Brjálaður GT

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Kaladar
Posts: 63
Joined: 06 Apr 2009, 00:04

Brjálaður GT

Post by Kaladar »

Upphaflega fékk ég mér tvo óskara og pínulítinn green terror í 400 lítra búr...
Svo stækkaði GT mun hraðar en óskararnir og er orðinn rosa flottur með hnúð á hausnum og í flottum litum (13-14cm) hann gekk frá fyrsta óskarinum fyrr í vikuni en hafði aldrei sýnt svona illt skap áður svo ég setti rangan fisk í skammakrókinn og þá fór næsti óskar nokkrum dögum seinna. Nú sýnist mér hann vera á eftir Firemouth Ellioti sem er í búrinu hjá mér...

Það er augljóst að GT er að fara í skammakrókinn (60L búr) , en langar að spyrja, er eitthvað hægt að hafa með svona fiski eða þarf hann að vera bara einn í búri ? :roll:
villibig
Posts: 22
Joined: 11 Apr 2009, 13:32

Post by villibig »

fáðu þér malawi :D
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Finnst það ekki eiga að koma á óvart að fiskur sem heitir Green terror sé að valda usla í fiskabúri. Frekar algengt að dýr sé nefnd eftir hvernig þau eru :P
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

green terror sem ég átti var alltaf svaka rólegur hjá mér í 200L búri með fullt af örðum fiskum en svo lét ég félaga minn fá hann í 700L búr með 2 risa oscurum og 2 stórum buttikoferi og strax sama kvöld var green terrorinn búinn að smala öllum þessum risum út í horn og tók þá í karphúsið og er kóngurinn núna í þessu búri og er ekki mikð stærri en svona 15-17cm
er að fikta mig áfram;)
Post Reply