Ljósmyndakeppni - júní

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply

Besta myndin?

Poll ended at 01 Jul 2009, 01:05

Mynd 1
12
17%
Mynd 2
2
3%
Mynd 3
27
39%
Mynd 4
16
23%
Mynd 5
0
No votes
Mynd 6
1
1%
Mynd 7
1
1%
Mynd 8
10
14%
 
Total votes: 69

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Ljósmyndakeppni - júní

Post by Andri Pogo »

Kosning fyrir bestu mynd júnímánaðar.

Kosning verður opin til mánaðarmóta.
Allar umræður um einstaka myndir afþakkaðar þar til kosningu er lokið.
Fólk er hvatt til að skoða myndirnar vel áður en það kýs.


Mynd 1 Image


Mynd 2 Image


Mynd 3 Image


Mynd 4 Image


Mynd 5 Image


Mynd 6 Image


Mynd 7 Image


Mynd 8 Image
Last edited by Andri Pogo on 02 Jul 2009, 12:35, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Österby
Posts: 106
Joined: 11 Apr 2009, 18:26
Location: HFJ

Post by Österby »

Búinn að kjósa =]
Last edited by Österby on 07 Jun 2009, 20:55, edited 1 time in total.
.-Ívar
130L Sjávarbúr
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Búinn að vóta!
jokkna
Posts: 130
Joined: 07 Nov 2008, 14:56
Location: Akureyri

Post by jokkna »

Ég eeeeeer búúúúúúúiiinn...
User avatar
whapz
Posts: 160
Joined: 08 Jul 2008, 23:57
Location: Árbær

Post by whapz »

Hehe.. Held að mynd x eigi eftir að vinna þetta..
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Allar umræður um einstaka myndir afþakkaðar þar til kosningu er lokið.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég get ekki setið á mér:
Furðulegt að illa klippt mynd með photoshoppaðan bakgrunn og úr fókus fái þetta mörg atkvæði :shock: :roll:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Dhg
Posts: 4
Joined: 29 Dec 2008, 12:39

Post by Dhg »

njohh er einhver öfundsjúkur yfir athyglinni :p


"Allar umræður um einstaka myndir afþakkaðar þar til kosningu er lokið."
Á þetta ekki við um umsjónarmenn sem sagt?

ps. tek það fram að ég á engar af þessum myndum, finnst bara að sumir eigi að bíða með svona comment þar til kosningu er lokið eins og allir aðrir gera.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Keli nefnir enga sérstaka mynd þannig séð, hann nefnir ekki tegundaheiti myndefnisins og ekki nr myndarinnar en glöggir geta þó sjálfsagt áttað sig á hvaða mynd hann er að tala um.

Ég held að það sé svo nauðsynlegt að fara að tala um myndirnar eftir að kosningu líkur og gagnrýna þær og reyna að kenna fólki að dæma myndirnar betur. Mér þykir nefnilega margar slappar myndir vera fá mörg atkvæði upp á síðkastið.
Dhg
Posts: 4
Joined: 29 Dec 2008, 12:39

Post by Dhg »

Vargur wrote: Ég held að það sé svo nauðsynlegt að fara að tala um myndirnar eftir að kosningu líkur og gagnrýna þær og reyna að kenna fólki að dæma myndirnar betur. Mér þykir nefnilega margar slappar myndir vera fá mörg atkvæði upp á síðkastið.
sammála þessu, en menn verða þá líka að passa sig að gera það ekki fyrr en eftir kosningar, bara t.d. þetta það sem þið tveir hafið sagt hefur getað haft áhrif á áframhaldandi kosningu. Bara svona að það sé sanngjarnt gagnvart öllum, að það sé sýnd sú virðing að tala ekki um neinar myndir fyrr en eftir kosningar.

bestu kveðjur
Dhg
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Það eru greinilega bara krakkarnir sem eru að kjósa hérna og erfitt að kenna þeim að meta myndir
og enginn lærir að taka betri myndir ef lélegar myndir komast hátt í keppninni
skipa bara dómnefnd sem færi yfir myndirna og síðan færu 5 bestu myndirnar í keppni hér
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Dhg
Posts: 4
Joined: 29 Dec 2008, 12:39

Post by Dhg »

það væri ekki svo vitlaus hugmynd Guðmundur ;)
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Hvað er að. Auðvitað er fólk misjafnt á smekk. Engin mynd þarna eitthvað mikið út úr fókus hjá óþjálfuðu auganu.
Annars myndi ég frekar hlusta á Blink 182 á tónleikum, eins illa og þeir syngja, heldur en að fara að sjá Christina Aguilera. Skiptir engu hversu dansarnir eru góðir, umgjörðin kringum tónleikana.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

keli wrote:Ég get ekki setið á mér:
Furðulegt að illa klippt mynd með photoshoppaðan bakgrunn og úr fókus fái þetta mörg atkvæði :shock: :roll:
Afhverju segirðu að myndin sé illa klippt ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

EiríkurArnar wrote:
keli wrote:Ég get ekki setið á mér:
Furðulegt að illa klippt mynd með photoshoppaðan bakgrunn og úr fókus fái þetta mörg atkvæði :shock: :roll:
Afhverju segirðu að myndin sé illa klippt ?
Látum það liggja á milli hluta þangað til að keppni er lokið.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég mæli með því að sagt verði: Allar umræður um myndir meðan á atkvæðagreiðslu stendur afþakkaðar.
Vegna þess að það á ekkert að reyna að hafa áhrif á skoðanir fólks burt séð frá aldri þess. Ef fólk vill það, þá þarf að setja allskonar fyrirvara og mörk á þá sem mega kjósa. Þetta er jú opin vefur sem allir geta skráð sig á.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Hvernig væri að hreinsa öll þessi komment í burtu ?
Nema kannski búinn að kjósa dæmið 8)
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Hvernig væri að í staðinn fyrir að banna umræðu um myndir meðan kosning stendur yfir, að fiffa smá kóða til að láta umræðu um myndirnar birtast bara þeim sem hafa kosið? Þannig gæti fólk gefið upp sitt vote og nöldrað um gæði hinna myndanna án þess að það hafi áhrif á þá sem ekki hafa kosið enn?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

henry wrote:Hvernig væri að í staðinn fyrir að banna umræðu um myndir meðan kosning stendur yfir, að fiffa smá kóða til að láta umræðu um myndirnar birtast bara þeim sem hafa kosið? Þannig gæti fólk gefið upp sitt vote og nöldrað um gæði hinna myndanna án þess að það hafi áhrif á þá sem ekki hafa kosið enn?

Það er svosem á todo listanum mínum að fiffa eitthvað kosningadæmi í fishfiles sem myndi koma í veg fyrir allskonar svona shenanigans (admittedly shenangans í boði mín). Og myndi gera fólki kleyft að kjósa fleiri en eina mynd - deila atkvæðunum á myndir sem eru hugsanlega sambærilegar og erfitt að gera upp á milli og þannig bjóða upp á kosningu sem er sanngjarnari og besta myndin líklegri til að standa upp sem sigurvegari.

Ég er bara svo obboslega busy!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jæja það eru víst komin mánaðarmót og keppninni lokið :)
Sá sem fékk flest atkvæðin þennan mánuðinn var EiríkurArnar með mynd 3.
Fólki er nú frjálst að ræða um kosninguna og myndirnar.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Ég kaus mynd #1. Góð mynd og flott augnablik.

Mér fannst #3 vera hreyfð. En sitt sýnist hverjum.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Bara svo að ég taki það fram þá notast ég ekki við photoshop. Tók myndina í RAW og eina sem ég gerði var að laga litina. Dekkti allt þannig varð bakgrunnurinn svona. RAW Prosessing heitir það. Kann þetta ekki alveg. Held að þetta heiti að tónjafna. Var ekki sáttur við myndina en náði að laga hana svona útaf því að ég tók hana í RAW. Veit að hún er ekki gallalaus en mér fannst humarinn bara svo flottur að ég varð að hafa hann með.

Takk fyrir atkvæðin.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

EiríkurArnar: Enda varla þér að kenna að fólki finnist þín mynd flott ;) Held bara að einhverjum finnist myndefnið sem slíkt fái fleiri atkvæði en ljósmyndin.

En ég er enginn ljósmyndunarexpert sjálfur, get varla tekið mynd af vegg án þess að klúðra því. :P
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Svosem eðlilegt að myndefnið skipi stóran þátt í kosningu hjá mörgum, sérstaklega að teknu tilliti til þess hóps sem stundar spjallið.

Eiríkur, mér finnst myndin þín mjög flott þó að hún uppfylli ekki standarda hjá vanari ljósmyndurum. Flest okkar sjáum væntanlega ekki það sem þeir horfa mest á.

Ég var þó hrifnastur af mynd 4, fannst hún eitthvað svo crisp og litirnir góðir í henni.
Post Reply