Ég byrjaði með plöntu sem ég fékk hjá tjörvari eftir svona mánuð var sú planta orðinn svo flott og með breiðum blöðum sem var ekki þegar ég fékk hana... það er hálf kókóshneta í búrinu sem sverðdragarnir hanga oft inní... svo aðeins seinna fékk ég mér par af Cockatoo dverg síkliðu fyrstu 2 mánuðinna gékk vel og svo fann ég karlinn dauðann inní kókóshnetunni veit ekki alveg hvað gerðist, held að kerlan hefur gengið frá honum sem gerist of hjá þessum fiskum.
Enn allt í lagi með það svo viku seinna tók ég eftir 22 cockatoo seiðum eltandi kerluna um allt búrið, enn svo 1 deigi eftir það varð kerlan eitthvað skrítin og dökk, 2 tímum seinna dó hún.... =( og skildi eftir sig 8 seiði sem ég náði ekki að koma á legg....... enn núna eru bara sverðdragar í búrinu og þeir voru að eignast 7 seiði bara um daginn... reindar hef ég náð upp 5 öðrum seiðum sem ég gaf vini mínum.. Þetta búr er með java mosa og svo plöntum sem ég fékk frá Kéla HC og einhver önnur planta sem ég man ekki hvað heitir og svo flot plöntu veit ekki nafnið heldur.
Java mosinn er orðinn rosa mikill þegar seiðin verða nógu stór til að foreldrarnir geti ekki étið þau þá á ég eftir að grisja hann og setja í 90L búrið, HC hefur það ekki gott í þessu búri sem er bara með venjulega 40W peru, seinna á ég eftir að setja alvuru ljós í þetta búr þegar ég á einhvern pening. Ég ætla mér að gera þetta búr að gróður búri sem sagt hafa eitthvað teppi yfir mölinna, HC eða eitthvað annað og svo rækjur.
Myndir koma þegar ég kemst yfir myndavél.... Get samt sett inn myndir af cockatoo sikliðunum.
Cockatoo eru æðislegir fiskar og hafa rosann karagter þeir filgjast mikið með hvað gerist kringum búrið vilja líka láta sjá sig, nema kannski þegar þeir eru með hrogn þá hengur kerlann inni og gætir þeirra rétt kemur út til að borða. Ég á eftir að fá mér aftur svona þegar ég hef pláss fyrir 84L búr hérna hjá mér.