Ég hef verið að stússast í því síðustu daga að koma upp salamöndru seiðum, allt gengur vel, þyrfti reyndar að fara að færa þær yfir í stærra búr. Þær eru allar orðnar um og yfir 1 cm og þær eru eitthvað um 25 stykki held ég, býst við einhverjum afföllum.
Salamöndur þurfa þannig séð ekkert stórt búr og engin vatnsgæði né neitt þannig, foreldrarnir eru frekar stórir og eru í 20-30 l búri sem er mjög lítið en samt fjölga þær sér. Ég hef ekki heyrt um að þær fjölgi sér mikið í heimahúsum en þessar sem eru hér eru allaveganna til í tuskið, það líða svona 4 mánuðir á milli umferða hjá þeim.
Hér kemur mynd af búrinu sem að þau eru í, það er mjög lítið en það nægir þeim, dýrin eru ekki í minni eign svo lítið gengur að tala um að ég þurfi að fá mér stærra búr fyrir þau eða e-ð þannig
Nú eru komin egg í þriðja skipti á um mánaðar tímabili, þetta er nú farið að verða aðeins meiri vinna og pláss en ég ætlaði mér
nebbi: Ég get örugglega séð einhverju ofaní óskarana þína ef að þú hefur áhuga
Í hvaða stærð mundiru helst vilja fá þær, ég gæti pottþétt látið þig fá eitthvað úr umferð númer tvö þegar að þau klekjast út sem verður á næstu dögum, það er betra að þú takir þau fyrr en seinna því að það getur verið erfitt að koma þeim úr lirfuskeiðinu og yfir í salamöndrur
Gudjon wrote:Nú eru komin egg í þriðja skipti á um mánaðar tímabili, þetta er nú farið að verða aðeins meiri vinna og pláss en ég ætlaði mér
nebbi: Ég get örugglega séð einhverju ofaní óskarana þína ef að þú hefur áhuga
Í hvaða stærð mundiru helst vilja fá þær, ég gæti pottþétt látið þig fá eitthvað úr umferð númer tvö þegar að þau klekjast út sem verður á næstu dögum, það er betra að þú takir þau fyrr en seinna því að það getur verið erfitt að koma þeim úr lirfuskeiðinu og yfir í salamöndrur
skal taka þetta strax og þér hentar ..
nú kann ég ekkert á salamöndrur . . ?
hvernig erfitt er þessi umskipting á lirfu og salamöndru ?
Hún er örugglega ekkert erfið ef maður fer rétt að og hefur tímann í það, þau fara að éta hvort annað og fleira. Sjálfur veit ég lítið um salamöndrur annað en það sem ég hef lært af þessu pari
jæja hvernig gengur hjá þér, kíkti á búrið hjá mér í gær og það eru 10 stykki eftir, fékk eitthvað fiskafóður í töflum og set reglulega þarna útí, þetta stækkar geðveikt hratt