250L Discus búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jæja. Setti inn þráð um nautshjartað og uppskriftina.

Prófaði að gefa þeim áðan. Tók fyrsta lagi of mikinn skammt úr frystinum, hélt ég þyrfti meira en raunin varð. Verð að segja að ég er feginn að vera með neon tetrurnar í búrinu, því sumir Discusarnir eru með vægast sagt slæma borðsiði. Gúffa upp í sig stórum bitum og spýta út úr sér skýi og reyna að ná næsta stóra bita. Tetrurnar fengu sko sitt, mjög sprækar og duglegar.

Eitthvað vafðist þetta fyrir þeim í fyrstu þannig að dálítið af mat fór á botninn og var ekki étinn, þannig að ég þurfti að ryksuga mölina aðeins, og skipti um smá vatn í leiðinni.

Það er rosalega gaman að sjá þá éta þetta, og greinilegt að þeim finnst þetta mjög gott. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef séð Discus verða „saddann“ af mat. Samt gaf ég þeim bara í 2-3 mínútur.

Verður gaman að sjá framþróunina hjá þeim með þessu fæði. Ljóst að ég á feykinóg af mat þó ég hafi bara verið með eitt frekar lítið hjarta. Mæli með að fólk mixi svona sem hefur ekki gert það nú þegar!
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Mínir vilja frekar nautshjartamix heldur enn blóðorma. svo mæli ég með fóðrinu sem keli er að selja mínir eru allveg vitlausir í það, nánast allir mínir fiskar hvort sem það eru síkliður, gullfiskar eða eitthvað annað það virðast allir éta þetta fóður. Greinilega mjög ferskt og gott.

mæli með að þú fáir þér nokkrar eplasnigla til að hreinsa upp :)

Hvað er heitt í búrinu hjá þér?
60l guppy
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég er með 28°C
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Ég hef vanið mig á að hafa hitann alltaf 30°C veit ekki hvort það sé gott eða slæmt :)
60l guppy
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Fer sennilega eftir því hvað þú vilt hafa með þeim í búrinu, og svona. Margir eru jafnvel með Discusana í 26°C. Þeir ættu að vaxa hraðar í 30°C. En mér finnst það yfirdrifið, frekar að eiga þessar gráður upp á að hlaupa ef það verða einhver vandamál með þá.

Reyndar myndi ég þá baða fiskana frekar en að hækka hitann í 30 hjá mér.
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Það eru 30 neon og kardinála tetrur, 3 eplasniglar, 1 assasinsnail, 5 ancistrur og discusarnir þetta lifir allt vel í 30 gráðunum.

Discusarnir þola allveg uppí 36 gráður hef ég heyrt
60l guppy
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tjah flestir ræktendur hafa þá í svona 29-30 gráðum - og hækka uppí 32-33 ef það kemur eitthvað uppá :) Ég er með mína í um 28 gráðum líka, virðast kunna ágætlega við það.

Það hentar þó ekki með plöntum til dæmis.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Limnophila sessiliflora er eina sem lifir af hitann sem er í mínu búri af þeim plöntum sem ég hef verið með. Vallisneria var fljót að drepast.
60l guppy
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Haldið fiskunum í 28°C og ekki neðar því annars er hætta á einfrumunga síkingu, ef þið viljið hava plöntur og aðra fiska er þetta skásti hitinn, það er líka kostur við að halda þeim þarna því ef þið þurfið að hitameðhöndla fiskana þá getið þið hækkað hlutfarslega meira á þeim hitan úr 28 og í allt að 35 sem eru jú 7°C í stað þess ef eitthvað kémur uppá í 30°C þá getið þið aðeins hækkað um 5 gráður í besta falli.

Ég hef hvergi séð hjá vönu diskusa fólki mælt með 26°C. þvert á móti hef ég rekið mig á að það sé of látt og fiskunum líði ekkert sérstaklega í þeim hita þó svo þeir ertilvill tóri í einhvern tíma.
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jæja. Grisjaði vallisneriuna í vikunni, þar sem hún var orðin full af dauðum blöðum sem voru að fyllast af þörung. Var áður búinn að grisja sverðplönturnar.

Grjótið hægra megin er bara eitthvað grjót sem ég fann úti í garði, sauð í klukkutíma og notaði til að fergja rótina áður en hún sökk alveg. Leyfði honum bara að vera í búrinu hann er pínu holóttur, gæti verið að ég keypti einhvern „mosa“ til að festa á hann.

Ný heildarmynd:
Image

Og mynd af blue snake skin:
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Æðislega flott hjá þér.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ekkert að frétta af búrinu, nema ég framkvæmdi 30% vatnsskipti í dag.

Fann hinsvegar þessa áhugaverðu rót í garðinum í gær, gróf hana upp, kroppaði af henni, og sauð í ca 2 klst með epsom salti og síðar edik.

Er svona að spá í að fergja hana og láta sökkva svo ég geti sett hana í búrið, eða eiga hana fyrir eitthvað annað búr.

Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hreinsaði dæluna, og fór eitthvað mikið að pæla í hvaða filtermedia væri í henni.

Í efri dollunni eru keramikhringir, en í neðri einhverjar cocoapuffs kúlur. Er þetta hið fræga Ehfi substrat pro?

Og, með svona messy prímadonnufiska eins og Discus, ætti ég að vera með stærri dælu en Eheim 2224?

Annað, maður les alltaf á erlendum síðum að það megi ekki skola mediu úr kranavatni, en er það ekki bara út af klórnum í erlendu kranavatni? Er ekki í fínu lagi að skola þetta bara hér?

Image
Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Blaa.. Komst auðvitað að því þegar ég fór að googla að þetta sneri öfugt í filternum hjá mér. Sá sem átti filterinn á undan mér hafði sett hann svona upp og ég ekkert spáð í þessu þegar ég setti þetta af stað.

Ehfisubstrat kom fyrst í neðri fötunni, svo ceramic hringir (eheim mech) í efri fötunni, svo grófi svampurinn (eheim fix) og síðast filterullin (eheim synth).

Breytti því uppsetningunni á filternum þannig að hann er núna: mech->fix->substrat->synth. Ætti vonandi að virka eitthvað betur. Reyndar er búrið farið að vera 0 nítrít og lágt nítrat gegnum alla vikuna.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvað dælir 2224 á klst? Ég myndi vilja ná amk 3-4x filteringu á klst. Ég er með um 2800l/klst í 530 lítra búrinu mínu. Mætti í raun ekki vera minna, því dælurnar stíflast og þetta minnkar fljótt.


Það er í lagi að skola uppúr kranavatni, en þá verður hitastigið að vera sama og í búrinu. Of kalt/heitt og þá drepur maður mikið af bakteríunum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

2224 segja þeir að dæli um 700 l/h, sem ég mundi segja að væri alveg í minnsta lagi fyrir þetta búr, sérstaklega þar sem að þú ert með diskusa. Með reynslunni er ég alltaf að hallast meira og meira að því að of-filtera búr, maður gerir sér lífið svo miklu léttara ef maður bara veit að búrið er nógu vel filterað.

Í 600ltr búrin sem ég er að fara að setja upp verð ég með um 3600 l/h, og held að ég ætti að geta sofið nokkuð rólega með það.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

En ef ég fengi mér stærri dælu, hvernig væri þá best að cycla hana til? Keyra báðar dælurnar samhliða hvor annarri?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já, skella nýju dælunni við búrið og leyfa þeirri gömlu að malla áfram eitthvað.

eða einfaldast líklega að taka bara gamla media dótið úr og setja í nýju dæluna.
-Andri
695-4495

Image
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

eða hafa bara báðar?
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Smá updates.

Það eru 4 Discusar eftir í búrinu, og að ég held allar 30 neon tetrurnar, 3 eplasniglar og ein ankistra.

Hef verið að lenda í þörungaveseni, ekkert major disaster ennþá, en svona skýjast vatnið stundum. Held ég hafi komist fyrir það með vatnsskiptum og minnkaðri gjöf á ferskfóðrinu.

Tveir minnstu discusarnir eru enn með tálkn problem, consistently núna í mánuð eða svo þannig að ég gafst upp og gaf lyf. Ormalyf sem Fiskó sendi mér við capillaria, vona að það dugi á tálknorminn líka ef þetta er það. Mun sennilega ormahreinsa búrið árlega. Maður gerir það við önnur dýr, þannig að mér finnst það ekkert tiltökumál.

Ákvað að smella nokkrum myndum af Svavarsdiscusum, en ég hef birt alltof fáar myndir af þeim finnst mér. Þessi Red Turquoise er enn frekar lítill og vex hægt, en mér sýnist hann ætla að verða helvíti fallegur. Hinn turquoise discusinn dó. Á efstu myndinni sést svo í það sem ég held að sé Red Snakeskin. Neðst er svo ein af Ankistrunni, hef ekki náð betri mynd en þetta.

Image
Image
Image
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ótrúlega flottir! :wub:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Var að bæta við 3 ankistrum áðan. Þannig að nú er ég með 4. Reyndar ekkert rosalega spenntur fyrir ankistrum yfir höfuð, nema kannski flottum týpum eins og Lindared á. Þannig að ég tók engar myndir. Voru því miður ekki til Bótíur.

Annars langar mig í nýjan Discus orðið, einhverja flotta týpu.

Annað ekki að frétta af búrinu nema ég er farinn að sjá einhverja svona fölgrænt/glæra þræði á vallisneriunni við yfirborðið. Verð að finna mér ónotaðan tannbursta eða eitthvað.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Red Marlborough eru mjog flottir. en mjog fallegt búr hjá thér.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Takk fyrir það.

Já ég er hrifinn af Red Marlboro Discus, og líka Red Dragon og Green Coral o.m.fl.

Image
Red Dragon
Image
Green Coral

Bara spurning hvað er til hvar, og hversu flott eintök það eru. Erfitt þegar maður kemst ekki í búðirnar að skoða :/
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hefuru séð einhver svona flott eintök í búðunum fyrir sunnan, Elma?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

nei, hef svo lítið farið í búðir undanfarið...

en vargurinn á auðvitað einhverja diskusa :) 1 x hvítan og 1 x appelsínugulan (par) og svo einhverja fleiri. Er mjög hrifin af einum þeirra sem er held ég wild green diskus http://media.photobucket.com/image/wild ... cus001.jpg

allavega mjög svipaður á litinn...
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Kúl!
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Nú gerðist það sem ég átti ekki von á. Ég er kominn með svaka áhuga á Ankistrunum mínum. Reyni og reyni að gefa þeim agúrkur, en eplasniglarnir eru sneggri að finna þetta og éta þær.

Smellti einni mynd.

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ótrúlega skemmtileg kvikindi, gaman að fylgjast með þeim.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply