Að byrja með Piranha fiska ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gunni
Posts: 6
Joined: 19 Apr 2007, 23:34

Að byrja með Piranha fiska ?

Post by Gunni »

Sæl öll.

Er búinn að vera í hugleiðingum að fá mér mitt fyrsta fiskabúr.

Var að spá hvort að piranha fiskar væru eitthvað sem hentuðu byrjendum og var með nokkrar spurningar ef að einhver hérna gæti aðstoðað mig.

* Henta piranha fiskar byrjendum, er mikið vesen að sjá um þá ?
* Hversu stórt búr þarf maður ?Hvað gæti ég verið með marga fullvaxna fiska í ca 160l búri ?
* Hvað kosta svona krútt útúr búð, var þá að spá í þeim frekar ungum þannig að maður gæti séð þá stækka.
* Er hægt að vera með einhverja aðra fiska í búrinu (lifandi til lengri tíma) ásamt piranha ? Mættu þá auðvitað ekki vera of stórir, miðað við 160 l búr.

Vonandi að þið sérfræðingarnir getið aðstoðað mig.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sjálfur hef ég aldrei persónulega átt Piranha fiska en ég held að í 160 lítra búri geti einungis verið einn fullvaxinn Piranha fiskur, stærð búrsins bíður þó sennilega upp á 2, jafnvel 3 fiska en ég efast um að sambýlið gangi til lengri tíma.
Þú getur samt byrjað með nokkra litla og látið þá sjá sjálfa um að grisja hópinn.
Piranha teljast ekki erfiðir fiskar en mín skoðun er sú að það sé lítið meira gaman af þeim en gullfisk í kúlu nema þeir séu í stóru búri. Helst stærra en 300 lítra.
Ýmsir fiskar geta verið með Piranha en þó enginn til frambúðar. :?
Þetta eru fremur ódýrir fiskar, litlir kosta þeir yfirleitt innan við þúsundkallinn en stærri eru eitthvað dýrari, bara krúsa um búðirnar.

Kanski Keli geti gefið eitthvað betri ráð.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég er með 6stk í um 200 lítrum eins og er. Það gengur fínt, en það er nartað svolítið í uggana.

Ég þarf líklega að losa mig við þær fljótlega samt þar sem ég er að fá mér stærra búr, myndirðu hafa áhuga á að fá þær fyrir sanngjarnt verð?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Piranha fiskar?

Post by Piranhinn »

ég er með 4 stk, þar af 2 sem eru alveg að verða fullvaxta
og hins vegar 2 ungfiska )piranha allt saman...
það hefur ekki verið teljandi vesen fyrir mig að
ala þessi kvikindi upp og hef ég haft mjög gaman af því
að horfa á þetta vaxa og dafna.
Það sem að er kannski erfiðast, er einmitt byrjunin.
Það getur tekið smá tíma fyrir þá að aðlagast nýju búri
og á meðan það er verið að rífast um pláss í nýju búri, geta
hæglega orðið slys (afföll) en það á ekki að þurfa að vera
alvarleg stríðsmeiðsl. Ef þeir fá góða næringu þá ættu þeir bara
að sættast mjög fljótt...
Annars, Keli... eru þetta fullvaxnir Piranha sem þú ert að reyna að
losna við?!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Nei, þetta eru svona 10cm.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Hvað ertu að selja stykkið á mikið? :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

1000kr?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

já, ég er alveg til í allavega einn ef ekki tvo ef að
það er möguleiki? :)
Post Reply