Upphaflega fékk ég mér tvo óskara og pínulítinn green terror í 400 lítra búr...
Svo stækkaði GT mun hraðar en óskararnir og er orðinn rosa flottur með hnúð á hausnum og í flottum litum (13-14cm) hann gekk frá fyrsta óskarinum fyrr í vikuni en hafði aldrei sýnt svona illt skap áður svo ég setti rangan fisk í skammakrókinn og þá fór næsti óskar nokkrum dögum seinna. Nú sýnist mér hann vera á eftir Firemouth Ellioti sem er í búrinu hjá mér...
Það er augljóst að GT er að fara í skammakrókinn (60L búr) , en langar að spyrja, er eitthvað hægt að hafa með svona fiski eða þarf hann að vera bara einn í búri ?
Brjálaður GT
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
green terror sem ég átti var alltaf svaka rólegur hjá mér í 200L búri með fullt af örðum fiskum en svo lét ég félaga minn fá hann í 700L búr með 2 risa oscurum og 2 stórum buttikoferi og strax sama kvöld var green terrorinn búinn að smala öllum þessum risum út í horn og tók þá í karphúsið og er kóngurinn núna í þessu búri og er ekki mikð stærri en svona 15-17cm
er að fikta mig áfram;)