400L Ameríku búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

400L Ameríku búr

Post by Höddi »

Ég ákvað að taka niður Malawi búrið hjá mér og gera miklar breytingar. Mig hefur lengi langað í Ameríkana og þá sérstaklega Óskar.

Svo búrið var tæmt og mölinni skóflað uppúr, og þá missti ég mig í hreingerningu. Það er nú ekki oft sem maður gerir svona breytingu svo ég ákvað að fara bara alla leið.

Það var komin leiðinda þörungur um allt búr og langt uppá dælukassann, og svo voru svona pínku litlar vatnaflær(eða eitthvað) sem voru skoppandi á vatnsyfirborðinu, sem mér gekk heldur ekkert að losna við. Og þar sem þetta er gamalt búr og ég keypti það notað, þá var alveg komin tími á almennilega hreingerningu.

Þá tók ég svampana úr dælunni og geymdi í öðru búri til að viðhalda flórunni, búrið var svo borið út á svalir þar sem ég fyllti það af vatni og sturtaði 8 lítrum af klór útí til að drepa allt kvikt. Lét það standa í nokkra tíma og strauk svo létt yfir það með svampi og náði þannig öllum þörung og drullu úr því. En þá var komið að því að skola, og það var ca. 4 klst. prógram því ég vildi vera viss um að engin klórarða væri eftir.
Þá var búrið sett á sinn stað, nýr bakgrunnur, ný möl skoluð og sigtuð, og mikið djöfulli kom þetta vel út. Búrið var bara eins og nýtt.

Þá var komið að vatni, svo skellti ég tveim rótum og þremur plöntum sem ég var með í öðru búri.

Ég keypti nýja tunnudælu Rena XP4 og gat svo tengt heimabruggs-kolsíru við orginal dæluna (sjá mynd), og þá vantar mig bara fiska.

Image
Image

Langar að fá mér óskar, green terror og jack dempsei.

Image

Hvernig lýst ykkur á? Endilega kommentið og komið með ráðleggingar.
ZX-6RR
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Líst vel á þeta - Það er alveg nauðsynlegt að gera þetta reglulega, maður fær alveg nóg af búrunum sínum stundum :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Fallegt búr :)

Fullt af karakter í Óskörum, verður magnað. Hvað ætlaru að hafa marga í þessu?
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Ég er ekki viss hvað ég verð með marga, á eftir að spá í það.
ZX-6RR
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég get látið þig fá Jack Dempsey, líklegast kerlingu, um 10-12cm.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Alltaf gaman að breyta, ég skal selja þér frontósur :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

lítur vel út. mig dauðlangar að breyta til í stóra búrinu mínu líka.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Laglegt!! Alltaf góð tilfinning eftir á þegar maður tekur búrið hjá sér svona alveg í gegn. Lýst vel á þetta hjá þér.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Takk fyrir kommentin, alltaf gaman að heyra hvað öðrum fynnst.

Annars skellti ég mér í Dýralíf uppá höfða í gær, (skemmtileg búð og miklu stærri en ég hélt :shock: ) og náði í tvo Green Terror. Skrapp svo í Dýragarðinn í dag og fór með tvo óskara heim.

Nokkrar myndir sem ég var að taka af þeim.

Image

Image

Image

og ein heildarmynd í lokin
Image

Ég veit ekki hverju ég ætti að bæta við, hugsa að ég láti þetta duga svona til að byrja með. Nema þið hafið góða hugmynd? Er eitthvað sem ykkur fynnst alveg vanta í búrið?
ZX-6RR
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Stór hraunmoli með helli gæti verið flottur fyrir Óskarana. Annars veit ég ekki, finnst þetta bara nokkuð flott eins og er. Á samt von á að þeir muni redecoratea pínu sjálfir ;)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Búrið er mjög flott svona, hvar fékkstu mölina?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Fékk mölina í BM-vallá
ZX-6RR
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

er með söu möl. eina sem þarf er að skola hana agætlega og hun er goð. kostar 624kr fyrir 45kg poka
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Það er rétt, ég siktaði mölina líka til að losna við sandinn úr henni þannig að búrið verði ekki óþarflega skýað.
ZX-6RR
Post Reply