325 ltr. búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Svo kemur hér smá bland í poka

Image
Image
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þessi grænblái þörungur er ekki þörungur. Þetta er baktería, sami stofn og rauðþörungur í saltvatnsbúrum.

Það er til lyf sem er hægt að setja í búrið sem einfaldlega leysir þetta upp á 1-2 dögum. Veit hinsvegar ekki hvar það er til.

Mér tókst ekki að losna við hann fyrr en ég fékk þetta lyf, vatnsskipti voru ekki að duga.
Last edited by keli on 19 Apr 2007, 00:40, edited 1 time in total.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Takk keli, þarna sparaðir þú mér hellings vinnu.

Ég lýsi hér með eftir svona lyfi!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það eru ýmis húsráð varðandi þennan leiðinda Bakteríu þörung.
Eitt þeirra sem gagnaðist í rúmlega 200 l Tanganyikabúri þar sem þessi ófögnuður var farinn að dreyfa sér um botninn var að sturta helling af flotgróðri, duck-weed og vatnaliljum og reyndar einni Ederia densa plöntu í búrið. Ljósatimi var minkaður í 7 klst og fóðri stillt í hóf og einungis gefið þurrfóður. Þörungurinn hvarf á nokkrum dögum og hefur ekkert bólað á honum síðan. Þessi leiðinda baktería nýtir sér víst sömu næringaefni og gróðurinn en virðist geta vaxið við allar aðstæður, jafnvel frosti.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég tók dæluna um daginn og þreif, hún var orðin dálítið sjabbí :oops: og svo skipti ég hressilega um vatn og þessi bakteríu þörungur hefur aðeins látið undan.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Eigum þetta lyf til í Dýragarðinum.

Kostar 2990.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Alrighty, kem á næstu dögum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Loksins hrygndi hvíta convict kellan. Sá smá sprikl í kuðung sem hún var að verja af hörku ásamt bónda sínum. Tók kuðunginn og setti í seiðabúr.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sú hvíta er búin að fatta að börnin hennar eru í seiðabúrinu og nú ver hún það. Seiðin eru enn að sprikla inni í kuðungnum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það voru 4 seiði í seiðabúrinu þegar ég kom heim áðan eftir helgarútlegðina en eru nú horfin. Þau eru svo lítil að annað hvort hafa þau synt út um hliðarnar eða einhver hefur sogað þau þar út.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég viðurkenni.... Ég laumaði mér inn, fyrr í dag með tertuhjálminn og nam seiðin á brott.

Ég sé eftir þessu :(
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

:rofl:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Komin glás af brichardiseiðum.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Aðeins örfá brikkaseiði eftir en í staðinn komin glás af convict.
Nú fer ég að vinna í að losna við þessa grænu slepju sem er að angra mig, búin að fá duft til að setja í búrið.
Svo ætla ég að setja annað hvort svarta calvusinn í 500 ltr. búrið eða þá báða gold face, svarti er eiginlega búinn að hrekja hina út í horn.
Langar líka til að breyta aðeins í búrinu, spurning um að stússast í þessu á mánudagskvöldum þar sem búrið er við hliðina á útvarpinu (þá get ég hlustað á Birki um leið).
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Convict-arnir hafa fært seiðin úr einum kuðung yfir í annan.
Vitið þið af hverju þeir gera þetta?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þeir halda sennilega að þeir séu eitthvað öruggari þar. Gæti verið ósjálfrátt til að rugla ránfiska osf.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eitt er víst og það er að þeir passa vel upp á krílin. Var að hreinsa glerið að innan og fékk þetta svaka dúndur í hendina, brá ekkert smá og gólaði.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mér finnst skelfilegt að sjá útganginn á þessum síkliðum sem eru að passa hrogn og seiði. Oft með skinndruslurnar við kjaftinn og jafnvel blóðhlaupin augu.
Ekkert sem ég myndi ekki gera fyrir mitt barn.. veit samt ekki hvort ég leggði það á mig ef ég eignaðist 100 í einu og það jafnvel 1x í mánuði :lol:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Frekar lítið að ske hér.
Hvíta convict kerlan er komin með nokkur seiði.
Dickfeldi karlinn rekur kerlurnar út á guð og gaddinn svo ég er vonlítil um að fá nokku ð undan þeim.
Fékk mér ancistru áðan í Fiskó og dreplangaði til að kaupa helling meira.
Litlu kuðungasíkliðurnar eru búnar að grafa undan 2 stórum kuðungum svo það er spurning hvort það fari eitthvað að koma frá þeim.
Ég hafði hugsað mér að þrífa búrið á næstunni og breyta aðeins gróðrinum, spurning um að sjá aðeins til. Það er líka farinn að koma þessi leiðinda svarti eða brúni þörungur, ég verð eiginlega að grípa inn í áður en hann kaffærir allt.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eftir að hafa setið og sötrað kaffi í gær heima hjá Vargi ásamt nokkrum félögum í Skrautfiski og skoðað hans fínu búr var ekki annað hægt en að fara í smá hreinsunarstarf hérna.
Ég var komin með aðeins af þessum leiðinlega brúnþörungi á steinana svo ég tók þá upp og skrúbbaði með pottastálull frá Blindravinafélaginu, auðvitað án sápu. Ég náði ekki alveg öllu en það stórsér á honum.
Svo breytti ég aðeins uppröðuninni á gróðrinum og skipti út leirpottinum fyrir nýjan, sá gamli var orðinn vel grænn og svo loðinn af brúnþ.
Ég fer að munda myndavélina á næstunni, það er bara svo skrítið hað vikurnar eru fljótar að líða :roll:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eitthvað af myndum, sömu fiskarnir og seinast bara aðrar stellingar :roll:

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég fór út í göngutúr áðan og þessi maðkur datt svo úr hárinu á mér þegar ég kom inn (mig klæjar ennþá og langar til að stappa og garga).
Ég tók hann og henti í búrið og var ekki búin að lyfta myndavélinni þegar hann var horfinn.
Image


Ég hélt að þetta væri botnfiskur en hún er alltaf syndandi um allt búr.
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Atli
Posts: 225
Joined: 18 Dec 2006, 05:57
Location: Reykjavík

Post by Atli »

Þarna fékkstu maðkinn í mysunni! Nei ég segi nú bara svona, en ég held að þetta sé ekki maðkur heldur einhver tegund af margfætlu. Þó svo að þetta líti út fyrir að vera maðkur þá er það ekki en ég vona bara að fiskana vegna (þess sem borðaði hann) að hann hafi verið "... slímugur, en bragðgóður!" - Timon í Lion King.
Heilaþveginn af fiskum - Blessaður af vatni
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Atli wrote: "... slímugur, en bragðgóður!" - Timon í Lion King.
Snilld!!

Þetta er að ég tel sá skaðræðis maðkur sem étur og skemmir trén.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er með 30-40 Brichardiseiði sem eru búin að vera í a.m.k. 2 vikur.
Aldrei áður hefur neinn hópur tórað svona lengi og í raun hef ég ekki áhuga á að koma upp svona mörgum.
Á þessu rúma ári sem ég hef verið með þessa fiska hafa komist 2 upp og það má ekki vera mikið meira.

Ég hef verið að hugsa um að losa mig við annað convict parið, er með eitt venjulegt par en hitt er venjulegur kall og hvít kella. Veit ekki hvoru parinu ég myndi fórna, enda eru þetta svo sætir fiskar og virðast alltaf vera brosandi.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessi er nú alveg keppnis. :góður:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Já, hún er svolítið töff. Ég var þó að senda þér aðra í ljósmyndakeppnina, ekki eins kúl og þessi.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Er að klára vatnsskipti hér.
Það er er komið frekar spaugilegt system í búrið en um leið og ryksugan birtist í búrinu flýja brikkarnir inn í helli og þá koma flest allir aðrir fiskar úr búrinu að brikkabæ og reyna að ná sér í seiði en það er oftast 1 hópur í gangi.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þessir munu enda ofan í þegar ég gef mér tíma
Image
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Post Reply