Er í lagi að blanda anti anti bakteríu og anti fungus lyfum?
Fyrir nokkrum vikum veiktist einn gubby fiskurin hjá mér og sporðurinn klofnaði meðal annars og hann varð fölur, slappur og svo dó hann.
Svo fékk ég fullt af seiðum úr goti sem dóu nokkrum dögum seinna eftir að þau urðu slöpp og sporðurinn hvarf.
Og nú seinast er platy fiskur kominn með einhverja veiki, hann varð fyrst svona soldið gráflekkóttur, og greinilega slappur, tálknin soldið rauð og svo á einni nóttu þá var eins og sporðurin hefði verið étinn ca 50% af sporðinum hvarf over night.
Mér grunar að þetta sé annaðhvort baktería eða fungus (jafnvel bæði)
og ég var því að spá hvort einhver vissi hvort það sé í lagi að blanda svoleiðis lyfjum saman.
(er með king british fin rot & fungus controle og king british bacteria control)
Er í lagi að blanda anti anti bakteríu og anti fungus lyfum
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli