Ljósaperur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Ljósaperur

Post by Snædal »

Ég veit gjörsamlega ekki neitt um ljósaperur fyrir utan það að ég veit hvað wött eru.
Anyways, er með tiltölulega nýuppsett búr. Það er 126L og aðeins Apistogramma í því (dvergsiklíður). Mér finnst þessar tvær perur of bjartar. Búrið er nálægt herbergishurðinni þannig að ef ég stend fyrir utan hurðina að þá held ég að herbergið mitt sé alveg bjart með alla gluggatjöld dregin frá þegar þau eru dregin fyrir. Það bjart er búrið.

Perurnar eru tvær 24", 61cm, 20W T8 perur. Hvað þýðir þetta T8 annars?
Spurning hvort einhver hafi reynslu hér af dimmlegri búrum svo fiskarnir hafi það betur. Hversu sterk ætti peran þá að vera og hvar er best að kaupa hana
?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

þetta er bara staðall allar 20 w perur eru 61 cm.
T8 eru þessar þykku svo er t5 þessar mjóu sem gefa frá sér um 80% meira ljósmagn.
Minn fiskur étur þinn fisk!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Perur gefa mismikið ljósmagn eftir týpu, hvaða týpu ertu með (ætti að standa á peruni) ?
Ef þú villt minni birtu þá eru td Warmwhite eða gróðurperur heppilegar, td væri ágætt að skipta út annari perunni fyrir Warmwhite.
Post Reply