ég get alveg ímyndað mér að gullfiskar hrygna af og til í búrum, en hrognin eru alltaf étin eða seiðin drepast.
Það er mjög skemmtileg að sjá gullfiska í tilhugalífinu. KK fiskurinn eltir kvk og reynir að nudda sér utan í magan og afturendan á henni, það örvar hana til þess að hrygna með honum. Eftir smá eltingarleik hrygnir hún með honum í t.d java mosa en hún dreyfir hrognunum út um allt búr. Það er best að hafa fínt net á botninum svo þau verði ekki étin og taka síðan fiskana eftir hrygninu og aðskilja kynin. Kvk verður uppgefin eftir karlinn og getur jafnvel drepist ef þau eru ekki aðskilin því hann heldur áfram að elta hana.
Eftir nokkra daga ættu seiði að fara að koma í ljós.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L