Sællt veri fólkið.
Ég er byrjandi hér á síðunni vildi athuga hvort einhver af reynsluboltunum hér gæti ekki veitt mér smá aðstoð?
Ég er á leiðinni með að setja upp 400l ferskvatnsbúr og hef verið að reyna að afla mér fróðleiks á fiskaspjallinu, hvernig slíkt búr er sett upp í byrjun en ég hef fundið lítið um það.
Getur einhver bent mér á einhverjar greinar um þetta hér á fiskaspjallinu?
Það sem ég var meðal annars að spá í er hvort búrið þurfi ekki að vera uppsett með gróðri í einhverjar vikur áður en fiskar eru settir í það?
Ef svo er, þarf ég þá ekki að setja eitthvað í búrið til að koma bakteríuflórunni af stað?
Með von um svör.
Kv:prien.
Uppsetning á nýju fersvatnsbúri?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
þegar þú setur upp alveg glænýtt búr er mjög gott að gera búrið bara eins og þú villt hafa það og láta standa svoleiðis í 1-2 vikur meðan bakteríu flóran er að komast af stað en svo geturðu líka bara keypt þér einhverja harðgerða ódýra fiska og sett þá strax í búrið til að flýta fyrir prósessinu
fólki er frjálst að skjóta á mig ef þeim fynnst eitthvað athugavert við þessi ráð og leiðrétta mig þá líka í leiðinni
fólki er frjálst að skjóta á mig ef þeim fynnst eitthvað athugavert við þessi ráð og leiðrétta mig þá líka í leiðinni
er að fikta mig áfram;)
Fínasta ráð hjá mixer nema með það að bíða í 1 - 2 vikur til að leyfa flórunni að komast í gang
Ný búr hafa engar úrgang til að fóðra flóruna sem æskileg er í fiskabúrum þannig að ekkert mun gerast þessar 1- 2 vikur
Þú setur einfaldlega búrið upp helst þar sem sólin nær ekki í það, setur sand sem er búið að skola og kannski eitthvað skraut, fyllir búrið af vatni, setur dæluna og hitarann í samband og leyfir búrinu að standa í sirka 24 klukkutíma svo að vatnið nái að komast á rétt hitastig og gott jafnvægi komið
bætir síðan nokkrum harðgerðum fiskum við, tekur myndir af búrinu, setur þær hingað inn til að sýna okkur og gerir síðan 30 - max 50% vatnskipti á 7 - 10 daga fresti
Ný búr hafa engar úrgang til að fóðra flóruna sem æskileg er í fiskabúrum þannig að ekkert mun gerast þessar 1- 2 vikur
Þú setur einfaldlega búrið upp helst þar sem sólin nær ekki í það, setur sand sem er búið að skola og kannski eitthvað skraut, fyllir búrið af vatni, setur dæluna og hitarann í samband og leyfir búrinu að standa í sirka 24 klukkutíma svo að vatnið nái að komast á rétt hitastig og gott jafnvægi komið
bætir síðan nokkrum harðgerðum fiskum við, tekur myndir af búrinu, setur þær hingað inn til að sýna okkur og gerir síðan 30 - max 50% vatnskipti á 7 - 10 daga fresti
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Ég er með einhverja Kínverska (Jinlong) tunnudælu.Sven wrote:Þú getur líka flýtt fyrir ferlinu með því að fá notaðan filtersvamp úr uppsettu fiskabúri. Þá fylgir bakteríuflóra í þeim svampi sem fjölgar sér svo í búrinu hjá þér.
Hvernig dæluertu annars með í búrinu?
Veit ekki hvað hún afkastar, en nógu mikill hlunkur er þetta(Fylgdi búrinu) og svo er straumdæla sem afkastar 400l á klt.
Hvað þurfa tunnudælur að afkasta í 400l búri?
er ekki meira vit að hafa tunnudælu sem er með hitara?
Kv:prien.