Ég gleymdi náttúrulega alveg að spá í eitthvað undirlag fyrir gróður þegar ég setti búrið mitt í gang og sé mikið eftir því núna. Skil ekki hvernig ég gleymdi þessu, því ég sá mikið eftir því að hafa ekki gert þetta þegar ég var með búr í denn.
Er nokkur leið að redda þessu eftir á án þess að allt jafnvægi fari til fjandans og vatnið verði heví skýjað?
Ætti ég kannski bara að potta plöntur eins og echinodorusinn og hygrophilia corymbosa siamensis 53b, og láta vallisneriuna bara eiga sig í mölinni?
Substrate og græna þruman?
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
Substrate og græna þruman?
Last edited by henry on 20 Jun 2009, 17:05, edited 1 time in total.
það er mjög erfitt ef þú ætlar að láta eitthvað plöntu-undirlag þar se, að það er mun fínna en venjuleg möl.
Í staðinn fyrir að fara í þessa aðgerð gætir þú líka bara farið þá leið að gefa rótartöflu við þær plöntur sem nærast mest í gegn um ræturnar, líkt og echinodorusinn og hygrophiluna eins og þú minntist á. Gæti e.t.v. verið fínt að potta þessar 2, en hafa pottinn þá vel götóttann mundi ég halda þar sem að ræturnar á þessu fara út um ALLT.
Í staðinn fyrir að fara í þessa aðgerð gætir þú líka bara farið þá leið að gefa rótartöflu við þær plöntur sem nærast mest í gegn um ræturnar, líkt og echinodorusinn og hygrophiluna eins og þú minntist á. Gæti e.t.v. verið fínt að potta þessar 2, en hafa pottinn þá vel götóttann mundi ég halda þar sem að ræturnar á þessu fara út um ALLT.
Takk fyrir það Sven. Ég hef verið að nota Sera Florenette A töflu. Plana á að setja nýja töflur mánaðarlega.
Ætti ég að nota einhverja meiri næringu?
Þetta fiskabúra dót er rugl dýrt oft finnst mér, af engri ástæðu nema að þetta er fiskabúra dót.
Þannig að smá stupid question: Hefur einhver prófað að nota Grænu Þrumuna í búrið sitt með fiskum?
Græna Þruman, Innihaldslýsing (í prósentum af þyngd):
Köfnunarefni (N): 2,19
Fosfór (P) 0,673
Kalíum (K) 3,168
Magnesíum (Mg) 0,346
Brennisteinn (S) 0,997
Bór (B) 0,00077
Kóbolt (Co) 0,00018
Kopar (Cu) 0,00186
Járn (Fe) 0,034
Mangan (Mn) 0,012
Mólýbden (Mo) 0,00003
Sink (Zn) 0,0017
Þetta er alltsaman eitthvað sem er notað í gróðurnæringu fyrir fiskabúr. Bara spurning með hlutföll?
Ætti ég að nota einhverja meiri næringu?
Þetta fiskabúra dót er rugl dýrt oft finnst mér, af engri ástæðu nema að þetta er fiskabúra dót.
Þannig að smá stupid question: Hefur einhver prófað að nota Grænu Þrumuna í búrið sitt með fiskum?
Græna Þruman, Innihaldslýsing (í prósentum af þyngd):
Köfnunarefni (N): 2,19
Fosfór (P) 0,673
Kalíum (K) 3,168
Magnesíum (Mg) 0,346
Brennisteinn (S) 0,997
Bór (B) 0,00077
Kóbolt (Co) 0,00018
Kopar (Cu) 0,00186
Járn (Fe) 0,034
Mangan (Mn) 0,012
Mólýbden (Mo) 0,00003
Sink (Zn) 0,0017
Þetta er alltsaman eitthvað sem er notað í gróðurnæringu fyrir fiskabúr. Bara spurning með hlutföll?
Af http://aquariumalgae.blogspot.com/For healthy growth plants require Carbon (C), Oxygen (O), Nitrogen (N), Phosphorus (P), Potassium (K), Calcium (Ca), Magnesium (Mg) and Sulphur (S) as the Macro Nutrients and Iron (Fe), Manganese (Mn), Zink (Zn), Copper (Cu), Boron (B), Nickel (Ni), Chlorine (Cl) and Molybdenum (Mo) as the Micro Nutrients.
Ég þori ekki að mæla með þessu, en ég hef notað EI aðferðina við að gefa næringu (fullt af upplýsingum um það á www.barreport.com, leita bara að "estimative index".
Mjög ódýrt og virkar í raun betur ef þú setur þig inn í þetta, því þá getur þú stjórnað hvaða efni þú ert að gefa í staðin fyrir að þurfa alltaf að gefa allt með venjulega næringu.
Mjög ódýrt og virkar í raun betur ef þú setur þig inn í þetta, því þá getur þú stjórnað hvaða efni þú ert að gefa í staðin fyrir að þurfa alltaf að gefa allt með venjulega næringu.
Hefur einhver séð Caribsea Eco-Complete í dýrabúð hér?
Finnst þetta mjög áhugaverð möl. Gott svart undirlag fyrir plöntur með þau næringarefni sem ræturnar þurfa og lifandi bakteríuflóru til að umbreyta ammóníu. Þarf ekki að skola mikið. Hljómar eins og það sem ég þarf.
Finnst þetta mjög áhugaverð möl. Gott svart undirlag fyrir plöntur með þau næringarefni sem ræturnar þurfa og lifandi bakteríuflóru til að umbreyta ammóníu. Þarf ekki að skola mikið. Hljómar eins og það sem ég þarf.
hef ekki séð eco-complete hérlendis. En Tjörvi var að selja Flourite hérna áður sem er alíka, ef ekki aðeins betra. Kostar ca. eitt nýra. Getur athugað hvort hann sé enn að selja þetta www.tjorvar.is