bakgrunn í búrið hjá mér en það er 170L með bogadreginni framhlið. Ég
ákvað strax að bakgrunnurinn yrði annaðhvort eftirherma af stuðlabergi
eða steinhlöðu. Það síðarnefnda varð síðan fyrir valinu. Einu verkfærin
sem ég notaði við verkefnið voru handsög, hnífur, túss, kíttissprauta,
pensill, lítið fat, ryksuga og hitabyssa.
Efnið sem ég keypti í bakgrunninn var:
2stk Korkplötur 120 x 60 x 10 ~2.000 kr
1poki Flísafúi 60kg ~3.000 kr
1túpa Fiskakítti ~2.500 kr
Samtals: ~7.500 kr

Ég byrjaði á því að kaupa tvær plötur af korki í BYKO á breiddinni. Eins
og sést á myndinni þá þurfti ég að sneiða aðeins af plötunum til að ná
þeim í rétt mál. Breiddin á plötunum var um 20 cm þegar ég hafði límt
þær saman.
Ég keypti túpu af fiskabúrskítti í BYKO, túpuna notaði ég bæði til að líma
plöturnar saman með og til að festa þær við bakið í búrinu. Ég keypti
Aquael túpu eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.

Ég keypti síðan einn poka af flísafúa í næstdekksta tón í BYKO. Það var
hægt að velja um mjög marga liti og nokkra brúna tóna ef einhverjum
langar að búa til þannig bakgrunn. Hérna má sjá mynd af fúanum sem ég
keypti.

Þegar ég var búinn að líma korkplöturnar saman merkti ég gróflega fyrir
því hvar ég ætlaði að sneiða fyrir hverju grjóti. Ég mátaði bakgrunninn í
búrið og merkti fyrir hvar ég ætlaði að fela hitarann, dælurnar og helsta
búnaðinn. Ég ákvað að setja dælurnar í sitthvort hornið þannig að
stútarnir frá þeim gætu blásið gegnum skyggðu svæðin á myndinni.

Til að skera úr korknum þá notaði ég dúkahníf ásamt því að hafa tvo
pakka af hnífsblöðum því til þess að ná sem lengstum skurði þá hafði ég
allt blaðið úti og því brotnuðu blöðin mjög gjarnan.

Hérna sjást framfarirnar. Það fór mikil vinna í að vinna korkinn niður, það
hefði sennilegast verið auðveldara og ódýrara að taka eina plötu af korki
og nota þá afganginn af henni til að sníða þær framlengingar sem vantaði
til að fela dæluarnar.

Hérna var ég rétt hálfnaður með að ná þykktinni á korknum niður.
Þegar ég hafði klárað að sneiða bakgrunninn á þann hátt sem mig líkaði
þá grillaði ég hann lítillega með hitabyssu. Við þetta hertist yfirborð
korksins og hann skrapp lítillega til.
Að lokum smurði ég yfirborð korksins með útþynntum fúa og notaði til
þess stóran pensil. Síðan bjó ég til þykkri og þykkri blöndur og smurði 3
– 4 umferðum á korkinn eftir að hann hafði fengið að þorna á milli.

Hér má síðan sjá afrakstur verkefnisins, ég fyllti búrið 6 – 8 sinnum áður
en ég skellti gróðrinum ofaní. Síðan mældi ég sýruna í vatninu morgunin
eftir og svona í stuttu máli þá sprengdi mælingin skalann, mælingin varð
eldrauð og svo ljós aftur. Mælingin hjá mér nær mest upp í 9, þannig ég
gæti trúað að þetta hafi verið nálægt 11.
Ég skipti síðan nokkrum sinnum um vatn í viðbót eftir þetta. Hérna má
sjá myndina af búrinu þegar ég hafði bjargað gróðrinum uppúr.
Fyrir:

Eftir:

Á morgun endar svo ævintýrið á því að ég rýf bakgrunninn úr. Ég er
hættur við að vilja hafa svona bakgrunn í búrinu. En eins og þeir segja:
"Fátt veit fyrr en reynt er".