Grindal ormar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Grindal ormar

Post by Sven »

las grein um þá í nýjast TFH.
Eru þessir ormar fáanlegir á íslandi? Hvar? Hefur einhver verið að nota þá?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Eru annars einhverjir að rækta einhverja orma hérna eða annað lifandi fóður?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er að rækta micro orma, frábært seiðafóður.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

er lítið mál að gera þetta, bara krukka með einhverju dóti og bæta svo einhverri næringu við reglulega?
Hvað eru míkró ormar stórir?
Salli
Posts: 138
Joined: 20 Jun 2009, 17:11
Location: Reykjavík

Post by Salli »

Hérna er um grindal, ég held að það sé ekki mikið mál:

http://www.killi.co.uk/grindalworms.php
-Salamöndrur
-Froskar
-Sniglar
-Fiskar
-Fuglar
-Mýs
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Micro ormarnir eru þræleinfaldir, bara botnfylli af haframjöli í fötu, vatn og smá klípa af geri og svo hendir maður nokkrum ormum í drulluna. Ormarnir fjölga sér hratt og skríða upp í hliðarnar á fötunni þar sem maður skefur þá upp. Eftir 1-2 vikur þá hendir maður sullinu og byrjar aftur.
Ormarnir eru ca 2-5mm.
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Ég ældi næstum því þegar ég sá þetta video:
http://www.youtube.com/watch?v=GiHtUFuGgSA

Spurning um að hafa ræktunina ekki í andlitinu á sér :)
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
Post Reply