambandi við fiskinn minn.
Þetta er bara ósköp venjulegur, svartur gullfiskur með svona stór augu. er bara svo til nýbúin að fá hann.
En þannig er mál með vexti að hann hangir bara uppi á yfirborðinu og sýgur loft ;o Eða andar. Eg veit alveg að þeir gera þetta til að fá súrefni en hann er þarna allan daginn og bara gerir ekki annað.
fór að spá hvað gæti verið að ?
of lítið súrefni i vatninu? er samt bara nýbúin að skipta
eða hvað getur þetta verið ?

með fyrirfram þökk..
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

hann yrði örugglega ánægður er þú settir loftdælu í búrið. :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Súrefnisskortur, ég er með nokkrar spurningar samt, til að hjálpa þér.
Beindu dælu úttakinu þannig að vatnið gárist, ætti að laga þetta.

1. Er búrið kúlubúr eða fiskabúr?
2. Ef fiskabúr, hve margir lítrar?
3. Ertu með dælu í búrinu?
4. Hversu öflug er hún?
5. Hversu oft geriru vatnsskipti og hversu mikið í einu?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
popeye
Posts: 9
Joined: 15 May 2009, 21:58

.

Post by popeye »

Jaa þetta er samt bara glerbúr sko, helt að það þyrfti nu ekki loftdælu á svoleiðis :o
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Re: .

Post by gudrungd »

popeye wrote:Jaa þetta er samt bara glerbúr sko, helt að það þyrfti nu ekki loftdælu á svoleiðis :o
hmm..... nú skil ég ekki? :?
popeye
Posts: 9
Joined: 15 May 2009, 21:58

.

Post by popeye »

Þu veist svona, gler kúla, er bara með einn fisk..
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Geturu svarað hinum spurningunum? með vatnsskipti og svona...
400L Ameríkusíkliður o.fl.
popeye
Posts: 9
Joined: 15 May 2009, 21:58

.

Post by popeye »

þetta er bara svona glerkúla, þannig það er engin dæla, fekk hann bara á þriðjudag og skipti um vatn i gær til að athuga hvort þetta myndi lagast
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ok, ef að þú ætlar ekki að hafa dælu, né að fá þér almennilegt fiskabúr (ekki kúlubúr, 20L+) þá áttu að skipta um vatn einu sinni á dag, eitt glas u.þ.b.


Annars gengur engan veginn upp að vera með fisk í kúlu, vatnið er sídrullugt, fisknum líður illa, svo er þetta ekki jafn skemmtilegt að hafa fiskinn í kúlu.

Annars er ástæðan fyrir því að hann hegðar sér svona, drullugt vatn, súrefnisskortur, s.s. ekki nógu vel hugsað um fiskinn.

Hvaða asni sagði þér að lítil fiskabúr þurfa ekki dælu?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
popeye
Posts: 9
Joined: 15 May 2009, 21:58

.

Post by popeye »

Heyrðu óþarfi að vera með einhvern hroka herna.
i fyrstalagi se eg bara engann tilgang i að hafa 20L búr fyrir einn fisk.
í öðrualgi passa eg vel uppa að búrið sé vel hreint.
og það að þu segir her ''ekki nogu vel hugsað um fiskinn'' mer finnst þetta bara aðeins of harkalega sagt hja þer, eg sagði her fyrir ofan að eg var að fá hann á þriðjudaginn og er buin að þrýfa búrið 2var síðan þá.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Farðu ekki að væla.
Þó að þú sért búin að þrífa búrið 2 geriru það kannski ekki rétt, þú getur hafa þrifið það of mikið, svo að þessi litla bakteríuflóra sem að hefur myndast á 3 dögum hverfi.
Hvernig þreifstu búrið? Tókstu bara vatn? ryksugaðiru sandinn? eða tæmdiru búrið og tókst það í gegn.

Þetta er ekki ill meint, en það er samt staðreynd að kúlubúr henta EKKI NEINUM fiskum og ætti raunverulega ekki að hafa fiska í kúlubúri.
20L búr er passlegt fyrir 1-2 gullfiska, ekki of mikið. En þú mátt hafa þínar skoðanir á því sama hvernig þær séu.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Sammála síkliðuni, en ef þú vilt endilega vera með fiskinn í kúluni þarftu að skipta um 1-2 vatnsglös á dag og "sulla" eins mikið og þú getur meðan þú gerir það þetta er NAUÐSYNLEGT, svo 15-20% einu sinni í viku, Líka Nauðsynlegt. Og muna að gefa ekki of mikið.
Minn fiskur étur þinn fisk!
popeye
Posts: 9
Joined: 15 May 2009, 21:58

.

Post by popeye »

rosalega ur fólk verið dónalegt og hvað þá 15 ára krakkar eins og þú segist vera, finnnst bara allt í lagi að svara almennnlega þegar einhver nyr kemur með spurningar, gerðu þer aðeins grein fyir að það þurfa ekki allir að vera með fiskadellu.

og ja eg skipti um vatn og þreif sandinn lika svona ef þú vilt skíta aðeins meira yfir fáfræðslu mina um fiska :)
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Re: .

Post by Arnarl »

Frekar tilgangslaust svar sem var hérna :oops:

Afsaka það innilega :?
Last edited by Arnarl on 17 May 2009, 02:40, edited 2 times in total.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er ekki að reyna að vera dónalegur, þó að maður sé með fiskabúr sem að er 20L+ þarf maður ekki að vera með fiskadellu, sjálfsagður hlutur ef maður ætlar að eiga fiska, næstum nauðsynlegt því að fáir sem engir fiskar eiga heima í búri minna en 20L, sama þó að það sé 1 fiskur eða 5 sem að eru í búrinu. Ég skil bara ekki tilganginn í því að troða dýri ofan í eitthvað sem að er nær því að vera krukka heldur en fiskabúr.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
popeye
Posts: 9
Joined: 15 May 2009, 21:58

Re: .

Post by popeye »

Arnarl wrote:
popeye wrote:rosalega ur fólk verið dónalegt og hvað þá 15 ára krakkar eins og þú segist vera, finnnst bara allt í lagi að svara almennnlega þegar einhver nyr kemur með spurningar, gerðu þer aðeins grein fyir að það þurfa ekki allir að vera með fiskadellu.

og ja eg skipti um vatn og þreif sandinn lika svona ef þú vilt skíta aðeins meira yfir fáfræðslu mina um fiska :)
Þú mátt endilega útskýra nánar hvað þú meinar með 15 ára krakka eins og mig? þýðir það að ég sé heimskur og viti ekki hvað ég er að tala um?Svo er ég 16 ára8) og líka dónalegt svar? :D

eg var ekki að tala um þig elskan :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: .

Post by Andri Pogo »

Arnarl wrote:
popeye wrote:rosalega ur fólk verið dónalegt og hvað þá 15 ára krakkar eins og þú segist vera, finnnst bara allt í lagi að svara almennnlega þegar einhver nyr kemur með spurningar, gerðu þer aðeins grein fyir að það þurfa ekki allir að vera með fiskadellu.

og ja eg skipti um vatn og þreif sandinn lika svona ef þú vilt skíta aðeins meira yfir fáfræðslu mina um fiska :)
Þú mátt endilega útskýra nánar hvað þú meinar með 15 ára krakka eins og mig? þýðir það að ég sé heimskur og viti ekki hvað ég er að tala um?Svo er ég 16 ára8) og líka dónalegt svar? :D
þessu var augljóslega beint að Síkliðunni, sem mér finnst vera líka vera full dónalegur fyrir svona einfaldar ráðleggingar.
Sé ekki tilganginn í að bjóða fólk velkomið með dónaskap.
Gullfiskar hafa verið geymdir í kúlum í tugi ára svo það er óþarfi að vera hissa hvaðan sú hugmynd kemur að setja gullfisk í kúlubúr...
Það er t.d. gullfiskur í kúlu í Dýraríkinu Garðabæ og ég hef ekki séð betur en að það sé alltaf hreint og fínt og gulli hress. Ekki að ég sé að mæla með kúlubúrum, enda þyrfti að skipta út vatni daglega eins og hefur komið fram, sem fólk fær yfirleitt leið á á endanum.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

ég vissi það allveg.... :roll: :lol:
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

Það þarf ekki endilega að vera með dælu i þetta litlum búrum.. sammt er það rétt. litil fiskabúr láta fiskinum liða illa, enn með vatnskipti, það þarf að skipta um 1-2 bolla a dag og 40-60% viku, góð og öflug vatnskipti lata fiskinn liða betur serstaklega vegna þess að gullfiska meinga talsvert frá sér.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Re: .

Post by Jakob »

Andri Pogo wrote:
Arnarl wrote:
popeye wrote:rosalega ur fólk verið dónalegt og hvað þá 15 ára krakkar eins og þú segist vera, finnnst bara allt í lagi að svara almennnlega þegar einhver nyr kemur með spurningar, gerðu þer aðeins grein fyir að það þurfa ekki allir að vera með fiskadellu.

og ja eg skipti um vatn og þreif sandinn lika svona ef þú vilt skíta aðeins meira yfir fáfræðslu mina um fiska :)
Þú mátt endilega útskýra nánar hvað þú meinar með 15 ára krakka eins og mig? þýðir það að ég sé heimskur og viti ekki hvað ég er að tala um?Svo er ég 16 ára8) og líka dónalegt svar? :D
þessu var augljóslega beint að Síkliðunni, sem mér finnst vera líka vera full dónalegur fyrir svona einfaldar ráðleggingar.
Sé ekki tilganginn í að bjóða fólk velkomið með dónaskap.
Gullfiskar hafa verið geymdir í kúlum í tugi ára svo það er óþarfi að vera hissa hvaðan sú hugmynd kemur að setja gullfisk í kúlubúr...
Það er t.d. gullfiskur í kúlu í Dýraríkinu Garðabæ og ég hef ekki séð betur en að það sé alltaf hreint og fínt og gulli hress. Ekki að ég sé að mæla með kúlubúrum, enda þyrfti að skipta út vatni daglega eins og hefur komið fram, sem fólk fær yfirleitt leið á á endanum.
Ég get nú alveg játað að þetta var frekar harkalegt, það fer bara frekar í taugarnar á mér þegar fólk fær sér fisk í kúlu, því að í flestum tilfellum fær fólk leið á þessu og hættir að nenna að sjá um dýrin.
En ég bið allaveg popeye afsökunar á þessu. Og vona að mér verði fyrirgefið. En þetta voru bara mín ráð og ég tel þau ekki hafa verið slæm.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ég er alveg sammála síkliðunni í þessu, þetta hérna er fiskaspjall og flestir hérna heitir áhugamenn og konur um fiska. það er skoðun allra (ég stend alveg við það!) sem hafa alvöru áhuga á fiskum að kúlur passa ekki gullfiskum. þeir eru harðir af sér (ef að þeir drepast ekki á fyrsta mánuðinum) þurfa pláss til að synda, súrefni í vatninu og helst félagsskap annarra gullfiska. ef þér líkar ekki svör þeirra sem hafa reynslu þá skalt þú leita eitthvað annað.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

ég ætla nú bara að bjóða þér velkomin/n á spjallið popeye

edit- veriði ekki svona pirruð þótt popeye viti ekki betur, hann er jú búinn að eiga fisk síðan á þriðjud. einhverntíman var sá tími sem þið vissuð ekki mikið um fiska og ekki skemmtilegt ef þið væruð á að leita að upplýsingum og ykkur væri sagt að leita eitthvert annað
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Mér var bent á að nota "leit" áður enn ég póstaði nýjum þræði. Popeye hefði kannski getað gert það áður. :)
60l guppy
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

LucasLogi wrote:Mér var bent á að nota "leit" áður enn ég póstaði nýjum þræði. Popeye hefði kannski getað gert það áður. :)
Já en það er ekki beint auðvelt að leita hérna. Ef þú ert ekki með lykilorð að þá tekur það langan tíma að finna ef þráður með svari er ekki á fyrstu 2-3 bls.
Gott samt að benda á það núna:)
popeye
Posts: 9
Joined: 15 May 2009, 21:58

.

Post by popeye »

Enda get eg ekki kallað mig einhvern brennandi áhugamann um fiska þó að eg eigi nú einn, en það kannski kemur með tímanum. En eg bara ''googlaði'' gullfisk og fékk þá þetta spjall upp og ákvað bara að spurja, finnst Það nú aðeins betur gert en ef ég hefði bara ekkert haft áhyggjur af fisknum og látið hann bara eiga sig.

en þakka öll almenninlegu svörin og ég mun skoða þetta með vatnsdæluna ef að þetta fer ekki batnandi með að eg skipti um vatn a hverjum degi :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mæli reyndar með stærri vatnsskiptum ein 1-2 glös á dag.
Ef kúlan á að líta vel út þá er málið að skipta um 50% á dag, ryksuga mölina og bursta glerið eftir þörfum.
Gullfiskar þola vel stór vatnsskipti ef vatnið er í svipuðu hitastigi.
User avatar
whapz
Posts: 160
Joined: 08 Jul 2008, 23:57
Location: Árbær

Post by whapz »

Jæja.. Hérna ég var einu sinni með fiskakúlu og það gekk vel, Ég hafði hana bara hjá vaskinum mínum í eldhúsinu og þegar ég var að gera þessi daglegu vatnsskipti þá sett ég kúluna bara undir vaskinn og lét vatnið flæða uppúr, Þá endurnýjaðist vatnið hægt og rólega..

Kannski það sem maður þarf að passa er að gefa alls ekki of mikið..

En skemmtilegt að sjá ný nöfn hérna.. :)

Gángi þér vel með þetta!
mohawk_8
Posts: 76
Joined: 08 Mar 2009, 23:22
Location: Akureyri

Post by mohawk_8 »

ég var nú einu sinn með gúbbí fiska í kúlu og þeir eignuðust seiði og allt þannig að ekki hefur þeim liðið verulega illa og ég átti þá heillengi :D

en popeye vertu alveg innilega velkomin á spjallið og vonandi gengur þér allt í haginn með gullfiskinn :)
popeye
Posts: 9
Joined: 15 May 2009, 21:58

.

Post by popeye »

Takk fyrir allir :)
þetta gengr bara vel.
Hann syndir endalaust og er rosa hamingjusamur i kúlunni sinni með daglegum vatnsskiptum :)[/quote]
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Re: .

Post by Guðjón B »

popeye wrote:Heyrðu óþarfi að vera með einhvern hroka herna.
i fyrstalagi se eg bara engann tilgang i að hafa 20L búr fyrir einn fisk.
í öðrualgi passa eg vel uppa að búrið sé vel hreint.
og það að þu segir her ''ekki nogu vel hugsað um fiskinn'' mer finnst þetta bara aðeins of harkalega sagt hja þer, eg sagði her fyrir ofan að eg var að fá hann á þriðjudaginn og er buin að þrýfa búrið 2var síðan þá.
ég er nú alveg sammála popeye, etta var ekkert mjög skemmtilegt svar hjá þér, og hvað þá svarið til baka ........"farðu ekki að væla" :?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Post Reply