Kláði

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sandran
Posts: 36
Joined: 14 May 2009, 23:43
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Kláði

Post by Sandran »

Ég er alveg ný í þessum fiskabransa og finn ekkert um þetta mál í leitinni sem hjálpar mér þannig að ég spyr hér.
Ég er með 60 lítra búr með platty, guppy og einum botnfisk, platty og guppy fiskarnir virðast allir vera með einhvern kláða (nudda sér upp við plöntur og aðra hluti). Hvað get ég gert til þess að lækna þetta? Það er búið að setja smá salt í búrið þar sem tveir hængar syntu yfir "móðuna miklu", reyndar höfðu þeir ekki þennan kláða.. grunar að þeir hafi lent í einelti þar sem einn platty karlinn er laaang stærsti fiskurinn í búrinu (fyrir utan botnfiskinn kannski), þeir urðu báðir litlausir og fengu gráan blett á höfuðið.. ef einhver kannast við það?
Mér finnst síðan ein guppy kerlan vera frekar bólgin, ekki í kringum óléttu blettinn heldur fyrir framan hann.. las reyndar eitthvað um svoleiðis pest fyrir stuttu og get áreiðanlega fundið upplýsingar um það í leitinni en ef einhver vill gefa mér ráð í sambandi við það þá væri það vel þegið :)

Ég ætla svo að gera test á vatninu, sendi það inn á næstunni :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef fiskar klóra sér þá er oftast eitthvað að angra þá, td einhver sníkjudýr eða þá að vatnið er orðið lélegt. Ef þú sérð enga bletti á fiskunum þá er líklega kominn tími á vatnsskipti.
User avatar
Sandran
Posts: 36
Joined: 14 May 2009, 23:43
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Sandran »

Við skiptum um sirka annan hvorn dag 4l, kannski komin tími á stærri vatnaskipti með almennilegri botnhreinsun?
Já kannski allt í lagi að taka það fram að búrið er nokkuð ný uppsett.
Ef þetta eru sníkjudýr er þá nóg að setja salt eða þarf að kaupa einhver lyf? Hvernig lyfjum er mælt með ef þörf er á slíku?

Og hér kemur mælingin.. reyndi að lesa litina eins vel við og ég gat :) hehe
GH: 60
KH: 180
pH: 7,5
NO2: 0
NO3: 30

Takk fyrir skjót svör Vargur :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

no3 er nú frekar hátt, ég gæti vel trúað að vatnsgæðin séu að bögga þá. Ég mæli allavega með 50% vatnsskiptum sem fyrst.
Hvernig dælu ertu annars með?
Hversu langt er síðan búrið var sett upp?
User avatar
Sandran
Posts: 36
Joined: 14 May 2009, 23:43
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Sandran »

Dælan heitir elite jet-flo 75.
3-4 vikur síðan búrið var sett upp hugsa ég.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Alltof lítil vatnsskipti hjá þér :O og sérstaklega í svona nýuppsettu búri. Myndi frekar fara að skipta um 30-50% af vatninu , einu sinni í viku. 4L af 60L er ekki neitt þegar kemur að vatnsskiptum.
200L Green terror búr
User avatar
Sandran
Posts: 36
Joined: 14 May 2009, 23:43
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Sandran »

Skelli mér þá í vatnsskipti 8)

Takk fyrir svörin :)
Post Reply