Er í lagi að hafa þessa saman ?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
IngerAnna
Posts: 13
Joined: 23 Jun 2009, 21:52

Er í lagi að hafa þessa saman ?

Post by IngerAnna »

Ég er með 60L fiskabúr og í því er ég með 2 gúbbí, eina kvk og einn kk. Svo er ég líka með 2 sverðdraga en þeir eru samt blandaðir við eitthvað, einn kk og eina kvk. Er líka með einn black molly, nokkrar tetrur, 2 litla skalla og svo eina ryksugu.
Er í lagi að hafa þessa fiska saman ? mér var sagt að það væri í lagi í dýrabúðinni en svo eru 3 eða 4 fiskar búnir að deyja hjá mér á dáldið stuttum tíma voru allir ný komnir úr fiskabúðinni þegar þeir komu í búrið til mín :/ Er eitthvað að hjá mér því að mér finnst þetta ekki alveg vera að ganga að fiskar séu bara að deyja hjá mér :/ gæti kannski verið einhver veiki í búrinu eða ? Er dáldið ný í þessum fiskabrasa en finnst þetta alveg obboðslega gaman :)
- Inger Anna
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Sæl Inger og velkomin á spjallið. Þetta er í lagi fyrir utan skalana, en þeir eiga ekki heima í svona litlu búri og geta verið erfiðir við minni fiska. Það getur leitt til stress fyrir minni fiska, veikt ónæmiskerfið þeirra og svo gengið af þeim dauðum.

Hvað ertu annars að skipta um mikið vatn og hversu oft? Hvernig hreinsidæla er í búrinu?
IngerAnna
Posts: 13
Joined: 23 Jun 2009, 21:52

Post by IngerAnna »

Takk :)
Skallarnir eru nýjastir í búrinu og kallinn í fiskó sagði að það væri í lagi að hafa þá með þessum fiskum á meðan þeir væru svona litlir en hann hefur þá bara verið að bulla. Fiskarnir samt byrjuðu að deyja eftir að ég fékk sverðdragana en ég sé þá aldrei vera að gera neitt nema synda :')
ég er að skipta um svona helming á svona ca. vikufresti ég reyndar veit ekki hvernig hreinsidæla er í búrinu hún bara fylgdi með búrinu þegar ég keypti það. Ég allavegana þríf dæluna næstum því í hvert skipti sem að ég skipti um vatn og þríf hana alltaf upp úr fiskavatninu, mér var allavegana sagt að ég ætti að þrífa hana upp úr fiskavatni.
Svo er líka búið að meiða einn skallann minn .. þarna skrautið sem að kemur úr hausnum á honum það er horfið :/
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

OK, þrifin hjá þér virðast vera í lagi og það er fyrir öllu. skalarnir ganga svosem mögulega með þessum fiskum ef þeir eru mjög litlir. En ég held að þeir verði aldrei nema til vandræða á endanum. Skalar geta verið grimmir, bæði við hvorn annan og aðra fiska. Ekki ólíklegt að áverkarnir á skalanum þínum hafi verið eftir hinn.

Hefur þú annars séð eitthvað á fiskunum sem voru að deyja, hafa þeir sýnt einhverja furðulega hegðun áður en þeir dóu?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það gæti verið að tetrurnar séu að narta í bakuggan á skallanum, þær eiga það til að gera það. (eða þá hinn skallinn)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
IngerAnna
Posts: 13
Joined: 23 Jun 2009, 21:52

Post by IngerAnna »

Nei þeir voru bara alveg venjulegir. Ég var með 4 gúbbí og 2 dóu og svo dó ein tetran. Gúbbíarnir dóu með mjög stuttu millibili en hinir eru fínir eru búnir að eignast tvisvar seiði og allt. Og já svo er ég með alveg nokkur seiði í búrinu. Mér fannst þetta bara mjög skrítið að þeir bara allt í einu dóu hjá mér. En ætti ég þá að taka skallana upp úr? en það er allt í lagi þá að hafa tetrur,gúbbí,black molly og sverðdraga saman ?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Hinir virka saman, þetta fer náttúrulega svolítið eftir því hvað þér finnst. En ég mundi allavega ekki vera með skala í svona litlu búri.
IngerAnna
Posts: 13
Joined: 23 Jun 2009, 21:52

Post by IngerAnna »

þá tek ég þá bara upp úr :) kærastinn minn er mikið í fiskunum og herna inn á (heitir alli&krissi) og hann er með 500L búr. læt hann bara fá þá :) og kaupi mer bara fleiri gúbbí í staðinn :)
takk æðislega fyrir hjálpina :)
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Ef fiskarnir eru að deyja fljótlega eftir að þeir koma í búrið þá er líklegt að þú sért að gera eitthvað vitlaust. Vanalega þegar fiskar deyja fljótlega eftir að þeir koma í búr eru það vatnsskilyrðin sem drepa þá td. of hátt nitrat sem hefur safnast upp
Þar sem þú ert ný í þessu getur verið svo margt sem þú ert að gera vitlaust eins og við mörg gengum í gegn um þegar við byrjuðum

smá dæmi : maður utan úr bæ hringdi reglulega í mig því hann var alltaf að missa fiska hann skifti um vatn reglulega þreif dæluna rétt, passaði að offóðra ekki og þar sem hann var menntaður í vatnshreinsun þá þekkti hann nitrogen hringinn og það sem gerist í ferskvatni betur en ég . Að lokum eftir mörg símtöl þar sem ég gat engan vegin skilið hvernig búrið hjá honum var svona óstöðugt fór ég heim til hans og skoðaði búrið sem virtist eðlilegt við fyrstu skoðun
það eina sem var að hjá honum var að stúturinn á dælunni dældi vatni beint inn í dæluna og þar myndaðist hringrás þannig að dælan hreinsaði bara vatnið sem var inní dælunni en ekki vatnið í búrinu þannig að um leið og hann snéri stútnum út fór dælan að virka og búrið komst smám saman í jafnvægi
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply