guppyfiskar að deyja
guppyfiskar að deyja
Sæl, ég var með 13 guppyfiska í 60 L búri. Þeir fóru svo að deyja einn af öðrum og 4 eru eftir núna og þeir eru ekki mjög hressilegir á að líta. Ég(og maðurinn í fiskabúðinni) héldum að sveppur væri vandamálið og gáfum því sveppalyf, en það virtist ekki virka og nú deyja þeir þó enginn sveppur sé sjáanlegur. Ekkert sjáanlegt er að nema það að þeir horast upp, verða slappir og vilja ekkert borða. Er einhver með lausn eða greiningu ? Ég er líka með neon tetrur, ryksugur og snigla og þetta virðist ekki hafa áhrif á þá.
Er búin að gera vatnsskipti fyrir tveim vikum og svo aftur fyrir 4 dögum.
Er búin að gera vatnsskipti fyrir tveim vikum og svo aftur fyrir 4 dögum.
Það styttist í að þú þurfir að dauðhreinsa búrið þitt þá. Þetta kemur upp í öllum búrum.AceVentura wrote:Hvur andskt** hvítir ormar? Eðlilegt? Ojj!! Ef að ég sægji slíkt í búrinu míni myndi ég fara með það í dauðahreinsun!
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Af hverju heldurðu að það séu ormar í þeim? Þú hefur ekki séð nein merki þess en ferð samt og kaupir ormalyf.
Hvað er búrið stórt og hvaða fiskar eru með þeim? Hvað eru margir gúbbífiskar í búrinu? Hvað skiptirðu oft um vatn? Hvernig dælubúnað ertu með?
Hvað er búrið stórt og hvaða fiskar eru með þeim? Hvað eru margir gúbbífiskar í búrinu? Hvað skiptirðu oft um vatn? Hvernig dælubúnað ertu með?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ég er með 57 L búr, skipti um vatn á svona 10 daga fresti ( 1/3 af því) er með núna 3 guppy ( voru svona 13) nokkrar neon tetrur, ryksugu og snigla. hmmmm .... dælan er bara svona hefðbundin. Ég bar þetta undir þá í dýraríkinu og hann lét mig fá örlítið af eitrinu í poka sem ég á að setja í búrið í nótt. Þó að ormarnir séu ekki í fiskunum þá drepast allavega ormarnir sem eru í botninum ( þeir eru sko í þúsundavís ). Ertu með betri hugmynd ?
Hefur þú mælt nitrat í búrinu ?
Annars þykkir mér þetta hljóma eins og Costia eða einhver bakteríusýking en þessi takmarkaða lýsing á við ansi marga sjúkdóma eða aðstæður í búrinu.
Ég mundi persónulega ekki hafa miklar áhyggjur ef það eru bara þrír fiskar eftir, gera bara 90% vatnsskipti og ryksuga botninn og bæta svo nýjum fiskum í búrið ef allt er eðlilegt eftir 2-3 vikur.
Annars þykkir mér þetta hljóma eins og Costia eða einhver bakteríusýking en þessi takmarkaða lýsing á við ansi marga sjúkdóma eða aðstæður í búrinu.
Ég mundi persónulega ekki hafa miklar áhyggjur ef það eru bara þrír fiskar eftir, gera bara 90% vatnsskipti og ryksuga botninn og bæta svo nýjum fiskum í búrið ef allt er eðlilegt eftir 2-3 vikur.
þessir hvítu, mjóu ormar sem eru í botninum eru ekkert til að hafa áhyggjur af, bara ágætist matur fyrir fiskana. Birtast í flest öllum búrum.
Það er ekki ráðlegt að vera að gera lyfjakúr í búr ef orsök er ókunn, sum lyf fara hreinlega illa í fiskana. Gott er að salta slatta (ef það er enginn gróður í búrinu, eða þá taka hann upp úr fyrst) ef einkennin hverfa ekki þá er gott að lesa sér til um einkennin og kaupa viðeigandi lyf við þeim og fara nákvæmlega eftir leiðbeiningunum.
(p.s: salt og lyf fara ekki vel saman og ef fólk kýs frekar að nota lyf, þá er ráðlegt að bæta við loftdælu í búrið, ef hún er ekki til staðar, því að lyf eiga það til að minnka súrefnið í vatninu)
Það er ekki ráðlegt að vera að gera lyfjakúr í búr ef orsök er ókunn, sum lyf fara hreinlega illa í fiskana. Gott er að salta slatta (ef það er enginn gróður í búrinu, eða þá taka hann upp úr fyrst) ef einkennin hverfa ekki þá er gott að lesa sér til um einkennin og kaupa viðeigandi lyf við þeim og fara nákvæmlega eftir leiðbeiningunum.
(p.s: salt og lyf fara ekki vel saman og ef fólk kýs frekar að nota lyf, þá er ráðlegt að bæta við loftdælu í búrið, ef hún er ekki til staðar, því að lyf eiga það til að minnka súrefnið í vatninu)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
ormar
Ég lennti í þessu ormaveseni fyrir mörgum árum og það urðu nokkur afföll af fiskum, þeir komu greinilega með fiskum sem ég keypti og var eitt búrið alveg þakið í þessu, þeim fór ekki að fækka fyrr en ég hækkaði hitan í vatninu uppí 30 og hafði það svoleiðis í 2 vikur ca. ég var ráðþrota en þá hurfu orma kvikindin eins og hendi væri veifað og allt fór í fína lag. vonandi er hægt að nota þetta. ég man að ég fóðraði lítið og hreifði ekki við vatninu.
Elís H.