Gullfiskagot?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
M
Posts: 34
Joined: 23 May 2009, 23:23

Gullfiskagot?

Post by M »

Er ekki alveg sú gáfulegasta í fiskamálum en langar að læra...

Er ekki fræðilegur möguleiki að gullfiskar fjölgi sér?
:oops:
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Ég myndi nú halda að eitt það mikilvægasta sem dýrategund þyrfti að geta til að deyja ekki út er að fjölga sér.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

1. Gullfiskar gjóta ekki. Þeir hrygna.

2. Það er ekkert stórmál að fjölga þeim, en maður þarf gott pláss og kynþroska fiska. Googlaðu goldfish breeding og þú finnur hrúgu af greinum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég get alveg ímyndað mér að gullfiskar hrygna af og til í búrum, en hrognin eru alltaf étin eða seiðin drepast.
Það er mjög skemmtileg að sjá gullfiska í tilhugalífinu. KK fiskurinn eltir kvk og reynir að nudda sér utan í magan og afturendan á henni, það örvar hana til þess að hrygna með honum. Eftir smá eltingarleik hrygnir hún með honum í t.d java mosa en hún dreyfir hrognunum út um allt búr. Það er best að hafa fínt net á botninum svo þau verði ekki étin og taka síðan fiskana eftir hrygninu og aðskilja kynin. Kvk verður uppgefin eftir karlinn og getur jafnvel drepist ef þau eru ekki aðskilin því hann heldur áfram að elta hana.
Eftir nokkra daga ættu seiði að fara að koma í ljós.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
M
Posts: 34
Joined: 23 May 2009, 23:23

Post by M »

En er hægt að þekkja í sundur KK og KVK? er með 4 í 20L búri.... allt perlulaga
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Þegar fiskarnir fara í hrigningar stuð þá fá karlarnir svo kallaðar greddubólur á tálknin og eyruggana.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

20 lítra búr er alltof lítið til að pæla í hrygningum. Og fiskarnir væntanlega ekki orðnir kynþroska fyrst þeir tóra í svona litlu búri.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply