Ég hélt þetta væri costia og gæti vel verið að svo hafi verið, þetta byrjaði þannig að einn sverðdragi, kk, hjá mér var ekki lengur eins fjörugur og byrjaði síðan að bogna og fékk roða í tálknin. Leitaði ég mér þá ráða bæði með því að skoða hérna sem og annars staðar á netinu og leitaði mér einnig ráða í dýragarðinum þar sem ég var að kaupa fóður. Í kjölfarið saltaði ég í búrið og allt virtist vera á betri veg strax 2-3 dögum á eftir og núna virðist kk sverðdraginn heill heilsu.
Síðustu vikuna hafa hins vegar hafa tveir sverðdragar, kvk, dáið hjá okkur, önnur var reyndar alltaf mjög lítil miðað við hinar, fengum 3 á sama tíma, og dó hún fyrst og sá ekkert á henni. Seinni dó í gær og var komin með gráan blett öðru megin á sig og var mjög dökk miðað við venjulega, hún virtist í lagi fyrr um daginn. Læt fylgja með 2 myndir af henni:
Þar fyrir utan erum við með einn Corydora aeneus sem virtist vera með sporðátu en saltið hefur ekkert slegið á það og virðist það vera komið of langt, corydoran er ekki lengur í búrinu, heldur í einangrun, var hins vegar í búrinu þar til í gær.
Nú finnst mér skrýtið hvernig þetta er þar sem ég passa vel upp á vatnið, skipti vikulega um ca. 20-50% af vatninu, mæli reglulega vatnið og aldrei séð neitt að því, eina mæling sem hefur farið aðeins uppúr því sem ég héldi ákjósanlegt er NO3 sem fór mest í ca. 75 mg/l rétt fyrir vatnsskipti. Þá er einnig passað er uppá að gefa ekki of mikið í búrið. Dælan í búrinu er stillt þannig að hún gárar vatnið vel.
Ekki er að sjá að neitt sé að öðrum fiskum sem í búrinu eru núna, 54L búr.
Ég veit að þetta er langt en vildi hafa sem mestar upplýsingar og vona ég að þið getið bent á hvað sé í gangi í búrinu hjá okkur.