250L Discus búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Laglegt. Gaman hvað þeir eru frískir og fjörugir. Þeir eru greinilega frá úrvals ræktanda.
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Mitt búr er allveg nákvæmlega eins og þitt bara annar litur. Þessi litli gefur fullvöxnu ekkert eftir, hann er alltaf fyrstur að koma í matinn og étur mjög vel. Ég er með 5x litlar ancistrur þær sjúga sig aldrei utaná discusana og 30x neon og kardinála.
60l guppy
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Lucas: Nice. Ertu með myndaþráð einhversstaðar af þínu búri?
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

henry wrote:Lucas: Nice. Ertu með myndaþráð einhversstaðar af þínu búri?
Nei hef ekki gert hann enþá, kemur sennilega fljótlega :)
60l guppy
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Það er í raun flest sennilegra en þetta sé ormur...!!!!!!! sama hvað þér er sagt af óskírum myndum.

Broddi lífræðingur fékk þessa orma fyrir nokkrum árum síðan og eins og hans er von og vísa þá lagðist hann á netið til að leita sér upplísínga um atferli þessara sníkils. þegar að þessi ormur er full kinþroska þá kémur einskonar nál út úr rassinum á fisknum og það er aðeins lítill hluti ormsins hann er miklu stærri þetta er bara ækslunarfæri hans eða réttara sagt hann notar broddin til að verpa og nú man ég ekki hvort það voru egg eða það koma lifandi smáormar út.

þetta tekur yfir 200 daga að gerast frá því að fiskur smitast þar til ormurinn er kinþroska. SORRÝ þessir diskkusar eru ca 170 daga gammlir frá því þeir voru hrogn !!!!!! ég er með samanburð frá mínum 60 sistkinum og góður vinur minn er með 10 og er gamall í hettunni með diskusa ég hafði einnig samband við hann í gær, það er hvergi ormur og við báðir höfum séð þetta með berum augum áður. vertu rólegur þetta á ekki einfaldlega lífræðilega að vera mögulegt.

Og til að bíta hausinn af skömminni þá ættu foreldrar þessara fiska líka að vera smitaðir ennnnnnnn ég tók frá þeim 20 seiði sem þau eru búin að koma upp í stóra búrinu mínu í gær, þau seiði eru 2 vikna gömul og það væri ansi langsótt að þau væru smituð og á sama tíma væru að hrigna mjög reglulega. Ekki það að það sem aldrey hefur gerst á öruglega eftir að gerast aftur eins og kallin sagði á sínum tíma :D en líkurnar á að þetta se málið eru ansi hvervandi.

Þetta gæti einfaldlega verið sár, eða eða þrútið ra**gat eftir ofát, gotraufin getur líka oft verið ansi útistandandi á þeim þetta eru sennilegri skíringar en hitt, og mundu að ef diskus veikist er það fyrsta sem hann gerir er að stein hætta að éta hvað þá eftir það að vera fluttur á milli búra í annað vatn, það eitt getur sett þá í fóðurstopp þannig að ef þessi fiskur étur þá er hann sennilega í topp lagi eins og allir hans 70 siskini sem ég er með puttana í sjálfur.

Og af myndunum að dæma þá eru þeir í fínu standi það kémur mér reyndar hreint á óvart hversu sprækir þeir eru og gráðugir í fóður af myndunum að dæma frá þér.

sjáðu alla vega til það er ekkert panik.....

Setti þetta inn á báða þræðina svona að ganni mínu. Kveðja Svavar.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

omg hvað þessir diskusar eru sæætir :wub:
Flott vidjó! Þeim líður greinilega vel hjá þér :D
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Svavar: Ég held að enginn efist um að þetta séu góð ræktun hjá þér. Vona að þú takir þessu ekki þannig hjá mér. :)
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Nei þannig tek ég því ekki,,, langt frá því. Ég legg hinsvegar töluverðan metnað í það sem ég geri (reyni það alla vega) og mér er einfaldlega ekki sama hvernig gengur með fiska sem fara frá mér. Þannig að ég tek því alls ekki ílla þegar einhver hefur skoðun á fiskunum mínum heldur nota það sem áskorun að gera betur. Flóknara er það ekki,
kveðja Svavar
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jæja. Þetta er allt farið að ganga mun betur. Testin sýna í fyrsta sinn 0ppm nítrít eftir heilan dag án vatnsskipta. Vatnið er reyndar svolítið súrt og mjúkt en Discusinn ætti að fíla það ágætlega. Ætla að fylgjast með og sjá hvort ekki myndist nítrat án þess að nítrít hækki. Reyna að hemja mig með vatnsfötuna.

Hvað sem þetta var í rassinum á einum þeirra er nú horfið. Og ekki sést í nær sólarhring. Veit ekkert hvað þetta var, en miðað við hegðun fiskanna við máltíðir og lit á hægðum held ég að þeir séu í ágætu standi. Vil þakka öllum fyrir góð ráð varðandi orminn. Sem betur fer þurfti ég ekki að eiga við hann. Eina sem ég tapaði á þessu false alarm var að ég keypti dýrt active carbon sem ég þarf ekkert að nota.

Eina problemið hjá mér núna er leiðinda hárþörungur. En ég á eftir að sjá hvort það að minnka ljósið í búrinu nægir. Er með kveikt 13:00 - 23:00, en 12:00 - 24:00 áður. Hann festir sig á plönturnar, sem er svolítið pirrandi. Hef séð Discusana narta í hann af drumbinum. Hef reynt að taka eitthvað af honum við hver vatnsskipti. Einhver með góð ráð?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Þú getur prófað að hafa bara kveikt í 8 eða 9 tíma í staðinn fyrir 10 tíma.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvernig er þörungurinn á litinn?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

keli: Dökk grænn og brúnn.. Frekar brúnleitur segir konan. Ég er litblindur á rautt grænt og brúnt, þannig að það er betra að hlusta á hana. :P

Þetta er allavega stringy djöfull, ekki mjög langur samt. Ekki svo fastur fyrir. Slangan nær að sjúga hann af við vatnsskipti.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

ankistrur hakka hann líklega í sig...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Nokkrar snapshots.
Testa pínu að nota flass:
Image
Án flass:
Image
Þessir þrír eru samheldnir og duglegir í að éta. Alveg hættir að vera hræddir við mig, og koma á móti mér og reyna að sjarma mig í að gefa þeim

Svo er svarti sauðurinn. Nærist illa, þó ég nái að halda hinum uppteknum og droppa mat rétt við trýnið á honum. Er yfirleitt bara einn, samanherptur og dökkur með trýnið niður. Mun dekkri en skilar sér á myndunum. Hann á það þó til að synda með hinum og dilla sér. Veit ekki hvað er að honum. Sennilega ómögulegt að segja. Hinir reka hann oft hingað og þangað, eru samt ekkert að meiða hann þannig.
Image
Image

Annars er ég ekki mjög klár í nöfnunum á þessu. Veit að tveir eiga að vera Red Turquoise og tveir Blue Snakeskin. Veit ekki hvor er hvað, því ég sé blátt og rautt í báðum tegundunum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þessi eini er líklega bara lagður í einelti af hinum. Þótt þetta sem þú lýsir hljómi ekki sem mikið, þá getur það haft mikil áhrif á þann sem verður fyrir því.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ætli hann hressist ef ég spila Linkin Park fyrir hann?

Eða ætti ég að reyna að koma upp sickbay fyrir hann?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Sjáðu hvort þú finnir þörunginn sem er að angra þig á þessari síðu: http://www.aquariumalgae.blogspot.com/ með fylgja ráð varðandi að losna við hann.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sickbay er svosem óþarfi - bara reyna að dekstra við hann þannig að hann éti allvega. Ég er búinn að eiga allnokkra discusa seinustu 2 árin og mín reynsla segir að það eru alltaf einhverjir aumingjar sem veslast upp og drepast án þess að maður geti gert neitt í því.. :?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Sven wrote:Sjáðu hvort þú finnir þörunginn sem er að angra þig á þessari síðu: http://www.aquariumalgae.blogspot.com/ með fylgja ráð varðandi að losna við hann.
Er ekki að sjá neinn sem passar alveg. Gæti reyndar verið að hann sé bara á byrjunarstigi hjá mér, því ég reyni alltaf að taka hann í burtu jafnóðum.

Þetta er brúngrágrænt á köflum en mest brúnt, laust í sér og svolítið hárugt. Leggst á drumbinn, mölina, plöntur og gler.

Ég skrúbbaði þetta af eins mikið og ég gat í kvöld, og skipti um helling af vatni til að taka þetta úr vatninu. Tók líka dæluna í fyrsta sinn og skolaði upp úr fiskabúrs vatni. Var bara einhver brún drulla í ullinni sem kemur fyrst í tunnunni.

pH er farið að hækka og tvær vikur liðnar frá því ég setti CO2 brugg í gang þannig að það er sennilega kominn tími á nýtt. nítrít er orðið stöðugt í núlli meðan nítrat stígur upp þannig að ég er að vonast til að búrið sé cyclað.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Drumburinn loksins sokkinn þannig að ég gat klippt spennudraslið af!
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Prufaðu þegar að þú ert að fóðra að gefa þeim í sitthvort hornið á búrinu á sama tíma þá mínkar þú sammkepnina um fóður svolítið.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jæja. Smá iðingur á mínum. Tangerine kom norður í dag. Ákvað að splæsa í 30 neon tetrur og eina tiiiny ancistrus í leiðinni til að nýta ferðina. Sendingarkostnaðurinn var sá sami. Sýnist þessi Tangerine vera alveg gríðar flottur. Aðeins stærri en hinir. Rosalega litríkur.

Ancistran er svo lítil að ég hélt hún hefði orðið eftir, en hún verður pottþétt fljót að éta sig stóra á þörungi og því sem Discusarnir eru að leifa.

Hlakkar líka til að sjá neon tetrurnar gefa búrinu smá action! Þetta er svo rólegt með discusana eina og sér.

Pokarnir eru í aðlögun núna. Ætla að hafa þá hálftíma ofan í búrinu og fara svo að setja vatn á milli smátt og smátt.
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

:mynd: :D
60l guppy
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Smellti nokkrum myndum af nýja Discusnum:
Image
Image
Image

Hann er þvílíkt að ala hina Discusana upp í að vera ekki að fela sig þó einhver skjótist framhjá búrinu. Þannig að þeir eru orðnir frakkari. Og neon tetrurnar gera þetta mjög virkt búr. Erfitt að ná mynd af neon samt.

EDIT: Tók út megnið af myndunum til að létta á þræðinum ;)
Last edited by henry on 08 Jun 2009, 23:22, edited 1 time in total.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þvílík fegurðardís! Til hamingju!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Takk takk :D
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Fallegur. :)

Goggunarröðin hefur sennilega eitthvað breyst eftir að nýji kom.
60l guppy
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Já, hann er busy við að gogga hina til.

Ég eygði smá vonarglætu þegar ég sá hann verja þennan bælda fyrir hinum. En svo sá ég hann líka reka hann eitthvað um búrið.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Svakalega fallegir fiskar.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Takk ;-)

Búinn að redda mér nautshjarta. Stendur til að verka það og mixa í kvöld.

Smá verðvakt: Fékk hjartað í Kjarnafæði á 250kr kílóið. Svo ferskt að það var enn heitt úr nautinu. Keypti 1stk 2kg hjarta.

Var reyndar erfiðara að verða sér úti um matarlím hérna fyrir norðan. Fólk virðist vera hætt að baka tertur hérna!
Post Reply