A - Ö -Skalahrygning ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
skepna
Posts: 24
Joined: 01 Jun 2008, 08:36
Location: suðurland

A - Ö -Skalahrygning ?

Post by skepna »

Er með tvær Scalahrygningar í sama búrinu.
Á lítið 30L búr undir seiðin.
Síðustu sex hrygningar hafa drepist( étnar reyndar, en hef tekið eina frá og það drapst allt hjá mér), svo
Er einhver til í að setja inn leiðbeiningar a til ö
um meðhöndlun á seiðunum, langar til að koma einhverju af þessu á legg.
:)
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Granted, dálítið síðan ég gerði þetta (2002). En það sem þú þarft að passa er að hafa dælu sem er hættulaus fyrir seiðin, svampdæla tengd lofti t.d. Engan sand í búrið svo það sé auðveldara að þrífa, og þrífa botninn reglulega.

30L er sennilega ekki hentugt. Ég myndi segja að 60L væri gott, reyna að fá parið til að hrygna í 60L búrið frá byrjun eða hrygna á eitthvað sem þú getur fært þangað. Taka parið þegar seiðin fara að synda.

Aðal málið er sennilega að gefa þeim að borða. Í klípu þá er gott að harðsjóða egg og kreista eggjahvítuna gegnum nylonsokk, þá koma lítil korn sem seiðin geta borðað.

Best er að reyna að koma af stað brine shrimp ræktun. Það er hægt að kaupa egg sem þú setur út í saltvatn/sjó í 2L kókflösku með lofttúbu ofan í. Þegar draslið fer að synda um geturu gefið seiðunum þetta. Það er líka hægt að kaupa svona rækjuseiði þurrkuð, en mér gekk ekkert með það.

En þó þú verðir hrikalega góður þá mun alltaf hellingur drepast.

Held að mesta success hjá mér hafi verið 40 seiði sem náðu að verða á stærð við tíkall.
skepna
Posts: 24
Joined: 01 Jun 2008, 08:36
Location: suðurland

Post by skepna »

Zank u.
prufa eggin,
Hvernig er með sera micron seiðaduftið ( ég leysti það upp í smá vatni og setti í búrið)
hentar það ekki fyrir Scala?

Pörin eru í 450L búri, síðast saug ég seyðin yfir í litla búrið,
(sem ég var búin að fylla af vatni úr stóra búrinu)
og þau syntu spræk í 3 daga en fóru svo að drepast.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Seiðaduftið á að vera fínt til að byrja með, bara passa með það eins og annað að gefa ekki of mikið. Artemian er svo það albesta.
Ég hef líka verið að glíma við þetta 3 daga vandamál, seiðin hrynja niður á 3-5 dögum og drepast öll.
skepna
Posts: 24
Joined: 01 Jun 2008, 08:36
Location: suðurland

Post by skepna »

Dagur 1 búin og seiðin lifa.
Saug seiðin yfir í gær, skellti einni rót úr stóra búrinu með.
Gaf smá af duftinu.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Flott. Vonandi gengur vel.

Ég fatta bara ekki afhverju maður myndi vilja hafa rót í seiðabúri?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Rótin getur vel gert gagn, td þá er á henni þörungur og annað góðgæti sem seiðin geta kroppað í.
Post Reply